Hærra verð og minni hiti

Í gær birti Eyjar.net verðsamanburð á vatni HS Veitna til annars vegar Vestmannaeyinga og hins vegar til íbúa á Suðurnesjum. Þar var tiltekið að verðskráin væri án tillits til niðurgreiðslu Orkustofnunar. Það er hins vegar ekki rétt. Hið rétta er að þetta er verðið eftir niðurgreiðslu. https://eyjar.net/slaandi-munur-a-verdskra/ Verðskráin í dag er 500 kr, í Vestmannaeyjum. […]
Um 93% skráð stöðuna

Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Hefur kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð, að því er segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Um áramótin tók gildi kílómetragjald fyrir notkun slíkra bíla og höfðu eigendur og umráðaaðilar ákveðinn […]
Kvödd eftir 29 farsæl ár

Þann 17. janúar sl. var Drífa ljósmóðir kvödd eftir farsæl 29 ár við ljósmæðrastörf í Vestmannaeyjum. Drífa tók á móti yfir 1000 börnum á sinni starfsævi og hefur stutt margar fjölskyldurnar í barneignarferlinu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Drífa flutti frá Akranesi til Vestmannaeyja árið 1994 og hóf störf við afleysingar, […]
Giggó — nýtt app

Alfreð ehf. fagnaði ársbyrjun 2024 með því að skjóta á loft nýju appi sem kallast Giggó. Landsmenn hafa þar með fengið aðgang að markaðstorgi fyrir gigg af öllu tagi, bæði fyrir verktaka og fólk sem vill kaupa þjónustu þeirra. Í rúman áratug hefur Alfreð verið leiðandi í að tengja saman fólk og fyrirtæki og koma […]
Gular viðvaranir víðast hvar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi er gert ráð fyrir sunnan stormi og tekur viðvörunin gildi þar á morgun, 25 jan. kl. 04:00 og gildir til kl. 09:00 samdægurs. Í viðvörunarorðum fyrir […]
Leiðangurinn breytir ekki ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Ekki vart við loðnu út af Austfjörðum Þar segir jafnframt að þetta […]
Sláandi munur á verðskrá

Í tvígang á fjórum mánuðum hefur gjaldskrá HS Veitna verið hækkuð í Vestmannaeyjum, svo nemur tugum prósenta. Í síðustu tilkynningu HS Veitna segir að hitaveitan í Vestmannaeyjum skeri sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að því leitinu til að heitt vatn er framleitt í Vestmannaeyjum með rafmagni – og olíu þegar raforkan er […]
Hverjir tónleikar hafa sinn sjarma

Í dag eru nákvæmlega 51 ár liðin frá einum stærsta viðburði í lýðveldissögunni, eldgosinu á Heimaey. Af því tilefni er blásið til Eyjatónleika í Hörpu. Hafa slíkir tónleikar verið haldnir allt frá árinu 2011 og áfram skal haldið. Eyjafólk og vinir þeirra koma saman og halda alvöru söng- og gleðihátíð á miðjum vetri. Rifjuð verða […]
Dýpkað í kjölfar holufyllinga

Í síðustu viku kom hingað til Eyja dýpkunarskip Hagtaks, Pétur Mikli. Til stendur að dæla rúmlega 45 þúsund rúmmetrum og var áætlað að það tæki um 12 daga. Brynjar Ólafsson, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir aðspurður um af hverju dýpkun var hætt fyrir helgi að þeir hafi ekki verið byrjaðir að dýpka. „Þeir byrjuðu […]
Aflaði mest allra netabáta

Kap II VE-7 aflaði mest allra netabáta landsmanna á árinu 2023 og munaði umtalsverðu á Kap og Bárði SH-81 sem var næstaflahæstur netabáta. Á árinu 2022 var Bárður aflahæstur netabáta en Kap II kom þar á eftir en á nýliðnu ári höfðu bátarnir sem sagt sætaskipti. Í næstu þremur sætum eru sömu bátar í sömu […]