Í gær birti Eyjar.net verðsamanburð á vatni HS Veitna til annars vegar Vestmannaeyinga og hins vegar til íbúa á Suðurnesjum.
Þar var tiltekið að verðskráin væri án tillits til niðurgreiðslu Orkustofnunar. Það er hins vegar ekki rétt. Hið rétta er að þetta er verðið eftir niðurgreiðslu.
https://eyjar.net/slaandi-munur-a-verdskra/
Verðskráin í dag er 500 kr, í Vestmannaeyjum. Orkustofnun greiðir svo niður af því. Þá er rétt að geta þess að í verðskránni kemur fram að 180 krónurnar sem greitt er á Suðurnesjunum miðast við 80° heitt vatn frá dælustöð.
Ekki er þess getið í sama plaggi hvað hitastigið er frá dælustöð í Eyjum, en samkvæmt upplýsingum frá svæðisstjóra vatnssviðs hjá HS Veitum í Vestmannaeyjum er hitinn frá dælustöð í Eyjum 68-70°C yfir vetratímann og á köflum yfir sumartímann er hitinn frá dælustöð er 75-78°C.
Hér að neðan má sjá skjáskot úr gjaldskrá HS Veitna.
Frekari umfjöllun um málið verður hér á Eyjar.net í dag og næstu daga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst