ÍBV semur við markvörð

hjorvar-ibvsp

Markvörðurinn Hjörvar Daði Arnarsson hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann kemur frá HK þar sem hann hefur verið á samningi síðan 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu knattspyrnudeildar ÍBV á vefsíðu félagsins. Hjörvar er 23 ára gamall og hefur hann leikið á láni síðustu þrjú tímabil, það fyrsta hjá ÍR og seinni […]

​Allt í rusli?

bak_vid_sorpu_ads

Eftirfarandi kom fyrir mig fyrir nokkrum árum síðan í verslun í Reykjavík. Ég greiddi það sem ég keypti með 5000 króna seðli, en fékk of mikið til baka. Ég horfði á afgreiðslumanninn: Þú gefur mér vitlaust til baka. Hann var eins og spurningarmerki. Ég greiddi með 5000 króna seðli. Fyrirgefðu sagði hann afsakandi, ég hélt […]

Ósamþykk breytingum á höfninni

gjabakkafjara_innsigling_tms_minni

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var lögð fram til samþykkis skipulagslýsing fyrir breytt aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 vegna stækkunar hafnarsvæðis Vestmannaeyjahafnar og nýrra hafnarkanta undir Kleifum og í Gjábakkafjöru. Í bókun frá Bjartey Hermannsdóttur, fulltrúa Eyjalistans í ráðinu segir að undirrituð sé ósamþykk fyrirhuguðum breytingum á innsiglingunni, með tilheyrandi umhverfisraski á svæðinu. Mikilvægt er að […]

Álfsnesið bilað

Alfsnes_DSC_1851

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni brotnaði rör hjá Álfsnesinu í nótt og er skipið því farið til Þorlákshafnar til viðgerðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir einmuna veðurblíðu í Landeyjahöfn hefur gengið illa að dýpka síðan dýpið var mælt laugardaginn sl. og staðan því lítið breyst. Því liggur […]

Gular viðvaranir gefnar út

ebfd8648c7b5dc019c19e365143877de_snjor-8.jpg

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 18 jan. kl. 11:00 og gildir til kl. 15:00. Talsverð snjókoma á köflum með takmörkuðu eða lélegu skyggni. Búast má við versnandi akstursskilirðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, segir í viðvörunarorðum. Suðurland Norðan 5-10 m/s og […]

Á annað hundrað þjónustuþegar

felagsstarf-eldri_borgara_vestm_is_cr

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja í sl. viku. Kolbrún Rúnarsdóttir, deildarstjóri stuðningsþjónustu og Thelma Tómasdóttir, verkefnastjóri öldrunarþjónustu lögðu fram á fundinum yfirlit yfir heimaþjónustu á árinu 2023. Fram kom að Vestmannaeyjabær hafi veitt stuðningsþjónustu til um 128 þjónustuþega að meðaltali á mánuði árið 2023. Hlutverk stuðningsþjónustu er m.a. að […]

Mæta Fram á útivelli

handb_sunna_ibv_2022_opf

Heil umferð verður leikin í Olís deild kvenna í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins tekur Fram á móti ÍBV. Tólf umferðir eru búnar af mótinu og eru Fram-stúlkur í þriðja sæti með 16 stig en Eyjaliðið er í næsta sæti fyrir neðan með 14 stig. Flautað verður til leiks í Úlfarsárdal klukkan 18.00. Leikir kvöldsins: mið. […]

„Hinn fallegasti fiskur“

sjomadur_bergey_opf_22

„Við fengum aflann á Öræfagrunni og í Hornafjarðardýpinu og það var gott veður allan túrinn að undanskildum einum sólarhring. Aflinn er mestmegnis ufsi og ýsa og það er einkar ánægjulegt að ufsinn láti sjá sig, en það er langt síðan hann hefur fengist á þessum slóðum. Þetta er hinn fallegasti fiskur og ufsinn er góður […]

Yfir 60% skráð kílómetrastöðu

rafhledsla_bill

Yfir 60% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu og eru skráningarnar orðnar rúmlega 29.000. Um áramótin tók gildi kílómetragjald fyrir notkun slíkra bíla og hafa eigendur frest til 20. janúar til að skrá kílómetrastöðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. […]

Yfir 430.000 með Herjólfi í fyrra

ferdamenn_farþegaskip_2023_opf_DSC_9937

Nýtt met féll í farþegaflutningum á milli lands og Eyja í fyrra, þegar 431.215 farþegar fóru með Herjólfi. Þetta má sjá í tölum frá Herjólfi ohf. Gamla metið var árið áður, en þá ferðuðust 412.857 manns með ferjunni. Það er því aukning á milli ára um 18.358 farþega. Þriðja besta árið var árið 2019 þegar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.