Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var lögð fram til samþykkis skipulagslýsing fyrir breytt aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 vegna stækkunar hafnarsvæðis Vestmannaeyjahafnar og nýrra hafnarkanta undir Kleifum og í Gjábakkafjöru.
Í bókun frá Bjartey Hermannsdóttur, fulltrúa Eyjalistans í ráðinu segir að undirrituð sé ósamþykk fyrirhuguðum breytingum á innsiglingunni, með tilheyrandi umhverfisraski á svæðinu. Mikilvægt er að varðveita óraskaða náttúru og ásýnd umhverfis, og stíga varlega til jarðar í stækkun athafnasvæðis.
Uppbygging er nauðsynleg og eðlilegur þáttur af þróun bæjarfélagsins, en náttúra Vestmannaeyja er dýrmæt auðlind og upplifun heimamanna og ferðafólks mikilvæg fyrir Eyjarnar, og má ma. nefna að tvö svæði í nálægð Gjábakkafjöru, Flakkarinn og Ystiklettur eru á náttúruminjaskrá, segir í bókun Bjarteyjar.
Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið samþykki að auglýsa skipulagslýsingu samkvæmt skipulagslögum. Var málinu vísað til bæjarstjórnar.
https://eyjar.net/skoda-fjolgun-vidlegukanta/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst