Fleiri geta tengst kerfi Eyglóar

linuborun_0423

Fleiri hús hafa bæst við sem nú eiga möguleika á að tengjast ljósleiðarakerfi Eyglóar. Eftirfarandi hús geta nú sótt um ljósleiðaratengingu hjá þjónustuveitu sinni: Áshamar 95 Áshamar 97 Áshamar 99 Áshamar 103 Áshamar 107 Áshamar 109 Áshamar 113 Áshamar 121 Áshamar 115 Áshamar 119 Áshamar 79 Áshamar 81 Helgafellsbraut 7 Heimagata 30 Hilmisgata 1 Hilmisgata […]

90 milljónir og barn á leiðinni

Það voru verðandi foreldrar sem hrepptu síðasta, en fjarri því sísta, lottópottinn á liðnu ári. Þau voru ein með allar tölurnar réttar og fengu rúmar 90,2 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Stóri vinningurinn kemur sér svo sannarlega vel. Ekki aðeins vegna allra jólareikninganna heldur vegna þess að […]

Gullberg landar kolmunna

gullberg_opf

Jón Atli Gunnarsson skipstjóri og áhöfn hans á Gullbergi VE færðu 1.700 tonn af kolmunna að landi snemma í morgun eftir siglingu af miðunum syðst í fiskveiðilögsögu Færeyja. Þetta er fyrsti kolmunnafarmur Vinnslustöðvarinnar á vertíðinni. Þegar í stað var hafist handa við að landa aflanum og vinna úr honum mjöl og lýsi sem ætla má […]

Breytingar á sorpmálum

sorp

Vestmannaeyjabær boðar nú breytingar á sorphirðu og sorpförgun frá heimilum. Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum er farið yfir breytingarnar. Tilkynninguna má lesa hér að neðan. – Þriggja flokka kerfi hefur verið við heimili í Vestmannaeyjum síðan 2011. Í ár munu við innleiða fjögra flokka kerfi þar sem eina breytingin við heimilin er að aðskilja þarf pappa […]

Stefna á að skila af sér í maí

Starfshópur Um Fýsileika Jarðganga Til Vestmannaeyja

Innviðaráðherra skipaði í sl. haust starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Starfshópurinn hefur það hlutverk að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur og kosti og galla hverrar fyrir sig. Þá á starfshópurinn að leggja fram kostnaðarmetna áætlun um þær rannsóknir og greiningar sem framkvæma þarf, svo hægt verði að leggja […]

Funda um stöðuna

DSC_5478

Bæjarráð ræddi um stöðu vatnsveitumála í Vestmanneyjum og þá afstöðu HS Veitna sem liggja fyrir í bréfum félagsins til sveitarfélagsins vegna viðgerðar á neðansjávarlögninni til Eyja. Fulltrúar sveitarfélagsins og HS-Veitna munu funda með innviðaráðuneytinu í vikunni til að fara yfir stöðuna sem upp er komin. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi bæjarráðs […]

Þyrlusveit Gæslunnar í sjúkraflugi

sjukravel_thyrla_24

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir hádegi í dag vegna sjúklings sem koma þurfti frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. „Þyrlusveitin var að annast sjúkraflug. Norlandair gáfu verkefnið frá sér vegna veðurs, ekki reyndist mögulegt að lenda í Eyjum.“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Eyjar.net. Ásgeir segir aðspurður að þetta sé fyrsta útkall Landhelgisgæslunnar […]

Minjastofnun samþykkir niðurrif

skallabol (3)

Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar var tekin fyrir – að lokinni grenndarkynningu – breyting á deiliskipulagi vegna niðurrifs byggingar við Skildingaveg 4. Fram kemur í fundargerð að skipulagsráð hafi samþykkt á 392. fundi sínum að kynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna breytinga á skilmálum lóðar nr. 4 við Skildingaveg, í samræmi við skipulagslög. Breyt­ing­in fel­ur í sér […]

Íbúum fækkað frá í haust

folk_ferdamenn_opf_23

Um miðjan október sl. stóð íbúatalan í Eyjum í 4636. Í dag eru íbúar í Vestmannaeyjum hins vegar 4626 talsins, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ, og hefur því fækkað um 10 í bænum frá því í október.   https://eyjar.net/afram-folksfjolgun/ (meira…)

ÍBV mætir ÍR

ibv_kvenna_2023_opf_DSC_3414

Þrír leikir fara fram í tólftu umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins taka Eyjastelpur á móti ÍR. Liðin eru á svipuðum slóðum í deildinni. ÍBV í fjórða sæti með 12 stig, en ÍR í sætinu fyrir neðan með 10 stig. Flautað verður til leiks í Eyjum klukkan 18.00. Leikir kvöldsins: fim. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.