„Lífið er meira en sjómennska“

Í nýútkominni samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar eru stutt viðtöl við nokkra starfsmenn fyrirtækisins og dótturfélaga. Í dag var birt viðtal við Ríkharð Zoёga Stefánsson kokk á Bergi VE á vef Síldarvinnslunnar. Ríkharður Zoëga Stefánsson er Reykvíkingur sem kom fyrst til Vestmannaeyja 14 ára gamall. Þá bjó hann hjá systur sinni í Eyjum. Hann fór aftur til Reykjavíkur […]
Dýrmætt fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar

Á mánudaginn var greint frá því að fiskeldisfyrirtækið Laxey hafi lokið við 6 milljarða hlutafjárútboð með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi. Meðal nýrra hluthafa er Blue Future Holding sem er leiðandi fjárfestir í útboðinu. Einnig Nutreco, Seaborn, Kjartan Ólafsson og öflugt hollenskt sjávarútvegsfyrirtæki ásamt lífeyrissjóðum. Fram kom í tilkynningu […]
Ísfélagið kaupir uppsjávarskip

Ísfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway. Seljandi er skoska fyrirtækið Lunar Fishing Company Limited. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísfélaginu til Kauphallarinnar. Pathway var smíðað árið 2017 í Danmörku og er 78 metra langt og 15,5 metra breitt. Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota félagsins. Áætlað er að skipið verði […]
13 borholur í fyrsta áfanga

Vinna við borholurnar í Viðlagafjöru heldur áfram. Tilgangur borholanna er að veita Laxey jarðsjó fyrir áframeldið. Það er fyrirtækið Árni ehf. sér um að bora holurnar fyrir Laxey, en samið var um verkið í fyrra. https://eyjar.net/samid-um-sjoborun/ Fram kemur í frétt á heimasíðu Laxeyjar að undanfarnar vikur og mánuði hafi menn frá Árna verið í Viðlagafjöru […]
„Blússandi veiði”

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Eyjum í gær. Afli Bergs var mest þorskur og ýsa en afli Vestmannaeyjar var blandaðri; þorskur, ýsa, ufsi og langa. Það tók innan við sólarhring hjá skipunum að fá í sig. Rætt er stuttlega við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar, en þeir létu vel af sér. […]
Minning: Jóhann Bjarnason

Jóhann Bjarnason, 56 módel minning. Jói Bjarna talaði hátt. Hann var hávær, sló um sig og hló mikið og brosti, pírði augun í dökkri umgjörðinni. Hann var aðlaðandi maður, brosmildur, svarthærður og dökkur. Við urðum nágrannar sjö ára gamlir, Jói bjó á Heimagötu 30, ég á Grænuhlíð 18, bekkjafélagar og vinir. Við erum hluti af […]
ÍBV mætir Val

Fyrsti leikur undanúrslita-einvígis ÍBV og Vals verður leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsstúlkur sátu hjá í síðustu umferð en Eyjaliðið sló út lið ÍR nokkuð sannfærandi. Liðið sigraði einvígið 2-0. Nú er komið að stelpunum í undanúrslitum. Þar mæta þær Val á útivelli. Hægt að skrá sig í rútuferð hér. Rútan fer með 14:30 ferðinni […]
Bærinn innleiðir Beanfee

Á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar er greint frá samstarfi Vestmannaeyjabæjar og fyrirtækisins Beanfee ehf. „Beanfee og Vestmannaeyjabær hafa samið um notkun Beanfee hugbúnaðar og aðferðafræði innan sveitarfélagsins. Munu atferlisfræðingar á vegum Vestmannaeyjabæjar hafa aðgang að Beanfee til úrvinnslu mála á stigi 2 og 3 skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021). Við hjá […]
Hættir sem formaður ÍBV

Aðalfundur ÍBV – íþróttafélags verður haldinn fimmtudaginn 9. maí nk. Fyrir fundinum liggja almenn aðalfundarstörf, ársreikningur og stjórnarkjör. Sæunn Magnúsdóttir er formaður aðalstjórnar. Hún segir – aðspurð um hvort fyrirhugaðar séu breytingar á stjórn félagsins – að hún hafi ekki fengið afdráttarlaus svör frá öllum stjórnarmönnum um það hvort þeir ætli að halda áfram. „En […]
Skemmd lögn ástæðan fyrir lituðum sjó

Það ráku margir upp stór augu í sunnudagsbíltúrnum í gær, þegar komið var niður á höfn. Ástæðan var skrýtin litur á sjónum í smábátahöfninni. Að sögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, hafnarstjóra kom gat á gömlu lögnina sem liggur frá Brattagarði að Kleifum. „Það liggja þrjár lagnir þarna og fór ein í sundur í gærmorgun.“ Dóra Björk segir […]