Skemmd lögn ástæðan fyrir lituðum sjó
22. apríl, 2024
höfn_bla_24_IMG_4551
Smábátahöfnin í gær. Eyjar.net/TMS

Það ráku margir upp stór augu í sunnudagsbíltúrnum í gær, þegar komið var niður á höfn. Ástæðan var skrýtin litur á sjónum í smábátahöfninni.

Að sögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, hafnarstjóra kom gat á gömlu lögnina sem liggur frá Brattagarði að Kleifum. „Það liggja þrjár lagnir þarna og fór ein í sundur í gærmorgun.“

Dóra Björk segir þessar lagnir séu í eigu sveitarfélagsins og ekki upp á neitt fyrirtæki að klaga. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að þetta verði lagfært við fyrsta tækifæri.

Fleiri myndir frá höfninni má sjá hér að neðan.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst