ÍBV mætir Aftureldingu í 8 liða úrslitum Poweradebikarsins

Íslandsmeistarar ÍBV og Bikarmeistarar Aftureldingar voru dregin saman í átta liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í gær. Samkvæmt handbolti.is eiga leikirnir að fara fram sunnudaginn 11 og mánudaginn 12. febrúar. Leikirnir geta hins vegar færst til vegna leikja í 16 liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar sem eiga að fara fram 10 og 11 febrúar og 17 og 18 febrúar. […]

Neistinn kviknaði í flugvél á leið til New York

Sigrún Alda Ómarsdóttir opnaði Litlu Skvísubúðina árið 2010 í kjallaranum heima hjá sér. Ástæða þess var sú að í henni hafði blundað einhvers konar þrá að opna verslun. Áður hafði hún unnið í apóteki, sjoppu og á veitingarstöðum.   „Ég hafði í rauninni aldrei starfað í verslun. Á þessum tíma hafði ég nýlega lokið námi í […]

Opin hönnunarsamkeppni í tilefni 150 ára afmæli Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðarnefnd efnir til hönnunarsamkeppni í teilefni þess að 150 ár eru liðin frá því að fyrsta Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin. Tillögum að merki skal skilað í umslagi í pósthólf 33, 902 Vestmannaeyjar. Merktu með dulnefni og innan í umslaginu skal vera lokað umslag með nafni höfundar. Skilafrestur er til og með 31. desember 2023. Einu […]

Samstarfsamningur undirritaður við Rán

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur, í fyrsta skiptið, milli Vestmannaeyjabæjar og Fimleikafélagsins Ránar. Samningurinn var undirritaður af þeim Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra og Önnu Huldu Ingadóttur framkvæmdarstjóra Ránar. Ánægjulegt hefur verið að sjá þann vöxt sem hefur verið innan fimleikafélagsins undanfarinn ár og er félagið orðið eitt af þeim stærstu íþróttafélögunum í Vestmannaeyjum. Fyrir er Vestmannaeyjabær […]

Ljósin tendruð á Stakkagerðistúni á morgun

Á morgunn föstudaginn 24. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vestmannaeyja tekur nokkur lög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács syngja. Aníta Jóhannsdóttir formaður fræðsluráðs og Viðar prestur segja nokkur orð. Að lokum mun Eyjólfur Pétursson kveikja á trénu. Aldrei að vita nema að jólasveinarnir kíki við og heyrst […]

Styrktarsjóður Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð.  Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum. Slíkt hefur leitt til þess að þau sem eiga […]

Arnór Sölvi áfram með ÍBV

Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að knattspyrnumaðurinn Arnór Sölvi Harðarson hefur skrifað undir áframhaldandi samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann lék með liðinu seinni hluta tímabilsins og kom við sögu í fimm leikjum. Arnór er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í mörgum stöðum en hann er fæddur 2004 og bindur ÍBV vonir við að […]

Siglt eftir sjávarföllum

herjolfur-1-1068x712

Herjólfur hefur gefið út að siglt verði til Landeyjahafnar eftir sjávarföllum út sunnudaginn skv. eftirfarandi áætlun. Dýpkun hefst vonandi á laugardag, verða ekki aðstæður til þess að byrja fyrr. Fimmtudagur 16.nóvember Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00,17:00, 19:30 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:30, 18:15, 20:45 Föstudagur 17.nóvember Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:00, 18:00, 20:30 Brottför […]

Stelpurnar fá Val í heimsókn

Eyja 3L2A0803

ÍBV fær Val í heimsókn í tíundu umferð Olís deild kvenna í dag. ÍBV er í fjórða sæti með tíu stig eftir níu umferðir og Valur í öðru sæti með 16 stig. Leikurinn hefst kl. 18:00 í íþróttamiðstöðinni. Leikir dagsins: 16. nóv. 23 18:00 ÍBV – Valur 16. nóv. 23 18:00 KA/Þór – ÍR 16. nóv. 23 19:30 Fram – Stjarnan […]