Fjölþjóðlegt samfélag við rætur Helgafells

„Hér eru menn frá Póllandi, Lettlandi, Danmörku, Noregi og Rúmeníu. Allt karlmenn nema ein kona sem kemur einstaka sinnum. Píparar, rafvirkjar og aðrir iðnaðarmenn að mestu sem vinna inni í Botni og austur í fjöru. Líka menn frá Þjótanda sem sér um jarðvegsvinnu og Íslendingar sem bora eftir sjó austur í fjöru. Flestir búa hér […]

Matey festir sig í sessi

Matey

Frosti Gíslason verkefnastjóri MATEY Seafood Festival var ánægður með Sjávarréttahátíðina Matey og framkvæmd hennar.  Að hátíðinni komu fjölmargir aðilar og fleiri og fleiri gera sér grein fyrir markaðsgildi hátíðarinnar fyrir Vestmannaeyjar sem eins helsta mataráfangastaðs Íslands. „Ég er þakklátur og ánægður með þátttöku heimafólk og gesta og fyrir alla þá fjölmörgu sem komu að sjávarréttahátíðinni […]

Í ökutíma hjá Snorra Rúts

Það er fátt meira spennandi í lífi ungmenna en þegar rúnturinn er innan seilingar og bílprófið loksins í höfn. Bílprófið þykir eitt af þessum stóru tímamótum í lífinu og margir sem byrja á fullu að æfa sig við aksturinn þegar sextán ára aldrinum er náð og hefja má ökunám. Þá taka þeir prófið helst ekki […]

Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu eignina 2023 hlutu þau Ólöf og Kristján fyrir eign sína að Heiðarvegi 49

Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2023 voru afhent 15. september sl. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ sá um að afhenda verðlaunin. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja.   Umhverfisviðurkenningar árið 2023 hlutu:  Fegursti garðurinn: Vestmannabraut 12-20.  Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 49.  Endurbætur til fyrirmyndar: Póley.  Snyrtilegasta fyrirtækið: Brothers Brewery. Framtak á sviði umhverfismála: Marinó Sigursteinsson.  […]

Glæsilegt styrktarkvöld Krabbavarnar

Fjölmennt var á styrktarkvöldi Krabbavarnar í Vestmannaeyjum sem fram fór í Höllinni í gærkvöldi. Kvöldið byrjaði á gómsætum ítölskum platta frá Einsa Kalda. Góð sala var á happdrættis miðum með flottum vinningum. Blush var með kynningu og bás með sínum vinsælustu vörum og Bryndís Ásmunds ásamt dönsurum var með glæsilega Tinu Turner sýningu. Kiddi Bigfoot […]

Líf og fjör fyrir austan

Það var líf og fjör í höfninni á Seyðisfirði á sunnudag og mánudag en það var landað yfir 300 tonnum úr fjórum skipum samstæðunnar segir á heimsíðu Síldarvinnslunnar. Vestmannaney landaði á sunnudagsmorgun 61 tonni og var uppistaða aflans þorskur. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri var nokkuð sáttur með túrinn „Þetta var stuttur túr og var fiskað […]

Bleikt boð í Höllinni á morgunn

Við minnum alla á Bleika boðið sem haldið verður í Höllinni til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum á morgunn föstudaginn 6. október. Bleika boðið er fyrir alla, konur og karla. Húsið opnar kl. 19:00 en viðburðurinn hefst 19:30. Í boði verður girnilegur ítalsku platti að hætti Einsa Kalda. Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir færir okkur sitt […]

Staða á móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku var farið stöðu flóttamanna í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær hefur tekið á móti 29 flóttamönnum það sem af er árinu. Af þeim búa 19 áfram í Eyjum en aðrir hafa flutt í burtu, flestir aftur heim eða sameinast fjölskyldum sínum annars staðar. Þeir sem enn eru í Eyjum eru […]

Tilboð í tryggingar og endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ

Á fundi Bæjarráðs voru eftirfarandi atriði tekin fyrir. Tilboð í endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ Bæjarráð var upplýst um áform þess efnis að leita tilboða í endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ, en gildistími samnings við KPMG er senn á enda. Niðurstaða Bæjarráð felur fjármálastjóra að leita tilboða í endurskoðunina samkvæmt þeim forsendum sem kynntar voru. Tilboð í tryggingar fyrir […]

Mæta Madeira annað árið í röð

Dregið var í 32. liða úrstlitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í morgun. Kvennalið ÍBV mætir Madeira Andebol SAD frá portúgölsku eyjunni Madeira annað árið í röð. Á handbolti.is kemur fram að leikirnir eiga að fara fram 11. og 12. nóvember annars vegar og 18. og 19. nóvember hinsvegar, ef leikið verður heima og að […]