Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku var farið stöðu flóttamanna í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær hefur tekið á móti 29 flóttamönnum það sem af er árinu. Af þeim búa 19 áfram í Eyjum en aðrir hafa flutt í burtu, flestir aftur heim eða sameinast fjölskyldum sínum annars staðar. Þeir sem enn eru í Eyjum eru nánast allir í vinnu. Náin samvinna er við Vinnumálastofnun sem ber ábyrgð á málaflokki flóttafólks. Helsti vandinn varðandi móttöku flóttamanna í Vestmannaeyjum er skortur á húsnæði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst