Lokahóf 3. flokks í knattspyrnu

Á þriðjudagskvöld fór fram lokahóf 3. flokka karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikir kláruðust um helgina. Flokkarnir tóku þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni. KSÍ gerði breytingar á Íslandsmótinu í 3. flokk fyrir tímabilið í fyrra og lengdist það í báða enda, en mótið hófst um miðjan mars og lauk nú í lok september. Mótinu var skipt upp […]

Mæta Gróttu á útivelli í dag

Eyjamenn mæta Gróttu á útivelli í dag í Olísdeild karla. Eftir þrjár umferðir er Grótta með 2 stig og Eyjamenn 4 stig. Leikir kvöldsins hefjast allir kl 19:30: (meira…)

Strákarnir heimsækja KA í dag

Karlið ÍBV heimsækir KA á Akureyri í dag í. ÍBV situr í botnsæti í neðri hluta deildarinnar með 21 stig og KA situr á toppnum með 35 stig. Síðasti leikur ÍBV var gegn Fram sem endaði jafntefli 2:2. Fram situr sæti ofar en ÍBV með 21 stig en betri markatölu. Leikurinn hefst kl 16:15 á […]

Yngvi framlengir við Hamar

Yngvi Borgþórsson hefur framlengt við knattspyrnufélagið Hamar í Hveragerði um annað ár. Í tilkynningu félaginu sem fótbolti.net greinir frá segir: “Við erum mjög ánægð með störf Yngva hingað til og eigum ekki von á öðru en að framtíðin verði björt undir hans stjórn.” Hamar lék í 4. deildinni í sumar og endaði í 7. sæti, […]

Óperutónleikar í Eldheimum

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur óperutónleika í Eldheimum föstudaginn 29. september kl. 19:00. Aðalsöngvari tónleikanna er Eyjamaðurinn og tenórinn Alexander Jarl Þorsteinsson en auk hans koma Monica Iusco sópran og Kvennakór Vestmannaeyja fram með hljómsveitinni. Fluttar verða margar af helstu perlum óperusögunnar sem sumar hverjar hafa verið í uppáhaldi hjá Alexander Jarli frá unga aldri eða allt […]

Opið fyrir umsóknir í “Viltu hafa áhrif 2024”

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna fjárhagsáætlunargerðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2024?” Nýbreytni Ákveðið hefur verið að tvískipta úthlutun heildarstyrkfjárhæðarinnar fyrir næsta ár. Þannig geta umsækjendur ýmist sótt um styrk nú fyrir verkefni á fyrri hluta næsta árs, eða seinna þegar líður á árið 2024, í tengslum við […]

Mikilvægur leikur hjá karlaliðinu í dag

ÍBV fær Fram í heimsókn í dag. Bæði lið eru með 20 stig sem stendur en ÍBV situr í botnsæti samkvæmt markatölu. Fyrsti leikur ÍBV var gegn Fylki síðastliðna helgi þar sem spennandi leikur endaði 2:2. Á 85 mínútu var staðan 2-1 fyrir ÍBV en Fylkir skoraði jöfnunarmarkið um mínútu síðar. Virkilega svekkjandi fyrir ÍBV […]

Matey sjávarréttahátíð  – Einn vinkill í stærra verkefni  

Matey sjávarréttahátíð verður haldin í annað um helgina 21-23. september. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og stóð hún sannarlega fyrir sínu að sögn Frosta Gíslasonar sem er einn af frumkvöðlum hátíðarinnar og verkefnastjóri hennar frá upphafi. Markmið hátíðarinnar er meðal annars að stimpla Vestmannaeyjar inn sem helsta mataráfangastað Íslands, bjóða upp á fjölbreyttar […]

Matey Sjávarréttahátíð sett í gær – Myndir

Matey Sjávarréttahátíð var sett í Eldheimum í gær og var vel sótt. Boðið var upp á smakk frá Vinnslustöðinni, Ísfélaginu, Grími kokki, Aldingróðri, Saltey og Brothers Brewery. Biggi Nielsen frumflutti verkið sitt Hvalir Íslands og Listasýningin “Konur í sjávarsamfélagi” var opnuð. Hátíðin stendur yfir alla helgina. Nánari upplýsingar og borðapantanir á matey.is.   (meira…)

Ísey María og Kristín Klara valdar í úrtakshóp U-15

Þær Ísey María Örvarsdóttir og Kristín Klara Óskarsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U-15 ára landsliði stúlkna. Þær eru hluti af frábærum 4.flokki kvenna sem fór alla leið í undanúrslit íslandsmótsins á dögunum. Sannarlega frábær árangur hjá þessum efnilegu stelpum. Mynd: ibvsport.is (meira…)