Orðlaus, sár og leiður

„Orðlaus, sár, leiður, stjarfur, bugaður og allskonar. Íbúðin sem ég bý í er eitt af þessum nyrstu húsum Grindavíkur,“ segir Eyjamaðurinn Guðjón Örn Sigtryggsson á Facebokksíðu sinni, Hann þurfti að yfirgefa heimili sitt í Grindavík í stóru skjálftunum tíunda nóvember. Þar talar hann fyrir hönd flestra Grindvíkinga sem eru að upplifa það sama og Eyjafólk […]

Ráðherra og vegamálastjóri mæta á íbúafund

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar hafa samþykkt að sitja íbúafund í Vestmannaeyjum þar sem samgöngumálin verða á dagskrá. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í gær þar sem rætt er við Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra. „Mér var falið að óska eftir því að innviðaráðherra, vegamálastjóri og aðrir fulltrúar Vegagerðarinnar myndu koma á íbúafund […]

Tónleikar þar sem vinir hittast – Eyjatónleikar í Hörpu

„Upphafið má rekja til ársins 2010 þegar ég var að vinna með og fyrir Palla Eyjólfs. Þá kom upp hjá okkur hugmynd um að gera eitthvað til að heiðra minningu Oddgeirs á Þjóðhátíðinni 2011.  Við vorum flutt til Eyja og ég hættur hjá Palla. Haustið 2011 átti að opna Hörpuna og ég spyr Guðrúnu hvort […]

Trölli safnaði 670 þúsund fyrir Barnaspítalann

Trölli sem stal jólunum eða Grinch eins og margir þekkja hann fór á stjá í Vestmanna- eyjum rétt fyrir jólin. Grinch stal heldur betur senunni og voru börn sem og fullorðnir ánægð með að sjá hann hvert sem hann fór, þó stundum hafi nokkur hræðsla gert vart við sig enda óútreiknanlegur. Grinch kvaddi svo Eyjamenn […]

Rætt um stöðu vatnslagnar

eyjar-vatnsleidsla.jpg

Bæjarráð ræddi um stöðu vatnsveitumála í Vestmanneyjum og þá afstöðu HS Veitna sem liggja fyrir í bréfum félagsins til sveitarfélagsins vegna viðgerðar á neðansjávarlögninni til Eyja. Fulltrúar sveitarfélagsins og HS-Veitna munu funda með innviðaráðuneytinu í vikunni til að fara yfir stöðuna sem upp er komin. Niðurstaða Bæjarráð telur nauðsynlegt að halda til haga að árið […]

Breytingar á sorpmálum í Vestmannaeyjum

1c3c9eb489e2ccb722aa6872473f7611

Þriggja flokka kerfi hefur verið við heimili í Vestmannaeyjum síðan 2011. Í ár munu við innleiða fjögra flokka kerfi þar sem eina breytingin við heimilin er að aðskilja þarf pappa og plast í sér tunnur. Skylda er að vera með ílát fyrir fjóra flokka við öll heimili. Íbúar hafa möguleika á að hafa áhrif á […]

Samgöngumál

Á fundi bæjarráðs í vikunni var tekin fyrir umræða um samgöngumál í Vestmannaeyjum. Þar kom fram að siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar hafa verið afar stopular frá því í október og þá fyrst og fremst vegna dýpis við hafnarmynni og í höfninni sjálfri. Þá hefur þurft að sigla til hafnarinnar á háflóði þegar önnur skilyrði eru […]

Fyrsti heimaleikur ársins í dag

Fyrsti heimaleikur ársins er í dag þegar stelpurnar fá ÍR í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 18.00 í Íþróttamiðstöðinni. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í dag. (meira…)

Metfjöldi útkalla – Flest á Suðurlandi

Á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að Flugdeild Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2023. Alls var flugdeildin kölluð 314 sinnum út í fyrra, bæði á þyrlum og flugvél sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út 303 sinnum og áhöfnin á TF-SIF í 11 skipti. 115 útköll voru á fyrsta forgangi, […]

Óskað er eftir tilnefningum til menntaverðlauna Suðurlands 2023

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2023. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Tilnefningar skulu berast til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56, Selfossi, […]