Jafntefli stúlknanna á Akureyri

Þór/KA ÍBV

Leikur Þór/KA og ÍBV endaði með jafntefli, 1-1, á SaltPay vellinum á Akureyri kl. 14:00 í dag. Um er að ræða leik í 10. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Liðin voru nokkuð jöfn fyrir leik og sátu þau í 6. og 7. sæti deildarinnar. Lið þessi mættust síðast í 1. umferð deildarinnar þann 4. maí en […]

ÍBV mætir Gróttu á Hásteinsvelli

ÍBV Grótta

Karlalið ÍBV mætir Gróttu í Lengjudeildinni á Hásteinsvelli kl. 18.00 í dag. Um er að ræða 11. umferð deildarinnar. ÍBV situr í öðru sæti með 22 stig en Fram trónir á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 10 umferðir. Grótta hangir í 9. sætinu með 11 stig. Grótta á þó markahæsta leikmann deildarinnar, Pétur Theódór […]

„Gjört í Vest­manna­eyj­um“

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var staddur á Orkumótinu í Vestmannaeyjum í júní síðastliðnum. Hann var þar að hvetja son sinn til dáða sem keppti á mótinu. Á sama tíma staðfesti forsetinn 27 lög sem Alþingi hafði samþykkt. Undirritaði Guðni lögin föstudaginn 25. júní og er það tekið fram á skjölunum sem birst hafa í […]

Slegist um undirskriftir

Einkennismyndir undirskriftalista

Fréttavefurinn Eyjar.net flutti fyrstur fréttir af því að ritstjóri miðilsins hefði efnt til undirskriftalista gegn ákvörðun þjóðhátíðarnefndar að afbóka Ingólf Þórarinsson, Ingó Veðurguð, sem einn af listamönnum Þjóðhátíðar í ár eins og Eyjafréttir greindu einnig frá. Nú hefur þó annar undirskriftalisti bæst við til stuðnings ákvörðunar nefndarinnar. Undirskriftalistinn upprunalegi kom í kjölfar yfirlýsingar þjóðhátíðarnefndar þess […]

Undirbúningur atvinnustefnu

Í bæjarráði Vestmannaeyja fyrr í dag var til umræðu atvinnustefna Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi frá stöðu vinnu við gerð slíkrar stefnu. Fram kom að Hrafn Sævaldsson, sem verið hefur verkefnastjóri verkefnisins, hafi nú látið af störfum hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Í hans stað hafi Setrið ráðið Evganíu Kristínu Mikaelsdóttur sem verkefnastjóra. Mun hún nú koma […]

Goslokahátíðin á Instagram

Hin árlega Goslokahátíð fór fram síðustu helgi í Vestmannaeyjum. Margt var um manninn og ljóst að fólk sótti Eyjarnar heim. Mikið birtist af skemmtilegum myndum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér má sjá nokkrar þeirra sem teknar voru á Goslokum og sýnlegar almenningi. View this post on Instagram A post shared by Tónafljóð (@tonafljod.band) View this post […]

Ljósleiðaravæðing heldur áfram

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn voru rædd ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum. Fram kom að á fundi bæjarráðs hefðu framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmaður tölvudeildar gert grein fyrir undirbúningi ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Vestmannaeyja. Tillaga um undirbúning einkahlutafélags um ljósleiðaravæðinguna var samþykkt samhljóða með atkvæðum allra flokka í bæjarstjórn. Í samantekt starfsmanna var að finna frumkostnaðaráætlun, upplýsingar […]

Flamenco í Vestmannaeyjum

Flamenco á Íslandi!

Flamenco sýning verður haldin í Alþýðuhúsinu Vestmannaeyjum sunnudagskvöldið 11. júlí. Verkefnið Flamenco á Íslandi er að fara fram í þriðja skiptið. Flamenco sýningar verða haldnar víða um land með íslenskum og spænskum listamönnum. Tilefni sýninganna er útgáfa fyrstu íslensku Flamenco hljóplötunnar sem Reynir Hauksson gaf út í fyrra. Sýningarnar áttu að fara fram síðasta vor […]

Umdeildur undirskriftalisti

Ritstjóri Eyjar.net og fyrrverandi formaður þjóðhátíðarnefndar, Tryggvi Már Sæmundsson, tilkynnti í gær á fréttavef sínum að hann efndi til undirskriftalista til stuðnings Ingó Veðurguð. Markmiðið er að fá þjóðhátíðarnefnd til þess að endurskoða ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson sem einn af skemmtikröfum hátíðarinnar í kjölfar sögusagna um kynferðisofbeldi. Allir helstu vefmiðlar landsins hafa fjallað […]

“Það er eðlilegt að okkur svíði”

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem bættist við hóp gagnrýnenda hlaðvarpsins “Eldur og Brennisteinn” í gær. Eyjafréttir höfðu greint frá því að Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri sveitarfélagsins, hefði gagnrýnt ummæli í þættinum harkalega í færslu sinni sem bar titilinn “Nú er mál að linni!”. Ástæða gagnrýninnar voru ljót orð sem þáttastjórnendur hlaðvarpsins, […]