Karlalið ÍBV mætir Gróttu í Lengjudeildinni á Hásteinsvelli kl. 18.00 í dag. Um er að ræða 11. umferð deildarinnar.
ÍBV situr í öðru sæti með 22 stig en Fram trónir á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 10 umferðir. Grótta hangir í 9. sætinu með 11 stig. Grótta á þó markahæsta leikmann deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, sem skorað hefur 13 mörk allt í allt. Jose Enrique Seoane Vergara, leikmaður ÍBV hefur þó skorað 9 mörk. ÍBV hefur unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst