Bæjarstjórn í beinni

1595. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í fundarsal Ráðhúss, 22. júní 2023 og hefst hann kl. 17:00 Hægt verður að nálgast beint streymi af fundinum hér fyrir neðan: https://www.youtube.com/watch?v=_swP5cxDhU4   Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 201810114 – Umræða um heilbrigðismál 3. 202306008 – Deiliskipulag Malarvöllur og Langalág Fundargerðir til staðfestingar […]

Britney Cots gengin til liðs við ÍBV

Rétthenta skyttan Britney Cots hefur samið við ÍBV. Britney er gríðarlega kröftugur leikmaður sem gengur til liðs við ÍBV frá Stjörnunni. “Við erum mjög ánægð með að Britney hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur og hlökkum til að sjá hana inná vellinum,” segir meðal annars í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)

Mæta spútník liðinu í dag

Það er heil umferð í Bestu deild kvenna í kvöld. Spútník lið deildarinnar, FH, fær ÍBV í heimsókn en FH hefur unnið þrjá sterka sigra í röð og er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Lið FH er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar en ÍBV í því níunda og næst neðsta en bæði lið hafa leikið […]

„Bjargvættur í vesti“ fyrir áhafnir allra skipa VSV

Björgunarvestum með AIS-senditækjum til GPS-staðsetningar hefur verið komið um borð í skip Vinnslustöðvarinnar, ætluðum öllum í áhöfnum þeirra til aukins öryggis á sjó. Sjálft senditækið lætur lítið yfir sér en getur ráðið úrslitum um farsæla björgun ef sjómaður fellur útbyrðis. Það er fest í björgunarvesti og innan 15 sekúndna frá því maður er kominn í […]

Rauðátuverkefnið – Fékk 20 milljóna styrk

„Það er mikil viðurkenning fyrir Þekkingarsetrið og Vestmannaeyjar í heild að fá 20 milljóna króna styrk til rauðátuverkefnisins frá Rannís og Tækniþróunarsjóði. Á vormisseri bárust sjóðnum 422 umsóknir og ákvað stjórnin að ganga til samninga um 84 verkefni á árinu fyrir ríflega 1.4 milljarða króna. Glæsilegt að vera í þeim pakka. Stuðningur sjóðsins til verkefnanna […]

Erum að kroppa ágætlega á Víkinni

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í Þorlákshöfn sl. laugardag. Aflinn var mest þorskur og ýsa en einnig var dálítið af ufsa og löngu. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að aflast hafi jafnt og vel í veiðiferðinni. „Við vorum að veiðum á Péturey og Vík, tókum eitt hol á Höfða og […]

Ný sorpílát kosta á sextándu milljón

Kubbur Sorp

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði í vikunni sem leið meðal efnis var breyting á fyrirkomulagi sorphirðu. Fram kom að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leitaði eftir tilboðum í tvískipt sorpílát vegna breytinga á sorphirðu. Alls bárust 2 tilboð. Íslenska gámafélagið 15.624.000 kr. Terra 20.568.624 kr. Í niðurstöðu sinni samþykkyi ráðið að taka tilboði Íslenska gámafélagsins og fól […]

TM mótið – Breiðablik sigurvegari

Það var lið Breiðabliks sem tryggði sér TM móts bikarinn eftir sigur á liði Selfoss í úrslitaleik á Hásteinsvelli á sjálfan Þjóðhátiðardaginn 17. júní. Það var allt í járnum lengi framan af og liðin skiptust á að sækja en það var Yasmin Ísold Rósa Rodrigues sem braut ísinn í síðari hálfleik og skoraði með glæsilegu […]

Ungt tónlistarfólk í fremstu röð heimsótti Eyjar

Hin virta YCO, Youth Chamber Orchestra, strengjasveit ungmenna frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum hélt glæsilega tónleika í Eldheimum í gær. Á efnisskránni voru þættir úr strengjakvartettum, píanótríóum og kvintettum eftir Beethoven, Brams, Grieg, Mendelsohn og Schubert. Einnig var leikið verkið “Islands” en Snorri Sigfús Birgisson samdi verkið fyrir YCO og tileinkaði það stjórnanda hljómsveitarinnar Aaron Picht. Verkið […]

Páll Óskar og Birnir bætast í hóp listamanna í Herjólfsdal

Áfram bætist í glæsilega dagskrána í Herjólfsdal – Páll Óskar og Birnir eru staðfestir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. “Það stefnir í stórkostlega hátíð enda dagskráin aldrei verið betri,” segir í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd. Dagskrá: Bríet, Friðrik Dór, Stjórnin, Klara Elías, Emmsjé Gauti, XXX Rottweiler, Una Torfa, Jóhanna Guðrún, Diljá, Jón Ólafsson ásamt Hildi Völu, Birni […]