Fella niður leikskólagjöld vegna verkfalls

Bæjarráð tók fyrir á fundi sínum í vikunni minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um ósk nokkurra foreldra barna á leikskólanum Kirkjugerði um að fella niður leikskólagjöld og fæðiskostnað þann tíma sem börnin eru heima vegna verkfalls félagsmanna í Stavey. Verkföllin hófust mánudaginn 22. maí sl. og hafa áhrif á leikskólavistun barna, þó mismikið. Bæjarráð samþykkir […]
Kiwanis, Oddfellow og Líkn færðu HSU rausnarlega gjöf

Í dag afhentu félagasamtök í Vestmannaeyjum Heilbrigðisstofnun Suðurlands bilirubin-mæli að gjöf en það voru ljósmæður á HSU sem tóku formlega á móti gjöfinni. Mælirinn nýtist til mælingar á gulu í ungabörnum og eykur þar með öryggi og þjónustu við nýbura í Vestmannaeyjum og fjölskyldur þeirra. Það eru Kiwanis, Oddfellow og Líkn sem standa að þessari […]
ÍBV sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ

Verðlaunahóf HSÍ fór fram í Minigarðinum í dag. Kosið var um það eftir að deildakeppninni í vor lauk hverjir hverjir hefðu skarað fram úr á leiktíðinni, eða sem sagt áður en að úrslitakeppnin hófst. Leikmenn ÍBV voru áberandi á meðal sigurvegara. Hinn 35 ára gamli Rúnar Kárason, hægri skytta ÍBV í vetur, var hins vegar […]
Hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi

Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs í gær en ráðið ræddi stöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Bæjaryfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Bæjarráð telur að heilbrigðisyfirvöld og yfirstjórn HSU sýni sérstöðu stofnunarinnar í Vestmannaeyjum, m.a. vegna landfræðilegrar legu, ekki nægilegan skilning og ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi […]
Framkvæmdastjórinn hefur gengið í flest störf í Godthaab/Leo Seafood

„Ég vann við uppbyggingu fiskvinnsluhús Godthaab í Nöf á sínum tíma, hef haldið mig á sama stað allar götur síðan þá og gengið í flest störf. Byrjaði á frystitækjunum, sá um launaútreikning um tíma, sinnti innkaupum á hráefni og umbúðum og kom víðar við í rekstrinum. Starfsemina þekkti ég því mjög vel þegar ég tók […]
Árni Johnsen er látinn

Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður lést um kvöldmatarleytið í gær 79 ára að aldri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Eftirlifandi kona hans er Halldóra Filippusdóttir, fyrrum flugfreyja. Sonur Árna og Halldóru var Breki sem er látinn. Halldóra átti Hauk A. Clausen en hann og Breki létust með stuttu millibili árin 2017 og 2018. Fyrir átti Árni […]
Lokahóf yngriflokka í handbolta

Sl. föstudag fóru fram lokahóf hjá 5.-8. flokkum í handbolta, farið var í leiki í íþróttahúsinu, teknar myndir með bikurum meistaraflokkanna og grillaðar pylsur. Handboltaveturinn gekk mjög vel og tóku iðkendur þátt í Íslandsmótum, bikarmótum og dagsmótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi. ÍBV þakkar iðkendum fyrir að vera í framlínunni […]
Komust einfaldlega að réttri niðurstöðu

Viðbrögð Sigurgeirs B. Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra VSV, við tíðindum dagsins: „Kjarni þessa máls er sá að við lifum í réttarríki og gott er til þess að vita. Það er skýr niðurstaða dómsins að ríkið verði að fara að lögum. Ríkisvaldið færði öðrum fyrirtækjum makrílkvóta en þeim sem lög kváðu á um. Brotaviljinn var einbeittur í tíð […]
Vinnslustöðin og Huginn höfðu betur

„Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ríkið til greiðslu hátt í tveggja milljarða króna skaðabóta í tveimur málum sem Huginn VE-55 og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ráku vegna tjóns, sem útgerðirnar urðu fyrir við útgáfu makrílkvóta á liðnum áratug. Útgerðirnar byggðu kröfur sínar á því að ríkið væri skaðabótaskylt, þar sem ranglega hefði verið staðið að úthlutun […]
Kveikjum neistann, frábærar niðurstöður

Kveikjum neistann rannsóknar- og þróunarverkefnið við Grunnskóla Vestmannaeyja er byggt á sterkum rannsóknum og kenningum virtra fræðimanna um nám og færniþróun. Það er Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við HÍ, með aðkomu SA, sem leiðir verkefnið en þar er prófessor Hermundur Sigmundsson ábyrgðarmaður. Nú liggja fyrir niðurstöður í lestrarfærni og það má með sanni segja […]