Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs í gær en ráðið ræddi stöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Bæjaryfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Bæjarráð telur að heilbrigðisyfirvöld og yfirstjórn HSU sýni sérstöðu stofnunarinnar í Vestmannaeyjum, m.a. vegna landfræðilegrar legu, ekki nægilegan skilning og ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi þess að sérstakur rekstrarstjóri stofnunarinnar verði staðsettur í Vestmannaeyjum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur sjúkradeild, heilsugæslu og hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum og því er mikil þörf á slíkri stöðu í Vestmannaeyjum.
Bæjarstjóri hefur komið þessum áhyggjum á framfæri við heilbrigðisráðherra og forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst