Leikur tvö í úrslitaeinvíginu- upphitun hefst 14

Kl 16 fer fram annar leikur íbv og vals í úrslitum í handboltanum. Upphitun fyrir stuðningsmenn verður frá klukkan 14:00 fyrir utan aðalinngang Íþróttamiðstöðvarinnar. Grillaðir hamborgarar og svalandi drykkir til sölu. Hoppukastalar fyrir krakkana og svo spilar DJ Enok til að koma fólki í gírinn. Þeir sem pöntuðu ’91treyju og áttu eftir að nálgast hana […]

Harmóníkutónleikar í Landakirkju

Á miðvikudaginn verða norsk-íslenskir harmóníkutónleikar í Landakirkju. Ásta Soffía og Kristina, sem skipa Storm Duo, ólust báðar upp umvafnar þjóðlagahefð, hinni hefðbundnu harmóníkutónlist og við klassíska tónlist. Þær skoða menningartengslin á milli sinna heimasvæða (norður Íslands og vestur Noregs) í gegnum harmóníkuna. Þær leika á tónleikunum norska og íslenska þjóðlagatónlist og harmóníkutónlistina sem naut svo […]

Jæja jæja…

Hvað segist, gott fólk? Eigum við að halda áfram að ræða um ketti? Tja, hvers vegna ekki? Alla vega er ekki vanþörf á, svo mikið er víst. Fyrri grein mín fór víða og vakti umtal, enda brennur þetta á mörgum landanum. Sumir hafa eflaust fyrst við, eins og gengur, sannleikanum verður jú hver sárreiður, en […]

Hollvinur Eyjanna

Myndir af starfsfólki Auglýsingardeildar

Eftir kosningar, eins og eftir flesta aðra viðburði og eða keppnir, er gott að staldra aðeins við og skoða hlutina og reyna að gera það á gagnrýnan og heiðarlegan hátt. Ég er sjálfstæðismaður, það vita sennilega einhverjir.  Fyrir kosningar heyrðust margir ræða um þátt Gríms Gíslasonar í kosningabaráttu flokksins og kvað svo rammt að þessu […]

Fréttatilkynning frá Eyjalistanum og Fyrir Heimaey

Eyjalistinn og Fyrir Heimaey munu áfram mynda meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili.  Málefnasamningur þar að lútandi var undirritaður í Eldheimum í dag. Fjölskyldu- og fræðslumál verða áfram í forgangi; samhliða ábyrgum rekstri og fjárfestingu í innviðum samfélagsins. Sömuleiðis verður lögð áhersla á að veita bæjarbúum framúrskarandi þjónustu.   Samkomulag er um að Íris […]

Viðræðum að ljúka hjá E og H lista- tilkynning væntanleg

Sl. viku hafa E og H listi fundað um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Þær viðræður hafa gengið vel og í samtali við mbl.is segir Njáll Ragnarsson oddviti E-listans að það sé áfram­hald­andi áhersla á skóla- og fjöl­skyldu­mál, byggja upp innviði fyr­ir alla íbúa, sér­stak­lega barna­fólk og innviði í skól­un­um sem er aðaláhersl­an og var aðaláhersl­an síðustu fjög­ur […]

Biskup Íslands vísiterar í Vestmannaeyjum um helgina

Næstkomandi helgi mun biskup Íslands, fr. Agnes M. Sigurðardóttir, heimsækja Vestmannaeyjar eða vísitera eins og það er gjarnan kallað. Mun biskup ásamt fylgdarliði eiga fund með prestum og sóknarnefnd Landakirkju auk þess að heimsækja Hraunbúðir. Vísitasían byrjar á laugardag og endar með heimsókn á Hraunbúðir um hádegisbil á sunnudeginum. Í tilefni vísitasíunar munu prestar Landakirkju […]

Frábær sigur hjá stelpunum okkar

Kvennalið ÍBV í fótbolta gerði afar góða ferð í Kópavoginn nú í kvöld þegar liðið heimsótti Breiðablik. Á 13. mínútu leiksins skoraði Júlíana Sveinsdóttir fyrir ÍBV með stórglæsilegu marki, með skoti langt fyrir utan teig. ÍBV er í 7. sæti deildrinnar með 7 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Þór/Ka, á Hásteinsvelli á mánudaginn klukkan […]

Hálft í hvoru á 70 ára afmæli Gísla Helgasonar í Eldheimum

HÁLFT Í HVORU á 70 ára afmæli Gísla Helgasonar í ELDHEIMUM á nk. laugardagskvöld 21. maí kl. 21:00 Hálft í hvoru voru tíðir og vinsælir gestir í Eyjum um aldamótin. Þeir rifjuðu svo upp gamla takta fyrir nokkrum árum og höfðu engu gleymt. Þeir áttu m.a. vinsælt þjóðhátíðarlag og goslokalag. Nú er okkar ástsæli lagasmiður […]

Skipstjóri Herjólfs og kona hans hyggjast kæra

Mannlíf greinir frá því í dag að annar tveggja skipstjóra Herjólfs og eiginkona hans hafa ákveðið að fara í mál við þá sem hafa dreift skjáskoti, sem er af að því er virðist einkasamskiptum á Messenger-spjallforritinu og ætla má að sé á milli eiginkonu skipstjórans og trúnaðarvinkonu hennar. Í skjáskotinu, sem Mannlíf hefur undir höndum, […]