Felldu tillögu um að kanna vinnuvernd starfsmanna

Í gærkvöldi fór fram fundur í Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Til umræðu var m.a. starfshættir kjörinna fulltrúa. Í þeirri umræðu lagði Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi fram tillögu um að hlutlausum aðila yrði falið að taka út vinnustaðamenningu á skrifstofum sveitarfélagsins með það að markmiði að kanna fylgni við reglugerð um einelti, kanna skilvirkni ferla um einelti og […]

Vestmannaeyjabær

Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og […]

Í deild hinna bestu á ný

Eyjamenn sigruðu Þrótt á Hásteinsvelli í dag 3-2. Mörk ÍBV skoruðu Guðjón Pétur Lýðsson, Seku Conneh og Ísak Andri Sigurgeirsson. Með sigrinum tryggði lið ÍBV sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári. Rúmlega 500 manns voru á Hásteinsvelli í dag sem verður að teljast með betra móti. Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV hefur átt […]

Frambjóðendur Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í heimsókn í Eyjum

Frambjóðendur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs voru í heimsókn í Vestmannaeyjum sl. fimmtudag. Þau heimsóttu ýmis fyrirtæki, stór og smá og kynntu sér starfsemi þeirra. Þá spjölluðu þau og hlustuðu á raddir Eyjafólks víða um bæinn, við verslanir og á öðrum stöðum þar sem fólk kemur saman. Frambjóðendurnir fengu afar góðar móttökur, bæði hjá fyrirtækjunum sem þau […]

10 mánaða vetur á þjóðveginum til Eyja

Undarlegt rugl með áætlun Herjólfs Vetraropnun tók gildi á þjóðveginum til Eyja 1. september sl. Þegar að tekin var í gagnið áætlun sem stjórnendur Herjólfs ohf. kalla vetraráætlun. Svokölluð sumaráætlun hafði þá verið í gildi frá 1. Júní eða í heila 3 mánuði. Það er óneitanlega svolítið sérstakt að sjá, það sem að ég vil […]

Ísfélagið og VSV afhenda nýtt höggbylgjutæki

Í vikunni var tekið í notkun nýtt höggbylgjutæki hjá sjúkraþjálfurunum í Eyjum. Tækið er fjármagnað af Ísfélaginu og Vinnslustöðinni og er ætlað til notkunar hér í Eyjum fyrir skjólstæðinga sjúkraþjálfaranna. Tækið kemur til með að nýtast fjölmörgum einstaklingum sem glíma t.d við taugaskaða, spasma, stoðkerfisvanda, vöðvaspennu ofl.og mun án efa hafa jákvæð áhrif. Með framlagi […]

Leita skútu sem fór frá Eyjum fyrir mánuði

Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni og hefur ekkert spurst til hans frá því hann hélt frá Vestmannaeyjum fyrir tæpum mánuði. Takmarkaður fjarskiptabúnaður er um borð í skútunni, sem ber heitið Laurel, og enginn ferilvöktunarbúnaður. […]

Hraðahindranir á Heimagötu

Ökumenn sem farið hafa um Heimagötu í dag og í gær hafa tekið eftir því að búið er að koma fyrir hraðatakmarkandi þrengingum í götunni, annars vegar hjá KFUM & K húsinu og hins vegar hjá Ásgarði. Ábendingar hafa komið frá íbúum í götunni um hraðakstur og ætla má að sé verið að koma til […]

Þögn formanns þrúgandi

Kristín Hartmannsdóttir

Eyjafréttir greindu frá því fyrr í þessum mánuði að Andrés Þorsteinn Sigurðsson yfirhafnsögumaður hafi sagt starfi sínu hjá Vestmannaeyjahöfn lausu. Ástæðan var meint einelti og framkoma bæjarstjóra í hans garð sem hann tilgreindi sérstaklega í uppsagnarbréfi. Andrés greindi svo nánar frá málinu í grein sem hann ritaði og sendi til birtingar á vef Eyjafrétta. Í […]

Gerði það sem allir hefðu gert

Fyrirliði ÍBV í fótbolta, Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína á vellinum í sumar og á stóran þátt í gengi liðsins. Í síðustu viku hlaut Eiður einnig lof fyrir viðbrögð sín í toppslagnum gegn Kórdrengjum þegar leikmaður Kórdrengja hlaut höfuðáverka eftir samstuð og lá rotaður eftir. Andartaki síðar var Eiður kominn […]