Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Fátækt eldri borgara Fátækt meðal eldra fólks er raunverulegt og […]

Námið stendur ekki í stað – Hefur þróast með hverju árinu

„Ég er að ljúka þremur góðum árum hérna núna. Ég kannast þó aðeins við að útskrifast, ég lauk námi á félagsvísindabraut haustið 2020. Þá var hins vegar engin formleg útskrift, vegna COVID,“ sagði Sigurður Ragnar Steinarsson útskriftarnemi sem ávarpaði gesti á skólaslitunum fyrir hönd nemenda. „Þessi ár hafa kennt okkur margt. Ábyrgð, þrautseigju og ekki […]

Dagur gleði, þakklætis og framtíðar

Útskriftarræða skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum á skólaslitum haustannar „Ágætu áheyrendur, kæru útskriftarnemar, fjölskyldur, vinir og samstarfsfólk. Í dag er dagur gleði og þakklætis. Við kveðjum hóp fólks sem hefur lokið mikilvægu verkefni hér í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og er nú tilbúið að taka næstu skref út í samfélagið. Þetta er dagur til að fagna áfangasigri – […]

Nítján útskrifuðust af sex mismunandi brautum

Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið föstudaginn 19. desember. Alls útskrifuðust 19 nemendur af sex mismunandi brautum. Yfir 270 nemendur stunduðu nám við skólann á önninni, á ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum. „Ágætu áheyrendur, kæru útskriftarnemar, fjölskyldur, vinir og samstarfsfólk. Í dag er dagur gleði og þakklætis. Við kveðjum hóp fólks sem hefur lokið mikilvægu […]

Söguleg önn og öflugt skólastarf

FÍV hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 – Áhersla var lögð á vellíðan og samfélagslega ábyrgð „Haustönnin sem nú er að ljúka var ein af þessum önnum sem maður finnur í maganum að hafi verið öflug, með krafti í nemendum og miklu lífi í skólanum, bæði í kennslustundum og utan þeirra,“ sagði Thelma Björk Gísladóttir, aðstoðarskólameistari Framhaldsskólans í […]

Jólalögin sungin af hjartans list í Landakirkju

Það var mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar slógu saman með kirkjugestum í einni allsherjar söngveislu. Sungin voru þekkt jólalög og jólasálmar.  Það voru Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja sem leiddu sönginn, ýmist einir og sér eða í einum allsherjar kór. Landakirkja var þétt setinn, prestur var séra Viðar Stefánsson og sameinuðust allir í […]

Sjáumst syngjandi í kirkjunni okkar

Það verður mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar mæta til leiks og bjóða kirkjugestum að syngja með í þekktum jólalögum og jólasálmum.  Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennkór Vestmannaeyja leiða og styðja söng. Á Fésbókarsíðu Landakirkju segir:  Hefur þig langað til að syngja jólalögin en tækifærin hafa verið að skornum skammti? – Hefur þig langað að njóta þess að syngja […]

Betra að gera engan samning en slæman

Fólk nær mánaðarlaununum sínum á tæpum fimm dögum á vöktum í makríl – Samið af láglaunafólkinu án samtals eða samráðs við það „Við erum öflugt samfélag hér í Eyjum, vinnum myrkranna á milli, sköpum gífurleg verðmæti og skatttekjur til samfélagsins og ætlum að gera það áfram. Látið okkur í friði,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags […]

Ævintýri í Hrauney

Hrauney

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í félagsmálum. Óli segir frá […]

Nítján útskrifuðust á haustönn

 Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið í dag. Alls útskrifuðust 19 nemendur af sex mismunandi brautum. Yfir 270 nemendur stunduðu nám við skólann á önninni, á ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum. Haustönnin er söguleg því Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025. „Það er viðurkenning sem vegur þungt – ekki bara fyrir skólann, heldur fyrir allt skólasamfélagið: […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.