Frönsk útgáfa á Tyrkjaránssögum

Karl Smári Hreinsson Nú fyrir skömmu kom út frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar ásamt öðrum samtímaheimildum um Tyrkjaránið á Íslandi. Bókin er langítarlegasta verk sem gefið hefur verið út umTyrkjaránið frá því að Sögufélagið gaf út bókina Tyrkjaránið á Íslandi á árunum 1906-1909. Þýðinguna gerðu Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols en þeir […]
Puffin hlaupið í sól og blíðu

The Puffin Run, víðavangshlaupið vinsæla í Vestmannaeyjum fór fram í áttunda sinn í dag. Þar hlupu um 1600 manns 20 kílómetra leið um stórbrotið landslag Heimaeyjar með útsýni yfir eyjar og sund, ýmist sem einstaklingar, í tveggja manna boðhlaupi eða fjögurra manna liðum. Fjöldi manns kom að mótinu sem tíma- og brautarverðir og skemmtu sér […]
Kvennafrídagsins minnst á 1. maí

Drífandi stéttarfélag fagnaði 1. maí í Akóges þar sem þess var sérstaklega minnst að í ár eru 50 ár liðin frá Kvennafrídeginum. Vel var mætt og margt í boði, bæði í orði og tónum auk veglegra veitinga. Guðný Björk Ármannsdóttir, brottflutt Eyjakona flutti ávarp dagsins þar sem 50 ára afmæli Kvennafrídagsins var meginþemað. Tekið var […]
Öflug sveit kölluð til hjá ÍBV -B

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, sem á og rekur ÍBV -B kallaði til blaðamannafundar í Gofskálanum 1. maí. Þar greindi hann frá helstu áherslum fyrir næsta tímabil og hverja hann hefur kallað til leiks og starfa. Er valinn maður í hverju rúmi og verður áhugavert að fylgjast með liðinu á komandi tímabili. Þá sem hann nefndi eru […]
Eló er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025!

Það var Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs sem kynnti valið og skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur létt og skemmtileg lög þegar tilkynnt var um bæjarlistamann ársins í Eldheimum í morgun. Eló – Elíasabet Guðnadóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025! Elísabet Guðnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1999 og ólst þar upp umvafin tónlistarlífi fjölskyldu sinnar. Hún lærði á hljóðfæri í […]
Sandra og Daníel Þór semja við ÍBV

Handknattleiksparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þau hafa bæði leikið í Þýskalandi síðustu ár, Sandra með Tus Metzingen og Daníel með HBW Balingen-Weilstetten. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Bæði eiga einnig að baki landsleiki fyrir Ísland en Daníel hefur leikið 39 A-landsleiki og […]
Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]
Matthías heldur tónleika í Hallgrímskirkju í dag

Eyjamaðurinn Matthías Harðarson lýkur einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og heldur að því tilefni tónleika í Hallgrímskirkju í dag klukkan 16.00. Á efniskránni eru verk eftir J. S. Bach, Mendelssohn, Cochereau, Fauré og Duruflé. Matthías hefur lokið mastersnámi í kirkjutónlist við konunglega tónlistarháskólann í Árósum. En áður hafði hann lokið BA- og kantorsnámi frá […]
Ákvæði í Jónsbók frá 1281 til bjargar?

Framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nefndin sé ekki að taka afstöðu til einstakra krafna þrátt fyrir að nefndin telji að ríkið eigi almennt ekki tilkall til þeirra eyja og skerja sem fyrir landi liggja og eru innan tveggja kílómetra fjarlægðar frá fastalandinu. Eins og áður hefur komið fram hefur nefndin […]
Hreggviður Óli heimsmeistari í GÚRKU

Heimsmeistaramótið í Gúrku var haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í gær. Mótið var í boði Vina Ketils bónda og voru 75 þátttakendur skráðir til leiks. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vinanna. Heimsmeistari í GÚRKU árið 2025 er Hreggviður Óli Ingibergsson og er hann jafnframt fyrsti heimsmeistarinn á þessu sviði. Við óskum Hregga til hamingju með […]