Jólalögin sungin af hjartans list í Landakirkju

Það var mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar slógu saman með kirkjugestum í einni allsherjar söngveislu. Sungin voru þekkt jólalög og jólasálmar.  Það voru Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja sem leiddu sönginn, ýmist einir og sér eða í einum allsherjar kór. Landakirkja var þétt setinn, prestur var séra Viðar Stefánsson og sameinuðust allir í […]

Sjáumst syngjandi í kirkjunni okkar

Það verður mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar mæta til leiks og bjóða kirkjugestum að syngja með í þekktum jólalögum og jólasálmum.  Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennkór Vestmannaeyja leiða og styðja söng. Á Fésbókarsíðu Landakirkju segir:  Hefur þig langað til að syngja jólalögin en tækifærin hafa verið að skornum skammti? – Hefur þig langað að njóta þess að syngja […]

Betra að gera engan samning en slæman

Fólk nær mánaðarlaununum sínum á tæpum fimm dögum á vöktum í makríl – Samið af láglaunafólkinu án samtals eða samráðs við það „Við erum öflugt samfélag hér í Eyjum, vinnum myrkranna á milli, sköpum gífurleg verðmæti og skatttekjur til samfélagsins og ætlum að gera það áfram. Látið okkur í friði,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags […]

Ævintýri í Hrauney

Hrauney

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í félagsmálum. Óli segir frá […]

Nítján útskrifuðust á haustönn

 Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið í dag. Alls útskrifuðust 19 nemendur af sex mismunandi brautum. Yfir 270 nemendur stunduðu nám við skólann á önninni, á ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum. Haustönnin er söguleg því Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025. „Það er viðurkenning sem vegur þungt – ekki bara fyrir skólann, heldur fyrir allt skólasamfélagið: […]

ÍBV í Knattspyrnubókinni 2025

Í bók Víðis Sigurðssonar íþróttafréttamanns á Morgunblaðinu, Íslensk knattspyrna 2025 er að finna áhugaverðar greinar þar sem ÍBV karla og kvenna í meistaraflokki koma við sögu auk yngri flokkanna. Karlarnir héldu sæti sínu í Bestu deildinni og konurnar endurheimtu sæti sitt eftir tvö ár í Lengudeildinni. Þeir voru nokkrir hápunktarnir hjá köllunum, m.a. sigur karlanna […]

Það er eitthvað mikið að í hagsmunagæslu fyrir Ísland

„Það ber margt að sama brunni í þessu máli. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtur utanríkisráðherra gera samning  án þess að ráðfæra sig að neinu marki við utanríkismálanefnd milli fjögurra ríkja, auk Íslands, Bretlands, Færeyja og Noregs, um skiptingu hlutdeildar í makríl,“ sagði Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi í ræðu á Alþingi um nýgerðan samning utanríkisráðherra um makrílveiðar. […]

Stjörnuleikurinn – Stærsti íþróttaviðburður Eyjanna

Hefðbundinn Stjörnuleikur í handknattleik verður í Íþróttamiðstöðinni á morgun, föstudag kl. 17.00. Þar mæta handboltastjörnur Eyjanna og takast á. Leikurinn var kynntur á blaðamannafundi á Einsa kalda á miðvikudaginn þar sem liðsskipan  var kynnt og hverjir taka að sér að stýra liðunum. Stjörnuleikurinn er styrktarleikur eins og venjulega og rennur allur ágóði til Downsfélagsins. Þetta er einn stærsti íþróttaviðburður […]

Farið yfir lífshlaupið í maraþoni í Valencia

Í Vestmannaeyjum hefur hlaupamenning verið hratt vaxandi undanfarin ár, Puffin Run nýtur sívaxandi alþjóðlegra vinsælda, hlaupahópurinn Eyjaskokk er áberandi og stýrir ofurhlauparinn Friðrik Benediktsson skipulögðum hlaupaæfingum ásamt því að fjölmargir áhugahlauparar finnast víða skokkandi um Eyjuna þvera og endilanga. Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Sindri Ólafsson eru áhugahlauparar sem hafa í gegnum tíðina stundað útihlaup nokkuð reglulega og tekið oft þátt […]

Samningurinn fái eðlilega og gegnsæja umfjöllun á þingi

„Þetta kom mér í opna skjöldu. Það skortir upplýsingar um forsendur samkomulagsins, af hverju Ísland gaf eftir aflahlutdeild, af hverju fallist var á löndunarskyldu í Noregi, áhrifamat niðurstöðu samkomulags fyrir Ísland og hver eru næstu skref varðandi aðra samningsaðila sem vantar inn í samkomulagið,“ segir Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi um nýgerðan samnings […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.