Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna

Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins […]
Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Silja Bára sat í stjórn félagsins frá árinu 2018 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún […]
Heimsklassa Gin þar sem vindar og veður ráða för

„Ég er stofnandi Ólafsson Gin sem er vinsælasta Gin á Íslandi en hætti þar öllum daglegum afskiptum árið 2021. Hef þó verið með annan fótinn í áfengisbransanum og velt fyrir mér hvað sniðugt er hægt að gera. Hef ferðast um heiminn og kynnt íslenskt Gin og er alltaf spurður að því hvað sé svona sérstakt […]
Lýðræði mælt í fjölda funda?

Það var vel til fundið hjá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, bæjarfulltrúa, að taka saman hvernig fjöldi funda og mála hinna fjögurra fagráða bæjarins, auk bæjarráðs, hafi verið 2019 samanborið við 2024. Gott og hollt er að velta því fyrir sér hvort þróunin sé jákvæð eða neikvæð og þetta er ágætt innleg í vinnu sem er hafin […]
Áhrifin verði metin og hækkunin innleidd í skrefum

Önnur fyrirtæki gætu þurft að taka stórar ákvarðanir um breytingar í rekstrinum með því að draga úr fjárfestingum og segja upp fólki. Á þetta bæði við minni og stærri fyrirtæki. Á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum var Róbert Ragnarsson meðal frummælenda. Hann er ráðgjafi hjá KPMG, stjórnmálafræðingur og fyrrum bæjarstjóri í Grindavík […]
Tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi

„Miðlægur gagnagrunnur – Fiskimjöl og lýsi hlýtur 3 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði. Styrkurinn er fyrsti styrkur til Félags uppsjávariðnaðarins og markar tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi,“ sagði Grettir Jóhannesson, nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins með aðsetur í Vestmannaeyjum. „Í dag eru niðurstöður efnagreininga á fiskimjöli og lýsi ekki nýttar til fulls. Með gagnagrunninum […]
Tuttugu prósent af hækkun veiðigjaldsins fellur til í Eyjum

Eigum við þá að gera ráð fyrir því, ekki að það skipti máli í samhenginu, að það hafi verið Viðreisn sem vildi ganga lengst og fara aðra leið en Samfylkingin? „Ég ætla bara að taka fyrir tvo umræðupunkta. Annars vegar hagsmuni Vestmannaeyjabæjar og þar með Eyjamanna sem hér eru í húfi. Hins vegar að fara […]
Bikaróður Eyjamaður – Draumaliðið

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, Bikaróður Eyjamaður á sér sitt draumalið í handboltanum og þar er bara pláss fyrir þá bestu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann boðaði til á annan í hvítasunnu þar sem hann kynnti líka nýja stjórn hjá ÍBV-B. Ísak Rafnsson er nýr þjálfari ÍBV-B og aðstoðarmaður hans er Þorkell Rúnar. Formaður er […]
Viljum ekki verða jaðarsettur hópur á framfærslu höfuðborgarinnar

– Það er mikið undir, framtíð barnanna á landsbyggðinni. Viljum við hafa góð störf, lifa góðu lífi eða viljum við að hagkerfi landsbyggðarinnar verði að nýlenduhagkerfi og við verðum einhver jaðarsettur hópur, þar sem efnahagslegur vöxtur er ekki til staðar, og verðmætin flytjist öll til höfuðborgarinnar? „Vandamálið í fjármálum ríkisins er ekki á tekjuhliðinni, heldur […]
Skipalyftan – Óvissan er alltaf verst

Ráðstefna Eyjafrétta um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Mig langar að skýra aðeins frá áhrifum á Skipalyftuna. Breytingar þær sem eru fyrirhugaðar á veiðigjöldum koma til með að hafa áhrif á fyrirtæki sem byggja þjónusta sína á viðskiptum við sjávarútvegsfyrirtæki. Er Skipalyftan í þeim hópi,“ sagði Stefán Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipalyftunnar á ráðstefnu Eyjafrétta í Akóges um veiðigjaldafrumvarp […]