Ráðhúsið opið viðskiptavinum

Stjórnsýslu- og fjármálasvið (bæjarskrifstofan) hefur komið sér fyrir og hafið starfsemi í Ráðhúsinu. Frágangur á 2. og 3. hæð er langt kominn, en eftir er að mála húsið að utan og ljúka framkvæmdum á 1. hæð hússins, þar sem umhverfis- og framkvæmdasvið (tæknideildin) verður staðsett. Búið er að koma fyrir rampi að öðrum af tveimur […]

Íslandsbanki gefur LV annað málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur

„Á síðasta ári áttu sér stað breytingar á eignarhaldi Íslandsbanka og varð bankinn þá ekki lengur í einkaeigu ríkisins. Stjórn Íslandsbanka ákvað af þeim sökum að gefa hluta listaverkasafns bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Þegar ákvörðun bankans var kynnt voru nokkur listaverk gefin völdum söfnum og fékk Listasafn Vestmannaeyja við það tækifæri […]

Rauðátuverkefnið fékk 9,8 milljóna styrk úr Lóusjóðnum

Setrid

„Þetta er mikil viðurkenning á því sem við höfum verið að gera í rannsóknum á rauðátu og möguleikum á vinna úr henni verðmætar afurðir. Verkefni sem vekur ekki bara athygli hér á landi, vísindamenn víða um heim beina nú sjónum sínum að Vestmannaeyjum,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann fékk þær fréttir rétt […]

Kubuneh styrkir fótboltalið í Kubuneh

Kubuneh-Allir skipta máli rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Til að fjármagna reksturinn er félagið með verslun í Vestmannaeyjum með sama nafni og selur, notaðan, „second hand” fatnað. Hjónin  Þóra Hrönn og Daði Páls, sem eiga og reka verslunina láta sér fátt óviðkomandi sem getur bætt líf fólks í Kubuneh og nágrenni. Heilsugæslan þjónar […]

ÍBV enn á botninum eftir tap á Akureyri

Enn situr ÍBV sem fastast á botni Bestu deildar karla eftir 4:3 tap á móti KA á Akureyri. Eyjamenn áttu fyrsta markið sem José Sito skoraði á sjöttu mínútu. Þá skoruðu Norðanmenn tvö mörk og komust yfir en á 21. mínútu var Sito aftur á ferðinni og jafnaði 2:2 úr víti. Það var svo í […]

Ísleifur landaði og Huginn á landleið

Íslenski makrílflotinn er  að veiðum í Smugunni, mjög djúpt undan Austurlandi. Nú eru fimm Eyjakip á miðunum, Heimaey VE, Sigurður VE og Álsey VE sem eru í eigu Ísfélagsins. Skip Vinnslustöðvarinnar, Gullberg VE og Kap VE eru á miðunum en Huginn VE er á landleið með 1000 tonn og Ísleifur VE er á leið á […]

Ísleifur með 700 tonn af makríl

Klukkan fimm í dag er Ísleifur VE væntanlegur með 700 tonn af makríl sem fékkst í Smugunni austur af landinu. Áður höfðu Ísleifur og Huginn VE, sem báðir eru í eigu Vinnslustöðvarinnar leitað að makríl á svæðinu við Eyjar en lítið fundið. Þetta er því fyrsti alvöru makrílfarmurinn sem berst til Eyja á þessari vertíð. […]

Símamótið – Tólf lið og 80 stelpur frá ÍBV

Um 80 stelpur frá Eyjum eru mættar á Símamótið sem var sett á Kópavogsvelli í kvöld. ÍBV sendir 12 lið til leiks að þessu sinni. Mótið er fyrir 5. til 8. flokk kvenna. Metþátttaka er á mótinu eða um 3000 stelpur. Leikið er svipað fyrirkomulag og venjulega þar sem raðað er í riðla eftir styrkleika. […]

Samhljóða bæjarstjórn krefst úrbóta í heilbrigðismálum

Staðan í heibrigiðsmálum var meðal þess sem rætt var á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, fór yfir stöðu mönnunar í grunnheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Fram kom að staðan sé alvarleg á landsbyggðinni, þar sem illa hefur gengið að manna stöður heilbrigðisstarfsfólks á heilsugæslum. Sama staða hefur verið og blasir við á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.