Mikið í húfi þegar ÍBV heimsækir KR í dag

Í dag kl. 17.00 er enn einn mikilvægur leikur hjá ÍBV í Bestu deild karla sem fara í Vesturbæinn og mæta KR í sextándu umferð deildarinnar. Eyjamenn hafa verið á góðu skriði og rétt hlut sinn verulega á töflunni. Síðast gerðu þeir 2:2 jafntefli á Hásteinsvelli og með því stigi hafði ÍBV halað inn sjö […]

KFS að blanda sér í toppbaráttuna

KFS lyfti sér upp í fimmta sæti þriðju deildar eftir 2:1 sigur á móti Víði í Garði á Týsvelli í dag. Mörk KFS skoruðu Víðir Þorvarðarson og Magnús Sigurnýjas Magnússon. Með þessum sigri er KFS að blanda sér í toppbaráttu þriðju deildar. (meira…)

Bylgja Dís og fjölskylda hætt komin

„Aðeins sekúndum mátti muna að heil fjölskylda léti lífið vegna koltvísýringseitrunar í fellihýsi á dögunum. Þau segjast þakklát fyrir að ekki fór verr og að tveggja ára sonur þeirra eigi nú allt lífið fram undan,“ segir á Vísi.is þar sem því er lýst þegar þriggja manna fjölskylda var hætt komin á tjaldstæði á Akureyri fyrir […]

Bólusetning við covid næsta fimmtudag

Næsta bólusetning við Covid 19 verður fimmtudaginn   11.08 á heilsugæslunni og er fólk beðið um að skrá sig í síma 4322500 Enn er covid í gangi í samfélaginu og viljum við hvetja fólk 60 ára og eldra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að mæta í örvunarbólusetningu,  það er 4 bólusetningu.  Einnig hvetjum við […]

Bæjarráð – Ekki á eitt sátt um einn sýslumann  

Kynnt hafa verið drög að frumvarpi um grundvallarbreytingu á skipulagi sýslumannsembættanna, að þeim verði fækkað úr níu í eitt. Í drögunum segir að þannig verði hægt að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar um land allt sem sinni  miðlægum og sérhæfðum verkefnum á landsvísu ásamt þjónustu í heimabyggð. Miðað er við að starfsemi sýslumanns verði […]

Konan í góðum gír, þökk sé ÍBV, Senu, RÚV og dásamlegu listafólki

Konan er meira en sátt við lífið og tilveruna þar sem við sitjum og horfum á beina útsendingu frá skemmtuninni í Herjólfsdal í boði ÍBV og Senu. Reyndar í útlegð í Garðabænum en það er hlýtt og notalegt í húsi dótturinnar sem nýtur lífsins með fjölskyldu og vinum í Dalnum. Við fjarri góðu gamni en […]

Eyjafólk kann að skemmta sér og öðrum

Mikil vinna liggur að  baki hverrar þjóðhátíðar, vinna sjálfboðaliða sem á lokasprettinum leggja nótt við dag til að allt verði klárt þegar gestir mæta. Það eru líka margir að störfum á hátíðinni sjálfri, sjálfboðaliðar, fólk í löggæslu, eftirliti og viðbragðsaðilar í heilbrigðisþjónustu. Ekki má heldur gleyma skemmtikröftum sem vita fátt skemmtilegra en að koma fram […]

Lögreglan – Mikill fjöldi og nokkur erill undir morgun

Mikill fjöldi fólks var saman kominn á þjóðhátíð í gærkvöldi og nótt og talsverður erill hjá lögreglu fram undir morgun, segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Sjö líkamsárásarmál eru skráð hjá lögreglu eftir nóttina en í öllum tilfellum var um minniháttar líkamsáverka að ræða. Alls  voru sjö vistaðir í fangageymslu, fjórir vegna ölvunarástands og […]

Ísfélagið þrefaldaði hagnað á milli ára

„Ísfé­lag Vest­manna­eyja hagnaðist um 40,6 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í fyrra, eða sem svar­ar 5,3 millj­örðum króna miðað við gengi dals­ins gagn­vart krónu í lok árs­ins. Fé­lagið nær þre­faldaði hagnaðinn milli ára,“ segir á 200 mílum Morgunblaðsins á mbl.is. Er vitnað í nýbirtan í nýbirtan árs­reikn­ing félagsins fyr­ir árið 2021. „Fé­lagið hagnaðist um 13,99 millj­ón­ir dala árið […]

„Fíflin úr Reykjavík“ meira en velkomin til Eyja

„Aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja,“ segir Ásgeir Guðmundsson, stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans í léttu spjalli á Vísi.is í vikunni. Örugglega ekki illa meint. Á sama miðli í morgun er fyrirsögnin; Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu. Ekki […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.