FÍV - Fjölbreyttari leiðir til náms og fleiri skilningarvit virkjuð
20. ágúst, 2022

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var settur á miðvikudaginn og sama dag var haldið námskeið fyrir nemendur sem eru að hefja nám við skólann. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundatöflu á fimmtudaginn.  Innritunin gekk vel og er gert ráð fyrir svipuðum fjölda nemenda og undanfarin ár, eða rúmlega 200 að því er kemur fram hjá skólameistara.

„Nemendur stunda nám á tólf ólíkum námsbrautum og er verknámið sífellt að verða umfangsmeira. Brotthvarf eins og fram hefur komið í nýlegum gögnum frá Hagstofunni er sífellt að minnka á landsvísu í framhaldsskólum og á það einnig við um brotthvarfið hjá FÍV. Er varla mælanlegt og með því lægsta sem gerist á landinu,“ segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari.

„Miklar breytingar hafa orðið á námskrá framhaldsskóla sem er að skila sér og fleiri nemendur finna nám við hæfi. Ekki hafa einungis orðið breytingar á inntaki námsins heldur er umgjörðin um námið nú með öðum hætti en var fyrir áratug. Nú er upplýsingatæknin mikið notuð og gert er ráð fyrir að allir nemendur séu með eigin fartölvur í skólanum. Við notum rafræn kennslukerfi og Microsoft 365 við kennsluna sem allir nemendur fá aðgang að. Þannig komum við til móts við þann veruleika sem við búum við þar sem rafræni heimurinn er alltaf að stækka.“

Námsmat þrisvar á önn

Námsmat hefur þróast og síðastliðið vor var enginn áfangi sem kenndur var við skólann með lokapróf, heldur var um að ræða smærri próf og verkefni sem dreifð voru yfir önnina. „Við erum með formlegt námsmat þrisvar á hverri önn og köllum það vörður. Tilgangurinn með því er að nemendur sjái reglulega hvar þeir standa í náminu og er þá auðveldara að leiðbeina nemendum, ef þeir þurfa meiri aðstoð við námið. Við sjáum að þessi nálgun skilar sér og nemendur standa sig betur en áður.

En auðvitað er námið mikil vinna og mikil áhersla á að aðstoða nemendur við að skipuleggja tímann sinn til að þeir geti lokið þeim verkefnum sem ætlast er til.  Í haust verður farið að stað með þróunarverkefni við skólann um lýðræði í kennslu en skólinn fékk myndarlegan styrk frá Sprotasjóði til að takast á við það verkefni.“

Skóladagurinn byrjar seinna

Einnig hefur skólinn sótt um að verða Unesco skóli, við fáum gesti í september vegna Erasmus verkefnis sem skólinn tekur þátt í, og margt fleira er á döfinni. Við ætlum líka að breyta aðeins stundatöflunni þannig að núna hefst skóladagurinn hjá flestum klukkan 9:00 er það vegna þess að við sjáum að það sem háir nemendum okkar helst er að þeir fá ekki nægan svefn. Við vitum öll að það er mun auðveldara að fást við erfið verkefni þegar við erum úthvíld og tilbúin að takast á við daginn.

Það felast mikil tækifæri í að stunda nám í dag og við öðlumst sífellt meiri þekkingu með rannsóknum, um hvernig nám á sér stað hjá einstaklingum. Það er því lögð áhersla á fjölbreyttari leiðir til náms og fleiri skilningarvit eru virkjuð. Nám er sveigjanlegra og nemendur hafa meira svigrúm til að skipuleggja tíma sinn út frá eigin þörfum. Skólinn leggur áherslu á að búa nemendur undir framtíðina með virkri þátttöku í þjóðfélaginu og þannig að efla ábyrgðarkennd þeirra gagnvart samferðafólki sínu og samfélagi,“ sagði Helga Kristín Kolbeins að endingu.

Myndatexti:

Stúdentar setja upp hvítu kollana á skólaslitum síðasta vor.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst