Greinin sem Stundin neitaði að birta

„Það er óþolandi að sitja undir rakalausri þvælu fjölmiðla. Hér svara ég einni slíkri þar sem ég rek hvernig unnt er að kaupa sig frá umfjöllun fjölmiðla en um leið kaupa sér umfjöllun um aðra. Þá segi ég frá hvernig kaupin gerast á fjölmiðlaeyrinni. Sú frásögn er áhugaverð í ljósi þess að í gær ávítaði […]

GRV – Neistinn hefur svo sannarlega kveikt elda

Á fundi fræðsluráðs 15. júní sl. voru kynntar niðurstöður í lestrarprófi í fyrsta bekk sem sýnir að verkefnið, Kveikjum neistann skilar árangri strax á fyrsta ári. Í minnisblaði fræðslufulltrúa segir: – Nú þegar fyrsta skólaárinu í þróunarverkefninu Kveikjum neistann er að ljúka liggja fyrir fyrstu niðurstöður í lestri. Niðurstöður sýna að allir nemendur sem voru […]

GRV – Betri árangur í stærðfræði í þriðja og sjötta bekk

Fleira gott er að gerast í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) en sá glæsilegi árangur sem náðist í fyrsta bekk í vetur í átakinu, Kveikjum neistann. Nemendur í þriðja og sjötta bekk skólans bættu sig verulega á í stærðfræði eftir markvissa þjálfun milli prófa síðasta haust og vetur og í vor. Á síðasta fundi fræðsluráðs kynnti Helga […]

Bergey VE 114 verður Bergur VE 44

„Um síðustu mánaðamót fór Bergey VE 144 í slipp í Reykjavík. Þar hefur verið unnið að viðhaldi skipsins auk þess sem það skal málað bæði hátt og lágt. Að auki hefur verið skipt um nafn á skipinu og heitir það nú Bergur VE 44,“ segir á vef Síldarvinnslunnar, svn.is. „Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur – Huginn ehf. […]

ÍBV-konur mæta Stjörnunni í Garðabænum

ÍBV kvenna mætir Stjörnunni í Bestu deildinni í Garðabæ í dag og hefst leikurinn klukkan 16.15. Eftir tap í Bikarnum í síðustu viku á Hásteinsvelli hafa Eyjakonur harma að hefna. Frammistaða ÍBV hefur verið umfram væntingar í sumar og eru þær nú í þriðja sæti með 17 stig eftir níu umferðir. Það er til mikils […]

Agnes biskup – Efla þarf sjálfsmynd og sjálfstraust kirkjunnar þjóna

Agnes Sigurðardóttir, biskupinn yfir Íslandi vísiteraði Ofanleitissókn í Vestmannaeyjum helgina 21. og 22. maí sl. Fundaði með prestum og sóknarnefnd, predikaði í Landakirkju í sunnudagsmessu og heimsótti íbúa á Hraunbúðum.  Einnig kynnti Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima henni og fylgdarliði hennar safnið.  Kári Bjarnason forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja kynnti þeim Biblíusafnið sem er eitt af þremur heildarsöfnum […]

Neistinn í Eyjum  sem Mogginn einn sér

Neistinn kveiktur í Eyjum er fyrirsögn á leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem segir í byrjun að læsi sé verulega ábótavant hér á landi og hafi svo verið um nokkra hríð. Svo segir: „Í fyrrahaust var hafist handa við verkefni í Vestmannaeyjum, sem nefnist Kveikjum neistann. Í vor lágu fyrir niðurstöður eftir fyrsta veturinn og […]

Frekari nafnaskipti á skipum Vinnslustöðvarinnar

Samhliða frétt um nafn á nýju skipi Vinnslustöðvarinnar, Garðari sem verður Gullberg er sagt frá frekari nafnabreytingum á skipum félagsins og saga þeirra rakin:  Gullberg „Vinnslustöðin eignaðist 35% hlut í Ufsabergi ehf. á árinu 2008 og tók þá um leið við útgerð skips félagsins, Gullbergs. Síðar sameinuðust félögin undir nafni Vinnslustöðvarinnar. Ufsaberg var stofnað 1969 […]

Garðar verður Gullberg

Nýtt uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, sem heitir nú Gardar upp á norsku með heimahöfn í Björgvin, verður nefnt Gullberg og fær skráningarnúmerið VE-292. Kunnuglegt nafn og númer í flota Eyjanna frá fyrri tíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar þar sem segir: „KAP VE-4 skiptir um nafn og númer og verður Sighvatur Bjarnason VE-81. Sömuleiðis kunnuglegt nafn og númer úr […]

Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu, Vestmannaeyjum, laugardaginn 18. júní milli kl. 17.00 og 18.30 með verkum eftir Þorgerði Ólafsdóttur. Klukkan 15:30 munu Þorgerður og Magnús Freyr Sigurkarlsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, leiða gesti um sýninguna. Á sýningunni sýnir Þorgerður ný listaverk og aðra muni samhliða fastasýningu Umhverfisstofnunnar í Surtseyjarstofu. Sýningin er unnin […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.