Ekki hefur farið mikið fyrir Vestmannaeyjum á fréttastofu Ríkisútvarpsins og eiginlega ekki nema þegar eitthvað fer miður hjá okkur. Hefur stundum dottið í hug hvort Eyjamenn borgi minna í útvarpsgjald en aðrir Íslendingar. Get ég nefnt fjölmörg dæmi en sleppi því í bili.
Fréttastofan ríkisrekna kemur aldrei á óvart, heldur sínu STRIKI sama á hverju gengur, trú sínu fólki og skoðanasystkinum. Eitt kom þó á óvart í vikunni, jákvæð frétt um að undirbúningur þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum gengi að óskum. Breytt afstaða gladdi og verandi uppi á landi með konu sem horfir tárvotum augum til Eyja, hefur mætt á allar þjóðhátíðir í 72 ár nema gosárið 1973, sátum við límd við skjáinn með tilhlökkun í hjarta. Góð úttekt frá Akureyri, sem eiga alla mína samúð, að halda sína hátíð í kulda og trekki. Eitthvað sem við þekkjum og að sjá krakkana láta ekki veðrið stoppa sig í kirkjuhlaupinu sýnir manni að framtíð okkar er björt. Ungdómurinn lætur ekki veðrið stoppa sig.
En engar voru myndirnar frá Eyjum þar sem þúsundir prúðbúinna mættu í Herjólfsdal á setningarathöfnina, þá fyrstu í þrjú ár. Eftir fréttirinar sat ég, sem á aðeins rúmlega 50 hátíðir að baki með tárin í augunum og konan gjörsamlega niðurbrotin.
Já, mikil er ábyrgð fjölmiðla og ekki margt sem gleður þegar fréttastofa Ríkismiðilsins er annars vegar en þarna var tækifærið og því var klúðrað. Eftir sitja gamlingjar með brostin hjörtu og hugsa; hvað höfum við til saka unnið að vera ekki í náðinni hjá fréttastofunni sem gefur sig út fyrir að þjóna öllum landsmönnum.
Veit ekki hvort við borgum ennþá útvarpsgjald en hér með segi ég Ríkissjónvarpinu og Fréttastofunni upp.
Frá setningunni í dag. Þjóðhátíð Vestmannaeyja er hátíðin þar sem kynslóðirnar mætast og hvítu tjöldin eru vettvangur söngs, gleði og góðra veitinga.
Ómar Garðarsson – omar@eyjafrettiris.kinsta.cloud – 695 2878.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst