Eló er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025!

Það var Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs sem kynnti valið og skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur létt og skemmtileg lög þegar tilkynnt var um bæjarlistamann ársins í Eldheimum í morgun. Eló – Elíasabet Guðnadóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025! Elísabet Guðnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1999 og ólst þar upp umvafin tónlistarlífi fjölskyldu sinnar. Hún lærði á hljóðfæri í […]

Sandra og Daníel Þór semja við ÍBV

Handknattleiksparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þau hafa bæði leikið í Þýskalandi síðustu ár, Sandra með Tus Metzingen og Daníel með HBW Balingen-Weilstetten. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Bæði eiga einnig að baki landsleiki fyrir Ísland en Daníel hefur leikið 39 A-landsleiki og […]

Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]

Matthías heldur tónleika í Hallgrímskirkju í dag

Eyjamaðurinn Matthías Harðarson lýkur einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og heldur að því tilefni tónleika í Hallgrímskirkju í dag klukkan 16.00. Á efniskránni eru verk eftir J. S. Bach, Mendelssohn, Cochereau, Fauré og Duruflé. Matthías hefur lokið mastersnámi í kirkjutónlist við konunglega tónlistarháskólann í Árósum. En áður hafði hann lokið BA- og kantorsnámi frá […]

Ákvæði í Jóns­bók frá 1281 til bjargar?

Fram­kvæmda­stjóri Óbyggðanefnd­ar seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að nefnd­in sé ekki að taka af­stöðu til ein­stakra krafna þrátt fyr­ir að nefnd­in telji að ríkið eigi al­mennt ekki til­kall til þeirra eyja og skerja sem fyr­ir landi liggja og eru inn­an tveggja kíló­metra fjar­lægðar frá fasta­land­inu. Eins og áður hefur komið fram hefur nefndin […]

Hreggviður Óli heimsmeistari í GÚRKU

Heimsmeistaramótið í Gúrku var haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í gær. Mótið var í boði Vina Ketils bónda og voru 75 þátttakendur skráðir til leiks. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vinanna. Heimsmeistari í GÚRKU árið 2025 er Hreggviður Óli Ingibergsson og er hann jafnframt fyrsti heimsmeistarinn á þessu sviði. Við óskum Hregga til hamingju með […]

Tíu þúsund góðgerðarsipp sr. Viðars

„Elsku vinir! Það gleður mig að segja loksins frá þessari hugmynd sem hefur verið að gerjast hjá mér síðan í janúar og er nú að verða að veruleika. Á föstudaginn langa ætla ég að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu til styrktar Krabbavörn í Eyjum, félag sem fermingarbörnin völdu til að styðja og skiptir svo miklu […]

Eyja- og skerjaendaleysa upp á 100 milljónir

Kostnaður ríkissjóðs, vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu í tengslum við kröfur sem ríkið gerði um að eyjar og sker við landið yrðu þjóðlendur, nemur rúmum 96 milljónum króna á þriggja ára tímabili sem tekur til áranna 2023, 2024 og 2025. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þessari endaleysu, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, þáverandi fjármála- […]

Mars Aglowsamvera í kvöld

Mars Aglow samveran verður í kvöld  5.  mars  kl. 19.30 í safnaðarheimili Landkirkju. Því miður féll febrúarfundurinn niður vegna veðurs – rauð viðvörun um allt land. Við stefnum að því að hafa mars fundinn á svipuðum nótum og febrúarfundurinn átti að vera.      Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu,  syngum saman  og  heyrum […]

Litla Mónakó – MonEY

„Það hefði þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að gefa út veglegt sérblað um fjármálastofnanir í Vestmannaeyjum og þau miklu efnahagsumsvif sem eru að eiga sér stað í efnahagslífinu í Eyjum. En eins og Sálin hans Jóns míns orðaði það: „Það er af sem áður var annar heimur en í gær,“ segir Jóhann […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.