Eló er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025!

Það var Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs sem kynnti valið og skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur létt og skemmtileg lög þegar tilkynnt var um bæjarlistamann ársins í Eldheimum í morgun. Eló – Elíasabet Guðnadóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025! Elísabet Guðnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1999 og ólst þar upp umvafin tónlistarlífi fjölskyldu sinnar. Hún lærði á hljóðfæri í […]
Sandra og Daníel Þór semja við ÍBV

Handknattleiksparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þau hafa bæði leikið í Þýskalandi síðustu ár, Sandra með Tus Metzingen og Daníel með HBW Balingen-Weilstetten. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Bæði eiga einnig að baki landsleiki fyrir Ísland en Daníel hefur leikið 39 A-landsleiki og […]
Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]
Matthías heldur tónleika í Hallgrímskirkju í dag

Eyjamaðurinn Matthías Harðarson lýkur einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og heldur að því tilefni tónleika í Hallgrímskirkju í dag klukkan 16.00. Á efniskránni eru verk eftir J. S. Bach, Mendelssohn, Cochereau, Fauré og Duruflé. Matthías hefur lokið mastersnámi í kirkjutónlist við konunglega tónlistarháskólann í Árósum. En áður hafði hann lokið BA- og kantorsnámi frá […]
Ákvæði í Jónsbók frá 1281 til bjargar?

Framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nefndin sé ekki að taka afstöðu til einstakra krafna þrátt fyrir að nefndin telji að ríkið eigi almennt ekki tilkall til þeirra eyja og skerja sem fyrir landi liggja og eru innan tveggja kílómetra fjarlægðar frá fastalandinu. Eins og áður hefur komið fram hefur nefndin […]
Hreggviður Óli heimsmeistari í GÚRKU

Heimsmeistaramótið í Gúrku var haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í gær. Mótið var í boði Vina Ketils bónda og voru 75 þátttakendur skráðir til leiks. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vinanna. Heimsmeistari í GÚRKU árið 2025 er Hreggviður Óli Ingibergsson og er hann jafnframt fyrsti heimsmeistarinn á þessu sviði. Við óskum Hregga til hamingju með […]
Tíu þúsund góðgerðarsipp sr. Viðars

„Elsku vinir! Það gleður mig að segja loksins frá þessari hugmynd sem hefur verið að gerjast hjá mér síðan í janúar og er nú að verða að veruleika. Á föstudaginn langa ætla ég að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu til styrktar Krabbavörn í Eyjum, félag sem fermingarbörnin völdu til að styðja og skiptir svo miklu […]
Eyja- og skerjaendaleysa upp á 100 milljónir

Kostnaður ríkissjóðs, vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu í tengslum við kröfur sem ríkið gerði um að eyjar og sker við landið yrðu þjóðlendur, nemur rúmum 96 milljónum króna á þriggja ára tímabili sem tekur til áranna 2023, 2024 og 2025. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þessari endaleysu, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, þáverandi fjármála- […]
Mars Aglowsamvera í kvöld

Mars Aglow samveran verður í kvöld 5. mars kl. 19.30 í safnaðarheimili Landkirkju. Því miður féll febrúarfundurinn niður vegna veðurs – rauð viðvörun um allt land. Við stefnum að því að hafa mars fundinn á svipuðum nótum og febrúarfundurinn átti að vera. Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu, syngum saman og heyrum […]
Litla Mónakó – MonEY

„Það hefði þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að gefa út veglegt sérblað um fjármálastofnanir í Vestmannaeyjum og þau miklu efnahagsumsvif sem eru að eiga sér stað í efnahagslífinu í Eyjum. En eins og Sálin hans Jóns míns orðaði það: „Það er af sem áður var annar heimur en í gær,“ segir Jóhann […]