Viljum fela Guði bæði skip og áhöfn

„Það er alltaf mikil gleði þegar skip eru blessuð. Það er samt vert að geta þess að það er ekki sjálfsagt en er gert því við viljum fela Guði bæði skip og áhöfn. Setja á hann allt okkar traust,“ sagði séra Viðar Stefánsson þegar hann blessaði skip og áhöfn Heimaeyjar VE 1 í gær. „Það […]

Spennandi að taka við nýju skipi

„Þetta gekk allt eins og í sögu á heimleiðinni og allt eins og það átti að vera,“ sagði Ólafur Einarsson,“ skipstjóri á Heimaey VE. „Það gekk frábærlega og auðvitað er þetta stökk upp á við. Allt miklu stærra, öflugra og meira pláss.“ Ólafur sagði eftirvæntingu fylgja því að byrja veiðar á nýju skipi. „Þá kemur […]

Ný Heimaey VE er af annarri kynslóð

Ný Heimaey kostaði rúma 5 milljarða en til samanburðar var hagnaður Ísfélagsins í fyrra 2,1 milljarður. „Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað til að skoða nýtt skip Ísfélagsins sem fengið hefur nafnið Heimaey VE 1. Þetta er fjórða skipið sem Ísfélagið og forverar þess gera út með nafninu Heimaey. Það er ávallt hátíðleg stund í […]

Magni, Bergur Páll og Halldór heiðraðir

„Ég vil byrja á því að óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þennan frábæra dag. Hér hjá okkur eru reynsluhlaðnir menn sem kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að veltast um allan sjó og fer vel á því að sýna þeim heiður í tilefni dagsins,“ sagði Guðni Hjálmarsson sem stýrði […]

Áhöfn Þórs heiðruð fyrir mikið björgunarafrek

Við athöfn á Stakkagerðistúni á sjómannadaginn var áhöfnin á björgunarskipinu Þór heiðruð sérstaklega fyrir björgunarafrek. „Þann 5. júní í fyrra björguðu þeir áhöfn seglskútu með harðfylgi og drógu skútuna til hafnar í norðan stormi, allt að 34 metrum á sekúndu og sex metra ðlduhæð,“ sagði Guðni Hjálmarsson sem stýrði atöfninni. „Með öll segl rifin, nánast […]

Enn hægt að laga og nálgast hlutina af skynsemi

„Það er mikilvægt að fyrirtækin og stjórnvöld séu að ræða um sömu hlutina og vandað sé til verka. Þegar mesta hækkunin á auðlindagjöldum bitnar á fyrirtækjum í Vestmannaeyjum segir það sig sjálft að slíkt hefur áhrif og hefur í raun þegar haft það,“ segir Einar Sigurðsson stjórnarformaður Ísfélagsins hf. aðspurður hvers hann sakni í umræðunni […]

Útgerðarfélagið Hellisey bauð hæst

Skapast hefur skemmtileg hefð með Sjómannabjórnum sem drengirnir á Brothers Brewery standa fyrir á hverjum sjómannadegi. Hann var að þessu sinni helgaður Braga Steingrímssyni, trillukalli á Þrasa VE með meiru og keypti útgerðin ásamt Phoenix Seafood flöskuna á uppboði á Sjómannahátíðinni í Höllinni á laugardagskvöldið. Útgerðarfélag Þrasa VE heitir því virðulega nafni, Útgerðarfélagið Hellisey og […]

Hressó hættir – Eftirsjá en líka þakklæti

Það voru tímamót þegar Hressó lokaði eftir 30 ár á föstudaginn, 30. maí sl. Í þrjá áratugi hefur Líkamsræktarstöðin Hressó verið ein af stoðum samfélagsins í Eyjum. Hjartað í Hressó hefur verið frá upphafi systurnar Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur sem opnuðu Hressó á þrettándanum 1995.  Þangað hafa þúsundir sótt líkamlegan og andlegan styrk og […]

Ekki orðið sjóslys við Vestmannaeyjar í 23 ár

Geir Jón Þórisson – Minningarorð við minnisvarða drukknaðra og hrapaða á Sjómannadegi: „Ég vil óska öllum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum er mál mitt heyra, gleðilegan sjómannadag. Hér í Eyjum höfum við vanist því að gera þennan dag hátíðlegan og skemmtilegan og það skulum við ávallt hafa í heiðri,“ sagði Geir Jón Þórisson sem […]

Skötuveisla sem stendur undir nafni

Upphaf skötuveislu sjómannadagsráðs að morgni sjómannadags má rekja til Árna Johnsen og Dóru konu hans sem í mörg ár buðu ráðinu og fleiri gestum til veislu að Höfðabóli. Boðið var upp á skötu og saltfisk með öllu tilheyrandi og berjasúpu með rjóma á eftir. Hátíðlegra gat það ekki orðið. Nú er Árni fallinn frá og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.