Eyjafólkið – Helena Hekla og Viggó hlutu Fréttabikarinn

Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi knattspyrnu ÍBV. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Í ár voru það þau Helena Hekla Hlynsdóttir og Viggó Valgeirsson sem hrepptu Fréttabikarinn. Við fengum að spyrja þau nokkurra spurninga. Helena Hekla: Byrjaði að æfa um 6 ára gömul Fjölskylda: Mamma mín […]
Fjölmenni í ljósagöngu á Eldfell

„Fyrsta en jafnframt ekki síðasta ljósagangan var farin í kvöld uppá Eldfell og hátt í 100 manns mættu. Stjórn Krabbavarnar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í göngunni fyrir að mæta og sýna hluttekningu. Takk elsku Vestmannaeyingar fyrir allan þann hlýhug sem þið berið til félagsins og til þeirra sem sækja stuðning til félagsins,“ segir Kristín […]
Ekki alveg ókunnugur starfi Herjólfs

Starfaði sem þerna um borð Um áramótin lætur Hörður Orri Grettisson af störfum sem framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Starfið var auglýst í síðasta mánuði og bárust 39 umsóknir. Eftir vandað umsóknarferli ákvað stjórnin að velja Eyjamanninn Ólaf Jóhann Borgþórsson sem nýjan framkvæmdastjóra en hann er ekki alveg ókunnugur starfi Herjólfs. „Ég þekki það að vinna um […]
Falsfréttir ekki bara í bandarísku forsetakosningunum

„Kæru vinir. Ég hélt að falsfréttir væru bara í bandarísku forsetakosningunum en greinilega ekki. Mér var tjáð að sagan segði að efnalaugin Straumur væri að hætta að hreinsa föt. Þetta er algjört bull. Við erum með hreinsun sem er ekkert síðri en aðrar efnalaugar og erum sko ekkert að hætta. Ég vona að eyjamenn noti […]
ÁTVR – Ný stjórn og fjölbreytt dagskrá

ÁTVR, Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu, hefur skipað nýja stjórn fyrir starfsárið 2024 til 2025. Stjórnin hefur skipt með sér verkum með það meginmarkmið að styrkja enn frekar starfsemina og efla tengsl Vestmannaeyinga á fasta landinu. Ný stjórn: Formaður: Rúnar Ingi Guðjónsson Varaformaður: Petra Fanney Bragadóttir Gjaldkeri: Hjördís Jóhannesdóttir Ritari: Guðrún Erlingsdóttir Samskiptastjóri: Védís Guðmundsdóttir Næstu […]
Komum gæti fækkað um um 40%

Cruise Iceland, samstarfsvettvangur þeirra sem þjónusta skemmtiferðaskip lýsir yfir verulegum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda um að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum sem taka á gildi 1. janúar nk. Ákvörðuninni hafði verið frestað um eitt ár vegna viðvarana frá Cruise Iceland og fleiri. Nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar mælti fyrir um frestun afnámsins en nú er […]
Litla Mónakó – Framtíðin er í Eyjum

LAXEY Jóladagatalsmoli – Fjórar vikur til stefnu Eyjamaðurinn Jóhann Halldórsson, fjármálasérfræðingur og fjárfestir hefur undanfarna mánuði skrifað áhugaverða pistla á Fésbókarsíðu sinni um þróunina í Vestmannaeyjum sem hann kallar Litla Mónakó. Halldór hefur góðfúslega gefið Eyjafréttum leyfi til að birta pistlana og hér er sá nýjasti: Stærsta jólagjöf Eyjamanna frá upphafi verður formlega opnuð í […]
Karlar í skúrum – Fjölmenni við opnun

Fjölmennt var þegar aðstaðan, Karlar í skúrum var opnuð formlega við hátíðlega athöfn á Hraunbúðum í dag. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og […]
Karlar í skúrum og góðir gestir

Formleg opnum aðstöðu verkefnisins KARLAR Í SKÚRUM í Vestmannaeyjum verður í sal dagdvalarinnar á Hraunbúðum í dag, föstudaginn 18. október kl. 14.30. Eyjamenn eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Gestir frá Hafnarfirði og Mosfellsbæ mæta og kynna starfsemina í sínum klúbbum. Örn Ragnarsson formaður félags trérennismiða á Íslandi mætir og segir frá […]
Skjöldur – Tímamót – Ráðstefna aðeins fyrir karla

Næstkomandi laugardag, 19. október verður haldin í fyrsta sinn karlaráðstefnan Skjöldur á vegum Visku – fræðslu og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum en karlmenn bæði í Vestmannaeyjum og fastalandinu tóku vel við sér og mæta. Formleg dagskrá hefst klukkan 13:00 og stendur fram á kvöld. Ráðstefnan verður haldin í Sagnheimum með erindum […]