Úrbætur á leiðum að vinsælum stöðum

Á fundi bæjarráðs 30. júlí sl. lá fyrir samantekt innviðauppbyggingarnefndar um stöðu innviða m.t.t. ferðaþjónustu og tillögur að úrbótum. Bæjarráð tók á síðasta ári ákvörðun um að skipa sérstakan starfshóp sem hefði það hlutverk að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Ætti þetta sérstaklega við um aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum í […]

Brugðist við brýnni þörf

Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lágu fyrir drög að minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um fjölgun leikskólaplássa. Fræðsluráð fól framkvæmdastjóra að vinna erindi til bæjarráðs þar sem óskað er eftir því að annarri leikskóladeild verði komið upp við Kirkjugerði, sambærilegri þeirri sem var komið upp fyrr á árinu. Fram kom að fyrirséð er að það þurfi […]

Vinabæjasamband Vestmannaeyja og Pompei á dagskrá

Eyjamaðurinn Sigurjón á Ítalíu- Vill efla samskipti þjóðanna – Sameina matarmenningu beggja þjóða – Íslandsleiðangur í haust Eyjamaðurinn Sigurjón Aðalsteinsson sem dvelur langdvölum á Ítalíu er með margt á prjónunum þessa dagana. Hefur aflað sér mikilvægra viðskiptasambanda, á Íslandi og ekki síður á Ítalíu. Sér hann mikla möguleika á að koma ítölskum mat í hæsta […]

Þúsundir frá Eyjum í dag

Þúsundir þjóðhátíðargesta héldu í dag frá Vestmannaeyjum eftir velheppnaða helgi í Herjólfsdal. Í boði voru þrír möguleikar, Herjólfur, flug með Icelandair og sigling með Teistu í Landeyjarhöfn. Herjólfur fór fyrstu ferð klukkan 2.00 í nótt og var ekki fullt í fyrstu ferðunum en um hádegi var komin biðröð. Tuga metra löng en flestir vel klæddir […]

Skemmti sér vel þó veður hefði mátt vera betra

Að því er kemur fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin að mestu róleg á þjóðhátíðinni í gærkvöldi og í nótt. Brennan var á sínum stað og fólk skemmti sér vel í brekkunni. Óskar Pétur var á ferðinni með myndavélina og hér má sjá smá nokkur sýnishorn. Veður hefði mátt vera betra en fólk klæddi […]

Míla vill kaupa Eygló

Eygló er eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. „Míla óskaði eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ um kaup á ljósleiðarakerfi Eyglóar. Stjórn Eyglóar hefur fundað með Mílu og rætt kaupin. Stjórn Eyglóar hefur farið yfir hugmyndir um sölu með bæjarráði á vinnufundi,“  segir í fundargerð bæjarráðs fyrr í vikunni. Bæjarráð fól stjórn félagsins að halda áfram með viðræðurnar […]

Stífla í kerfinu – Hvern er verið að verja?

Á síðasta fundi bæjarráðs var upplýst að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest móttöku kæru Vestmannaeyjabæjar á hendur Orkustofnun fyrir að svara ekki ítrekuðum beiðnum um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar. Einnig var send kvörtun til ráðuneytis umhverfis-, […]

Pysjueftirlitið að gera allt klárt

„Nú er búið að finna fyrstu pysjuna þetta árið og er  pysjueftirlitið að gera allt klárt. Persónulega á ég von á mörgum pysjum þetta árið. Það er mikið af fugli og sílisfugl hefur verið áberandi. Það gefur okkur vonir um að margar pysjur nái fluginu þetta árið,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja sem hefur […]

Víglundur Þór Þorsteinsson – Þakkir á afmælisdegi

Eitt af því sem mestu skiptir um hvort söfn dafni eða deyi er alúð og ástríða þeirra sem þar starfa. Með því á ég ekki einungis við fasta starfsmenn safnsins hverju sinni, þótt þeir skipti vissulega miklu. Ég á ekki síður við alla þá sem með einum eða öðrum hætti rétta safninu hjálparhönd, hvort heldur […]

Stolt siglir fleyið mitt

Herjolfur (2)

Í vor tók stjórn Herjólfs ohf. þá ákvörðun að fjölga ferðum Herjólfs úr sjö í átta á tímabilinu 1. Júlí til 11. Ágúst til að svara vaxandi eftirspurn en farþegum og bílum hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár. Dregið úr biðlistavanda Við heimamenn höfum undanfarin ár fundið vel fyrir aukinni sumarumferð með ferjunni með tilheyrandi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.