Sandra og Gísli Þorgeir og handknattleiksfólk ársins

Stjórn HSÍ hefur kosið handknattleikskonu og handknattleiksmann ársins, þau Söndru Erlingsdóttur og  Gísla Þorgeir Kristjánsson. Um Söndru segir: – Handknattleikskona ársins 2023 er Sandra Erlingsdóttir, 25 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og A landsliðs kvenna. Sandra lék í stórt hlutverk með Tus Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið komst í Final 4 […]

Stöndum vörð um opinber störf í Eyjum

„Auðvitað er maður sár og ég veit að mörgum Eyjamönnum finnst í besta falli skrýtið að á 60 ára afmælisári  Surtseyjargossins sé Umhverfisstofnun að pakka niður og flytja starfsemi sína frá Vestmannaeyjum á höfuðborgarsvæðið frá og með 1. janúar næstkomandi. Mörgum þykir þessar kveðjur eins og hnífur í bakið á Eyjamönnum sem geta framvegis einungis […]

Sandra Erlingsdóttir – Stjarnan í liðinu og sú besta

Í Morgunblaðinu í dag er farið yfir frammistöðu landsliðs kvenna í handbolta sem kom heim með Forsetabikkarinn. Lenti í 25. sæti f 35 liðum og var marki frá því að komast í milliriðil. Okkar fólk, Sandra, Sunna, Díana Dögg fá góða dóma  og Arnar sagður á réttri leið með liðið. Umsögn Margunblaðsins: Sandra Erlingsdóttir – […]

Jólin, einu sinni var

Jólin eru tími barnanna ásamt fjölskyldum þeirra og hjá mér, eins og svo mörgum öðrum, þá rifjast ýmislegt upp um hvernig þetta var, þegar maður var barn sjálfur. Í minningunni var alltaf mikill spenningur heima hjá mömmu þegar hún dró fram litla jóaltréð okkar, sem mig minnir að hafi verið innan við metur á hæð, en við systkinin […]

Gjöf frá okkur til ykkar

Jólahvísl 2023 verður á sínum stað í sjöunda skiptið í kvöld kl 20:00 – ATH FRÍTT INN – „Það verður að viðurkennast að þetta er eitt þeirra verkefna sem ég er langstoltastur af að vera þátttakandi í ár hvert,“ segir Helgi Rasmussen Tórzhmar á FB-síðu sinni. „Þetta er krefjandi en að sama skapi mjög gefandi […]

Neysluhæft vatn úr sjó

Vinnslustöðin hefur fest kaup á hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Sjó er dælt úr borholum í gegnum öflugt síukerfi sem eingöngu hleypir í gegnum sig vatnssameindinni H2O. Með öðrum orðum breytist sjór í ferlinu í tandurhreint vatn sem laust er með öllu við bakterí[1]ur, veirur og yfirleitt allt annað en sjálfa vatnssameindina H2O. […]

Sorpgjöld hækka um 4,3%

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja  í síðustu viku var samþykkt hækkun á gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árið 2024. Hækkun er 4,5% fyrir móttöku og urðunargjöld á móttökustöð. Ráðið sagði gjaldskrána í samræmi við kröfur ríkisins um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald […]

Barnaskóli og Hamarsskóli verði sjálfstæðir

Á síðasta fundi tók fræðsluráð Vestmannaeyja fyrir niðurstöðu starfshóps um starfsemi Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) sem leggur til að GRV verði framvegis tvær rekstrareiningar með sinn hvorum skólastjóranum í annars óbreyttri mynd. Hamarsskóli verði yngsta stigs skóli og Barnaskóli sem miðstigs- og efstastigs skóli, frá og með haustinu 2024. „Lagt er til við fræðsluráð að myndaður […]

Ágúst og Arna eiga jólahúsið í ár

Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur hefur valið jólahús  2023. Þetta er tuttugusta og fjórða árið sem jólahús er valið. Í á voru á þriðja tug húseigna tilnefndar og fyrir valinu varð hús Ágústs V. Steinssonar og Örnu Ágústsdóttur að Búhamri 12. Bjarni Guðjón Samúelsson frá Lionsklúbb Vestmannaeyja  afhenti  hjónunum veglega jólaskreytingu frá klúbbfélögum […]

Eyjamenn í toppbaráttunni

ÍBV var nokkrar mínútur að komast í gang í leiknum gegn Víkingum í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í gær. Á sjöttu mínútu var staðan 2:2 en þá tóku Eyjamenn öll völd á vellinum. Í hálfleik var staðan 19:10 og lokatölur 40:22. Má segja að ÍBV hafi þar með náð að hefna fyrir tapið gegn Víkingum […]