Landeldi í sátt við náttúru og samfélag
7. september, 2024
default
Yfirlitsmynd af landeldinu í Viðlagafjöru þar sem hver byggingin rís af annarri.

Á landi sem ekki var til fyrir rúmum 50 árum er að rísa laxeldisstöð Laxeyjar ehf. í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hafði verið í vinnslu í nokkur ár  þegar fyrsta skóflustungan var tekin í lok febrúar 2023. Hugmyndin kviknaði hjá þeim Daða Pálssyni og Hallgrími Steinssyni sem nú eru að sjá draum sinn verða að veruleika. Seiðaeldisstöð er komin í fulla notkun og framkvæmdir í Viðlagafjöru eru á áætlun.

LAXEY mun starfrækja fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum.  Seiðaeldisstöð í Botni Friðarhafnar sem mun framleiða 4 milljónir laxaseiða á ári og matfiskaeldisstöð í Viðlagafjöru sem mun framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári. Áætlað er að full afköst náist árið 2030

„Það voru kannski ekki ekki margir sem sáu fyrir sér að á Heimaey væri hægt að reisa fyrirtæki í landeldi sem ætlar að framleiða 32.000 tonn af laxi á hverju ári. Staðan er samt þannig að núna er fyrirtækið með fullkláraða seiðastöð þar sem framleiðsla er hafin og stutt í að fyrstu seiðin verða flutt í áframeldið í Viðlagafjöru. Þrátt fyrir allan þann vöxt sem á sér stað er LAXEY ungt fyrirtæki með stutta sögu,“ segir Óskar Jósúason talsmaður Laxeyjar.

Drifkraftur samfélagsins

Frá því að hugmyndin kom fyrst fram hafa hlutirnir gengið hratt og eigendur staðráðnir í að keyra verkefnið áfram. Stærsti hlutafi LAXEY-jar er ÓS – fjölskyldan, Sigurjón Óskarsson fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður og hans fólk sem lagði fjármagn í félagið eftir að hafa selt togarann Þórunni Sveinsdóttur VE og fiskvinnslufyrirtækið LeoSeafood sem Vinnslustöðin keypti.   „Allt hefur gengið vonum framar. Vestmannaeyjar eiga líka stóran þátt í hraðri og öruggri uppbyggingu félagsins. Eigendur og starfsmenn fundu fljótt fyrir mikilli jákvæðni í samfélaginu í Eyjum í garð fyrirtækisins sem er hvati fyrir okkur að gera vel,“ segir Óskar.

Snemma var ákveðið að upplýsingagjöf  yrði opin og að áhugasamir geti fylgst með því sem er að gerast. Það hefur staðist auk þess sem fjöldi Eyjamanna ekur reglulega austur á Nýjahraun til að fylgjast með framkvæmdum í Viðlagafjöru þar sem hlutirnir gerast hratt. „Kannski er ástæðan, að fólkið stendur með okkur sú að hér er að verða til stoð í atvinnulífinu sem eflir bæjarfélagið þegar fram í sækir. Tryggir fleirum atvinnu á meðan á uppbyggingunni stendur og eftir að starfsemin fer í gang sem þegar er orðið.“

Óskar segir að sveiflur í atvinnulífi í Vestmannaeyjum skapi oft óöryggi og fólk óttist um atvinnu og framtíð bæjarins. „Það gera sér fæstir grein fyrir því hvaða áhrif loðnubrestur hefur á 4600 manna sveitarfélag. Það er spurning um 6 til 8 milljarða króna sem ekki koma inn í veltuna í bæjarfélaginu. Ekkert smáræðishögg. Það skiptir því ekki litlu að fá hér nýja grein sem byggir á þekkingu og reynslu í vinnslu á fiski en er óháð duttlungum náttúrunnar eins og landeldi á laxi er.

Vestmannaeyjahöfn. Seiðaeldisstöðin í forgrunni sem er stærsta hús sem risið hefur í Vestmannaeyjum.

 

Um leið hefur óttinn snúist yfir í jákvæðni á breytta tíma og ungt fólk sér í vaxandi mæli möguleikana sem fyrir hendi eru í Vestmannaeyjum. Sjá nýjan starfsvettvang lifna á rauntíma. Í iðnaði sem á eftir að stækka meira en fólk gerir sér grein fyrir. Nú þegar eru ungir Eyjamenn byrjaðir að mennta sig í fiskeldisfræðum og sjá fyrir sér að hér í heimabyggð er hægt að vinna í blómstrandi atvinnugrein. Það er oft sagt um Eyjamenn, að þeir séu eins og lundinn. Tenging við Eyjarnar dofnar aldrei og langflestir snúa heim, í það minnsta einu sinni á ári,“ segir Óskar.

Nýtt á gömlum grunni

Fiskeldi í Eyjum er svo sannarlega ný atvinnugrein þó tilraunir með eldi hafi verið gerðar á árum áður. Fiskeldi og sjávarútvegur eiga margt sameiginlegt þó svo um ólíkan iðnað sé að ræða. „LAXEY er fjölskyldufyrirtæki sem byggir á yfir 75 ára reynslu í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu en hefur nú breytt um stefnu. Kemur af stað nýjum iðnaði í heimabyggð og byggir á sömu gildum sem reyndumst þeim farsæl í sjávarútvegi.

Ekkert gerist nema hugað sé að því mikilvægasta í skipulaginu, mannauðnum. Daði Pálsson, framkvæmdarstjóri segir að mikil vinna sé lögð í að fá rétta fólkið. Liðsheildin skipti máli í jafn stórri uppbyggingu. Erfiðast var að fá fólk með reynslu af fiskeldi en nú er deildin sú virkilega vel mönnuð af innlendu og erlendu fólki með gríðarlega mikla reynslu af eldi og sérstaklega landeldi.“

Kallar á margt fólk

Mikil framkvæmd kallar á mikið vinnuafl eigi allar áætlanir að standast. Í  dag vinna á milli  100 og 150 manns fyrir LAXEY og því fylgja ýmsar hindranir í ekki stærra bæjarfélagi. „Sú stærsta var húsnæði og matur. Þó í Eyjum sé blómstrandi mannlíf með frábærum veitingastöðum eru þeir yfirleitt þétt setnir yfir sumartímann. Því var brugðið á það ráð að reisa veitingarskála eða mötuneyti til að tryggja að iðnaðarmenn sem sjá um uppbygginguna séu vel nærðir.

Kokkarnir í Viðlagafjöru, Marcus Van og Sigurður Óskar Sigurðsson bjóða upp á veislumat á alla daga.

 

Það verður enginn svikin á að borða í mötuneytinu, hádegis- og kvöldmatur sex daga vikunnar. Matseðillin er afar fjölbreyttur og eldaður á staðnum. Gistipláss var einnig takmarkað og því þurfti að reisa eitt stykki, „hótel“ fyrir allan þann fjölda iðnarmanna sem hér eru meðan á framkvæmdum stendur,“ segir Óskar en bendir á að kostir þess að vera á á eyju séu líka nokkrir. „Allir sem að verkinu koma eru á staðnum. Það skiptir því miklu að gisting standist kröfur og maturinn góður. Með því að taka málin í okkar  hendur getum við sniðið okkur stakk eftir vexti.  Hótelið hæfir fjölda og samsetningu starfsmanna og það sama á við mötuneytið.“

Allir leggja sig fram

„Í sátt við náttúru og í krafti samfélagsins hefur LAXEY náð góðum árangri á stuttum tíma,“ segir Óskar. „Starfsmenn eru boðnir og búnir til að hjálpa til og taka við öllum boltum. Margir eru Eyjamenn og vilja sjá heimabæinn sinn blómstra og atvinnutækifæri fyrir börnin í framtíðinni.

Eigendur og flestir starfsmenn eru Eyjamenn og er virðing fyrir náttúrunni eitthvað sem þeim er í blóð borin. Aldir upp við að bjarga lundapysjum og ganga nær allar gönguleiðir sem hægt er að finna á Heimaey. Að koma til Eyja er alltaf gaman og mikil gestrisni heimafólks, að kíkja í heimsókn til okkar í LAXEY er engin undantekning. Hér er tekið á móti gestum og þeim sagt frá starfsemi, uppbyggingu og framtíðarplönum sem við erum stolt af,“ segir Óskar Jósúason.

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst