Jóhanna Guðrún semur þjóðhátíðarlagið í ár

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna það að Jóhanna Guðrún Jónsdóttir mun semja og flytja þjóðhátíðarlagið í ár,“ segir í fréttatilkynningu frá ÍBV – íþróttafélagi. „Jóhanna Guðrún hefur um áraraðir verið ein allra fremsta söngkona landsins og því borðleggjandi að hún taki að sér þetta verkefni á þessum stóru tímamótum hátíðarinnar. Þjóðhátíðarnefnd hlakkar gríðarlega til […]

Ráðherra slakar aðeins á klónni

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því að málsmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12 (eyjar og sker) verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins með hliðsjón af betri gögnum. Þann 2. febrúar sl. voru settar fram kröfur fyrir hönd ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 sem varða eyjar og sker. Þetta kemur fram […]

Vinnslustöðin skilaði metafkomu 2023 en loðnubrestur skarð í gleðina

Afkoma Vinnslustöðvarinnar á árinu 2023 var betri en dæmi eru um áður í sögu fyrirtækisins og verður að miklu leyti rakin til uppsjávarveiðanna. Loðnuvertíðin í fyrra var sú gjöfulasta í verðmætum talið frá upphafi vega og verð á mjöli og lýsi var hátt á mörkuðum allt árið 2023. Afkoman á fyrstu mánuðum liðins rekstrarárs lofaði […]

Í 1. sæti í þjónustu við barnafjölskyldur

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar en niðurstöðurnar voru kynntar á opnum fundi á miðvikudaginn. Fram kemur að 12 þjónustuþættir af 13 eru yfir meðaltali í samanburði við 19 stærstu sveitarfélög á landinu. Almennt er ánægja með þjónustu sveitarfélaga að minnka […]

Verður Landeyjahöfn stefnt í voða af mannavöldum?

Í Morgunblaðinu í gær er auglýsing frá Skipulagsstofnun um umhverfismat vegna efnisvinnslu í sjó úti fyrir Landeyjarhöfn.  Heidelberg Cement Pozzolanic Materials hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu sem nú er til kynningar „Tillaga að ofangreindri framkvæmd og umhverfismatsskýrsla eru til kynningar frá 3. apríl til 16. maí 2024 og er umhverfismatsskýrslan aðgengileg í skipulagsgátt á vefsíðu stofnunarinnar: […]

Eigum pínulítinn hlut í Landsbanka

„Við vorum ekki látin vita af kaupum Landsbankans á TM en við vorum þangað til í mars sl. annar stærsti hluthafinn í bankanum, með 0,02% hlut,“ sagði Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja í samtali við Eyjafréttir. Það eru ekki margir sem vita að Vestmannaeyingar eru hluthafar í Landsbankanum þar sem ríkið fer með stærsta hlutinn, […]

Áframhaldandi samstarf ÍBV-íþróttafélag og VSV

Í dag undirrituðu ÍBV-íþróttafélag og VSV samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026. VSV hefur í áraraðir styrkt félagið myndarlega við bakið á ÍBV og á því verður engin breyting. Það er ÍBV ómetanlegt að eiga jafn sterkan bakhjarl eins og Vinnslustöðina sem er einn máttastólpum atvinnulífsins í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin leggur ríka […]

Aglow fundur í kvöld

Allar konur eru velkomnar á  Aglow samveru í kvöld, miðvikudagskvöldið  3. apríl kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Við byrjum með hressingu og samfélagi og  kl. átta hefst samveran sem verður helguð innihaldi pákanna. Konurnar sem komu að gröfinni á páskadagsmorgni voru mjög hissa – Hann er upprisinn og þegar upprisan er íhuguð er hún eitt […]

Áhugi flóttafólks á Vestmannaeyjum ekki mikill

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti á síðasta fundi drög að nýjum þjónustusamningi milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar um samræmda móttöku flóttafólks. Um er að ræða samning frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2024 með fyrirvara um að hann falli úr gildi 30. júní nk. uppfylli ríkið ekki ákvæði um að koma […]

Baráttan um heimaleikjaréttinn framundan

„Til að vera hrein­skil­inn þá erum við með tölu­vert sterk­ara lið, bæði á vell­in­um og á papp­írn­um og í raun sama hvernig á það er litið. Við átt­um að vinna þenn­an leik og gerðum það sóma­sam­lega. Fram­ar­arn­ir voru flott­ir í fyrri hálfleik, skyn­sam­ir en svo fjar­ar und­an þessu hjá þeim. Við héld­um okk­ar dampi en […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.