Sjómenn á frystitogara landa sjálfir

Yfirlýsing Sjómannasambands Íslands vegna frávika frá aðalkjarasamningi. Sjómenn ganga í störf hafnarverkamanna og taka að sér löndun eftir langa útiveru. Sjómannasamband Íslands leggur það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara „stéttarfélaga“. Nú er hins vegar svo komið að ekki verður orða bundist. Útgerðarfélagið Brim hf með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, […]
Eyjalögin og Geirmundur koma mér alltaf í gott skap

Gísli Valtýsson, prentari, ritstjóri og ábyrgðarmaður Frétta/ Eyjafrétta mætti til leiks á Fréttum árið 1982 og þar var vinnustaður hans til tuga ára. Áður starfaði hann sem smiður hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og líkaði prýðilega þar. En einn góðan veðurdag komu til hans Arnar Sigurmundsson og Sigurður Jónsson, kennari, og buðu honum í bíltúr. Þeir tveir […]
Minna stress, betri svefn og þægilegra líf

Eyjakonan Annika Vignisdóttir hafði búið í Kópavogi í 15 ár þegar hún flutti með fjölskylduna heim til Vestmannaeyja síðasta ári og sér ekki eftir því. Það sama gildir um eiginmanninn og peyjana tvo, öll eru þau himinsæl að vera komin. Eiginmaðurinn er Sigurður Georg Óskarsson, barnabarn Sigga Gogga skipstjóra og Fríðu Einarsdóttur, sonur Sigurbáru dóttur […]
Fjölmenn göngumessa í frábæru veðri

Göngumessa er orðin fastur liður á Goslokahátíð. Var hún vel sótt að þessu sinni enda skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Gengið var frá Landakirkju í gíg Eldfells. Þar var helgistund sem sér Viðar Stefánsson stýrði. Að henni lokinni var gengið að Stafkirkjunni á Skansinum þar sem heit súpa og kaffi beið göngugarpanna. Þess má geta að […]
Tónlist og spjall á Vigtartorgi

Nú má segja að Goslokahátíð eigi sér loks samastað, Vigartorgið er orðið bæjarprýði og þar fóru allir stærstu viðburðir hátíðarinnar fram. Þar var margt um manninn á laugardagskvöldið og fólk skemmti sér við hressilega tónlist og að hitta mann og annan. Það er einmitt það sem goslokahátíðin er, eitt stórt ættarmót þar sem hresst er […]
Árna Johnsen minnst á Goslokahátíðinni

Minningartónleikar um Árna Johnsen, söngvaskáld, blaðamann og fyrrverandi alþingismann, voru haldnir á Vigtartorgi á laugardagskvöldi goslokahátíðar, 6. júlí. Hópur valinkunnra tónlistarmanna minntist þar Árna í tali og söng. Flutt voru lög sem gjarnan voru á efnisskrá Árna þegar hann skemmti á mannamótum eða stýrði brekkusöng á Þjóðhátíð. Veðrið var eins og það verður fallegast á […]
Tímamót – Stórafmæli og ráðstefna

Á morgun, sunnudag minnast Eyjafréttir og Eyjar.net merkra tímamóta, annars vegar 50 ára afmælis Eyjafrétta og tíu ára afmælis Eyjar.net og hins vegar opnun sameiginlegrar fréttasíðu, eyjafrettir/eyjar.net. Hefst með móttöku í Þekkingarsetri Vestmannaeyja kl. 13.00 á morgun, sunnudag og í kjölfar hennar er ráðstefna um stöðu héraðsfréttamiðla og er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra […]
Eyjar eru Ísland á sterum

Á tímamótum eins og þessum er eðlilegt að líta yfir farinn veg og horfa til framtíðar. Eyjafréttir er miðill sem staðið hefur af sér stórsjó og áföll sem og fengið að blómstra og átt sitt blómaskeið. Það má samt segja að miðillinn hefði aldrei náð 50 ára aldri öðruvísi en að vera með Vestmannaeyjar þetta […]
Sjómenn úti í kuldanum hjá RÚV

„Í dag kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra áætlun um að öll þéttbýlissvæði skyldu ljósleiðaravædd. Hún gleymir nú nokkrum þeirra. Nefnilega öllum skipum á Íslandi. Í gær hætti RUV, sjónvarp og útvarp allra landsmanna, að senda efni sitt gegnum gervihnött. Eina efnið sem sjómenn ná ef þeir eru utan við 12 mílur er langbylgju sending á 189khz […]
Rauðátan – Rannsóknarleiðangur lofar góðu

„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]