Eyjar eru Ísland á sterum
4. júlí, 2024
Trausti Hjaltason, stjórnarformaður Eyjasýnar.

Á tímamótum eins og þessum er eðlilegt að líta yfir farinn veg og horfa til framtíðar. Eyjafréttir er miðill sem staðið hefur af sér stórsjó og áföll sem og fengið að blómstra og átt sitt blómaskeið. Það má samt segja að miðillinn hefði aldrei náð 50 ára aldri öðruvísi en að vera með Vestmannaeyjar þetta öfluga samfélag sem sitt helsta umfjöllunarefni. Það furða sig margir á því hvernig hægt sé að reka miðil í tæplega 5000 manna samfélagi sem gefur út blað jafn reglulega og raunin hefur verið í gegnum tíðina. Slíkt er í raun einsdæmi þó víða væri leitað. Ástæðan er einföld Vestmannaeyjar eru Ísland á sterum, öflugt samfélag sem hefur ofurkraft. 

Miðillinn styrkist

Nýverið fengum við liðsauka þegar Tryggvi Már Sæmundsson ritstjóri og eigandi eyjar.net kom til liðs við okkur, þar bættust 10 ár við árin 50 og höldum við því í raun upp á 60 ára afmæli á árinu. Nú er unnið að því að sameina þessar öflugu vefsíður eyjafréttir og eyjar.net í eina enn öflugri síðu sem mun fjalla af krafti og dýpt um samfélagið í Eyjum. Landslagið hefur breyst hratt á stuttum tíma, til að takast á við nýja tíma þarf að aðlaga sig. Í náinni framtíð er stefnt á að bjóða áskrifendum okkar upp á betri þjónustu og með öflugri vefmiðli verður hægt að bjóða áskrifendum upp á nýtt efni sem verður eingöngu í boði fyrir þá. Við teljum slíkt skref styrkja miðilinn til lengri tíma. Einnig er stefnt að því að gefa út stærri blöð sem gefa tækifæri til að fjalla betur um ákveðin málefni, til þess að slíkt sé hægt þá þarf að gefa sér lengri tíma milli útgáfudaga. Atvinnulífið hefur líklega aldrei verið eins fjölbreytt og öflugt og býður það upp á spennandi vinkla, menningarviðburðir, hátíðir og fleira sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða gefa oft tilefni fyrir efnismikil blöð, þess vegna teljum við þetta skref vera mikilvægt til að styrkja miðilinn bæði rekstrarlega og efnislega. 

Afmælisráðstefna

Hallað hefur undan fæti hjá fjölmiðlum og þá er í raun alveg sama hvert er litið: Héraðsfréttamiðlar um allt land hafa lagt upp laupana, stór blöð eins og Fréttablaðið hafa hætt útgáfu, N4 og svo mætti lengi telja. Þess vegna þótti stjórn og starfsmönnum Eyjasýnar vel við hæfi á þessum tímamótum að halda fjölmiðlaráðstefnu þar sem héraðsmiðlar koma saman, bera saman bækur og ræða málin. Við erum svo heppin að áhuginn er mikill og við höfum fengið áhugaverða aðila til að vera með erindi og mæta á svæðið, Lilja Alfreðsdóttir ráðherra málaflokksins mætir á svæðið, eldri starfsmenn Eyjasýnar, Páll Magnússon, Gísli Valtýsson, ristjórar héraðsmiðla og fleiri stór nöfn úr fjölmiðlaheiminum koma til okkar. Allt undir dyggri stjórn Ómars Garðarssonar ritstjóra Eyjafrétta. Ráðstefnan verður á sunnudaginn á Goslokahelgi í Þekkingarsetrinu og hvetjum við alla velunara að mæta. 

Ómetanlegt framlag til samfélagsins

Áður en ég tók að mér það skemmtilega verkefni að leggja Eyjafréttum lið gerði ég mér ekki nægilega vel grein fyrir því hversu mikið sögulegt gildi miðillinn hefur fyrir samfélagið okkar. Einnig gerði ég mér ekki nægilega vel grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta átt góða blaðamenn sem geta fjallað af fagmennsku um atvinnulífið, pólitíkina og menningu þá með útskýringum, spurningum og viðtölum, gefa málefnunum gaum sem skiptir oft svo miklu máli til að fólk skilji betur samfélagið geti tekið upplýstari ákvarðanir. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem unnið hafa við útgáfu Eyjafrétta á einn eða annan hátt undanfarin 50 ár kærlega fyrir þeirra framlag í að gefa samfélaginu í Eyjum gaum og fjalla um líðandi stund, það er svo dýrmætt að eiga þessar heimildir. Miðillinn væri auðvitað ekki til án áskrifenda, auglýsenda og eiganda sem hafa staðið með miðlinum í gegnum súrt og sætt. Ég finn fyrir miklum velvilja í garð miðilsins og það vil ég meina að sé fyrst og fremst vegna sögu miðilsins sem einn rótgrónasti landsbyggðarmiðill landsins. 

Trausti Hjaltason 

Stjórnarformaður Eyjasýnar

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst