Minningar sem vöktu mikil viðbrögð  

Eyjapistlar voru rifjaðir upp og flutt lög eftir Gísla Helgason blokkflautuskáld og fleiri snillinga í Salnum að kvöldi 27. september. Pistlarnir rifjuðu auðheyrilega upp margar gamlar minningar og vöktu mikil viðbrögð viðstaddra. Gísli var í fararbroddi, kynnti pistlana og lögin auk þess að syngja og spila á blokkflautu. Aðrir í föruneytinu voru Þórarinn Ólason, söngur […]

Georg Eiður Arnarson – Lundasumarið 2023

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera sumarið upp. Pysjueftirlitið er að detta í 3000 bæjarpysjur, sem þýðir að bæjarpysjan er þá ca. 5000 pysjur og miðað við að bæjarpysjan sé um eða innan við 1%, þá er pysjufjöldin úr öllum fjöllum Vestmannaeyja ca. 5-700 þúsund og miðað við tæplega 90% varp, […]

Eyjahjartað í síðasta sinn á sunnudaginn

  Fáir viðburðir sem tengst hafa gosinu 1973 hafa skilað sögu Vestmannaeyja síðustu áratuga betur en Eyjahjartað. Það verður haldið í ellefta og síðasta skiptið í Einarsstofu klukkan 13.00 á sunnudaginn fyrsta október. Þar hefur Eyjafólk, flest brottflutt sagt sögur frá uppvextinum í Vestmannaeyjum frá miðri síðustu öld og fram á þessa. Nú mæta þau […]

Matey – metnaðarfullt matar- og menningarævintýri

„Við tökum þátt í Matey á tvennan hátt, annars vegar með því að leggja til fisk og fiskafurðir í matargerð á veitingahúsum og hins vegar með því að kynna gestum starfsemi okkar og framleiðslu. Efnt var til þessa viðburðar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn í fyrra, sjávarréttahátíðar í lok ferðasumars, og ljóst strax þá að […]

Eyjapistlar og Eyjalög í Salnum á morgun

Þann 16. sept. skrifaði Ómar Garðarsson ritstjóri Eyjafrétta: Meðal merkustu viðburða á Goslokahátíð 2023 var dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu í Ríkisútvarpinu. Voru þeir á dagskránni frá 7. febrúar 1973 til 25. mars 1974. Þar voru lesnar ýmsar tilkynningar, fréttir, afmæliskveðjur og birt viðtöl við fólk sem í gosinu var tvístrað vítt […]

Síldin streymir til Eyja

Huginn VE kom með fyrsta farminn úr norsk-íslensku síldinni þetta árið um kl. 18.00 á mánudaginn. Var hann með um 800 tonn sem fengust fyrir austan land. Stuttu seinna kom Álsey VE með svipaðan afla. Síldinni úr Huginn var landað hjá Vinnslustöðinni þar sem síldin er fryst og úr Álsey hjá Ísfélaginu. Síðan hafa Suðurey […]

Ásmundur – Stefán Runólfsson 90 ára í gær

Stefán er fæddur í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann gekk í Barnaskólann í Vestmannaeyjum og að loknu fullnaðarprófi innritaðist hann í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Stefán hóf að vinna við fiskvinnslu fermingarárið 1947 sem sumarmaður. Vorið 1950 hóf hann störf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sem aðstoðarverkstjóri, þá aðeins 16 ára. Frá árinu 1953 […]

Samtals 18 marka sigrar

Það var góður dagur í gær hjá Bikarmeisturum ÍBV kvenna og Íslands­meisturum karla ÍBV sem unnu leiki sína með níu marka mun hvort lið í fyrstu umferð Olísdeildarinnar þetta tímabilið. Konurnar unnu 20:29 útisig­ur á KA/Þ​ór og var Birna Berg marka­hæst Eyjakvenna með átta mörk, Sunna 5, Elísa 4, Karol­ina 3, Mar­grét Björg, Sara Dröfn […]

Eyjakonur styrktu stöðu sína í fallbaráttunni

Eyjakonur voru í öðru sæti af fjórum í neðri hluta úrslita Bestu deildarinnar fyrir leikinn gegn Selfossi á Hásteinsvelli í gær sem þær unnu 2:1. Það var Olga Sevcova sem skoraði bæði mörkin og styrkti stöðu ÍBV verulega í baráttunni um sæti í Bestu deild að ári. ÍBV endaði í áttunda sæti deildarinnar með 18 […]

Gísli Helga, Eyjapistlarnir og Eyjalögin í Salnum

Eyjapistlar voru á dagskrá RÚV frá febrúar 1973 til marsloka árið eftir. Af 260 þáttum sem samtals voru um 90 klst. hafa um 80 þættir varðveist. Í bland við þekkt Eyjalög verða á þessum tónleikum flutt brot úr nokkrum þessara útvarpsþátta. Á sínum tíma var tilgangur þáttastjórnendanna Arnþórs og Gísla Helgasona að vera upplýsingaveita fyrir […]