Laxey fær fyrstu hrognin á þriðjudaginn

Á þriðjudaginn, 28. nóvember tekur Laxey við fyrstu laxahrognunum í seiðaeldisstöð fyrirtækisins við botn Friðarhafnar. Þar með má segja að starfsemin sé hafin, þó í litlu magni sé. Hrognin koma frá Benchmark Genetics, áður Stofnfiskur, sem er leiðandi fyrirtæki í kynbótum, fiskeldi og framleiðslu á laxahrognum. „Fyrsti skammturinn er 300.000 hrogn  en í framtíðinni eigum […]

Loksins hillir undir flug

„Samgöngur til Vestmannaeyja eru okkar lífæð og er ástandið í dag langt frá því að vera ásættanlegt,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri á Fésbókarsíðu sinni. „Innviðaráðuneytið staðfesti á fundi í morgun að ætlunin sé að hefja flug til Eyja í byrjun desember. Við bíðum eftir upplýsingum um nánari útfærslu. Einnig var óskað eftir því við ráðuneytið […]

Aukin skilvirkni, hagkvæmni og rík samfélagsábyrgð

  Fundur SFS í Vestmannaeyjum 8. nóvember sl. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi héldu í hringferð um landið til að heyra, beint og milliliðalaust, hvað væri helst að brenna á fólki í tengslum sjávarútveginn. Yfirskrift hringferðarinnar var Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig? en sjálfbær nýting sjávarauðlindarinnar og hvernig arðinum af henni er skipt varðar okkur öll. Heiðrún […]

Ísfélag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Birting lýsingar og hlutafjárútboð Ísfélags hf. Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Félagið er leiðandi í veiðum og vinnslu gæðaafurða úr uppsjávar- og bolfiski. Skráning hlutabréfa Ísfélags á Aðalmarkað gerir áhugasömum fjárfestum kleift að taka þátt í vexti félagsins og styðja það til […]

Eyjasigur í 70 marka leik – Í átta liða úrslit

Mikið var skorað í leik ÍBV og Fram í Olísdeildinni á heimavelli þeirra síðarnefndu í gærkvöldi. Leiknum lauk með góðum sigri ÍBV, 38:32 og eru Eyjamenn í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Elmar var markahæstur með níu mörk. Á laugardaginn mættust liðin í sextán liða úrslitum bikarsins í Eyjum. Höfðu Eyjamenn betur og eru […]

Heimir á sigurbraut

Heimir Hallgrímsson kom karlalandsliði Jamaíka í átta liða úrslit  Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Kanada 3:2 í nótt. Kanada vann fyrri leikinn 2:1 og endaði ein­vígið 4:4 en Jamaíka fer áfram á fleiri mörkum á útivelli. Með þessum úrslitum er Jamaíka komið í loka­keppni Am­er­íku­bik­ars­ins, Copa America, en liðin sem kom­ast í undanúr­slit Þjóðadeild­ar­inn­ar, kom­ast í […]

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar harma atvikið

Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum síðastliðið föstdagskvöld losnaði akkeri skipsins og festist í vatnslögninni til Vestmannaeyja. Akkeri og akkerisfestar voru skornar frá skipinu og eru enn í innsiglingunni. Vinnslustöðin óskaði strax í gær eftir kafara til að kanna ástandið. Þá voru aðstæður óhagstæðar vegna veðurs. Tjón er staðfest en umfang þess ekki. Í dag […]

Samband um ljósleiðarastreng rofið

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta rofnaði samband um ljósleiðarastreng Ljósleiðarans til Vestmannaeyja á föstudaginn. Líkleg ástæða er að Huginn VE missti ankeri og keðju rétt innan við Klettsnefið þegar skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum síðdegis á föstudaginn. Þarna liggja vatnsleiðsla, rafstrengir og ljósleiðarar. Ekkert bendir til þess að vatnsleiðsla eða aðrir strengir hafi rofnað. Það er […]

Staða safnstjóra Sagnheima auglýst

Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf safnstjóra Sagnheima, byggða- og náttúrugripasafns. Safnstjóri er jafnframt staðgengill forstöðumanns Safnahúss Vestmannaeyja. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ástæðan er að Sigurhanna Friðþórsdóttir, verkefnastjóri Safnahúss er að láta af störfum. Helstu verkefni safnstjóra eru að annast daglegan rekstur Sagnheima og safndeilda sem heyra þar undir, vinna að uppsetningu sýninga […]

Glæsilegur markaður í Höllinni

Í dag og á morgun, sunnudag er glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni og er opið frá eitt til fimm báða dagana. Þar sýna yfir 20 aðilar fjölbreytta vöru, nytjamuni, handverk, listmuni og eithvað í gogginn. Einnig er jólakaffihús á efri palli Hallarinnar þar sem fólk getur gætt sér á heitu súkkulaði og nýbökuðum vöfflum, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.