Lítil ánægja er með fiskikör full af beinahrati úr marningsvél á lóð Ísfélagsins inni á Eiði. Alls er þetta 51 kar og sækir mávurinn stíft í góðgætið með tilheyrandi sóðaskap. Samkvæmt upplýsingum frá Ísfélaginu er verið að þýða upp hratið áður en það fer í bræðslu.
Fyrir mannleg mistök eru ekki lok á körunum og verður því kippt í liðinn innan stundar.
Mynd Óskar Pétur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst