Sjó breytt í fyrsta flokks drykkjarvatn

Vinnslustöðin festi í desember kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Fyrsta eingingin var gangsett á laugardaginn hjá Vinnslustöðinni. Gekk það að óskum og smakkaðist vatnið mjög vel. Sjó er dælt úr borholum í gegnum öflugt síukerfi sem eingöngu hleypir í gegnum sig vatnssameindinni H2O. Með öðrum orðum breytist sjór […]

VSV – Blótað til heiðurs fyrrverandi starfsfólki

„Það var hörkumæting á blótið í ár. Við vorum um sextíu saman komin, mættum klukkan sex og vorum að fram yfir klukkan níu. Mjög vel heppnað og afar þakklátir gestir sem kvöddust að teitinu loknu,“ segir Þór Vilhjálmsson um þorrablót Vinnslustöðvarinnar til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum sínum og mökum þeirra að kvöldi fimmtudags 8. febrúar. Þór sinnir mikilvægu […]

Eldgosið sást vel í morgun

Enn eitt gosið er hafið á Reykjanesi og sem betur virðist Grindavík ekki vera í hættu. Eld­gosið hófst rétt eftir sex í morg­un og er milli Sund­hnúks og Stóra-Skóg­fells. Kviku­hlaup hófst kl. 5.30 í morg­un með auk­inni skjálfta­virkni við kviku­gang­inn sem myndaðist 10. nóv­em­ber. Var fyr­ir­vari eld­goss því um hálf klukku­stund. Ekki er gert ráð […]

Kjarasamningur sjómanna og SFS undirritaður

Nýr kjarasamningur á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður undirritaður í dag í húsnæði Ríkissáttasemjara. Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019. Árið 2023 var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna. Samningaviðræður um nýjan samning hafa staðið yfir síðustu mánuði. Í þeim viðræðum var lögð mikil áhersla á […]

Heilbrigðisþjónusta fyrir 12.000 manns í Afríku

„Þóra Hrönn Sig­ur­jóns­dótt­ir er bú­sett í Vest­manna­eyj­um og rek­ur heilsu­gæslu í Ku­bu­neh í Gamb­íu. Hún heim­sótti þorpið í fyrsta sinn árið 2018 og lík­ir upp­lif­un­inni við að ferðast aft­ur í tím­ann. Þrem­ur árum síðar var hún svo búin að taka við reksti heilsu­gæsl­unn­ar í Ku­bu­neh og opna sam­nefnda hringrás­ar­versl­un í Vest­manna­eyj­um til að fjár­magna rekst­ur­inn,“ […]

FISKIRÉTTIR Á GULLEYJUNNI VIRKJA FINNSKA BRAGÐLAUKA

Fjöldi glæsilegra fiskveitingastaða í hæsta gæðaflokki í Vestmannaeyjum hlýtur að vera með því mesta sem þekkist á byggðu bóli miðað við íbúatölu. Þá ályktun dregur að minnsta kosti finnskur blaðamaður, Mika Remes, í grein um veitingaflóru og sjávarfang Vestmannaeyja í grein í tímaritinu Aromi í Finnlandi núna í janúar. Ritið er sérhæft í skrifum um […]

Ný vatnslögn og viðgerð á áætlun

„Undirbúningsvinna við nýja lögn stendur yfir og er á áætlun,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Einnig segir að undirbúningsvinna við að festa og bæta NSL3 eins vel og hægt er fyrir næsta vetur sé í gangi,“ segir í fundargerð bæjarráðs 30. júlí. „Samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum varðandi sumarverkefni við NSL3 þá er búið […]

Reyna að koma sér undan skyldum

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir HS Veitur reyna að koma sér undan skyldum sínum gagnvart Eyjamönnum með því að óska eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Þetta kemur fram í frétt á visir.is í morgun. „Það er ljóst af þessu bréfi að HS veitur eru að reyna að koma sér undan […]

Þingmaður okkar formaður HS Veitna

Samkvæmt heimasíðu HS Veitna hf. Er félagið í 50,10% eigu Reykjanesbæjar að nafnvirði 363.124.800 króna. HSV eignarhaldsfélag slhf. á 49,8% hlut að nafnvirði 360.950.400 króna og aðrir minna. Sjö sitja í stjórn og formaður er framsóknarþingmaðurinn Jóhann Friðrik Jóhannsson. Er hann þingmaður í Suðurkjördæmi og samflokksmaður Sigurðar Inga, ráðherra sem ekki komst á samgöngufundinn í […]

HS Veitur vilja stökkva frá borði – Hafa hagnast vel

„HS Veitur (áður Hitaveita Suðurnesja) hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum á grundvelli heimildar í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, en um er að ræða skylduverkefni Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fyrrgreindum lögum. Er jafnframt fjallað um að það í lögunum að það sé forsenda samnings sveitarfélags að unnt sé að tryggja notendum vatn á viðráðanlegu verði,“ […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.