Minna Ágústsdóttir ráðin forstöðumaður Visku

Minna Ágústsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Visku. Minna er kennari að mennt og hefur starfað við kennslu í grunnskóla og leikskóla undanfarin ár ásamt því að vera einkaþjálfari og reka eigið heilsueflandi fyrirtæki. Minna mun hefja störf 1. janúar 2023 og hefur stjórn Visku fulla trú á að menntun, reynsla og viðhorf hennar muni nýtast […]
Áhugaverður fundur – Auðlindin okkar

Víðtækara samráð við hagsmunaaðila og allan almenning: Gunnar Haraldsson, formaður starfshópsins Samfélag sem er meðal framsögumanna á fundi, Auðlindin okkar sem verður í Akóges kl. 17.00 á morgun, þriðjudag og er öllum opinn. Hvert er takmarkið með vinnu starfshópsins og hvaða leiðir hafið þið valið til að ná settu marki? Hlutverk okkar er að leggja mat […]
ÍBV flaug inn í þriðju umferð Evrópubikarsins

Úkraínska liðið Dunbas var ekki mikil fyrirstaða fyrir Eyjamenn í seinni leiknum í gær og eru þar með komnir í þriðju umferð Evrópubikars karla í handknattleik. Í hálfleik var staðan 22:8 og lokatölur 45:20. Í fyrri leiknum voru lokatöliur 36:28 þannig að 33 mörk skildu liðin að í þessum tveimur leikjum. Mörk ÍBV skoruðu: Svanur […]
Líflegar umræður um Auðlindina okkar á Eskifirði

Líflegar umræður sköpuðust á öðrum fundi fundaraðarinnar „Auðlindin okkar“ sem haldinn var 1. nóvember í Valhöll á Eskifirði. Fjöldi manns fylgdist með fundinum í streymi á netinu og var góð þátttaka í umræðum bæði í sal og í gegnum streymið. Á þriðja þúsund áhorfendur hafa nú fylgst með streymi frá fundaröðinni. Fundarstjóri fundarins á Ísafirði […]
Stórsigur á Donbas í fyrri leiknum

Eftir átta marka sigur 28:36 ÍBV á Donbas frá Úkraínu í annarri umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag þarf mikið til á Eyjamenn komist ekki í þriðju umferðina. ÍBV var yfir allan leikinn og var sigurinn síst of mikill. Liðin mætast í seinni leiknum á morgun í Vestmannaeyjum og hefst hann […]
Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði

Góð mæting var á fund sem haldinn var í gær í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á vegum verkefnisins Auðlindarinnar okkar. Einnig fylgdist fjöldi manns með fundinum í streymi á netinu og var góð þátttaka í umræðum bæði í sal og í gegnum streymi. Fundarstjóri fundarins á Ísafirði var Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Rebekka Hilmarsdóttir sérfræðingur […]
Todor þjálfar kvennalið ÍBV

ÍBV hefur ráðið Todor Hristov sem þjálfara kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu til þriggja ára en hann tekur við af Jonathan Glenn. Todor, sem er 35 ára gamall, er frá Búlgaríu en hefur verið búsettur á Íslandi í átta ár og lék fyrst með Víkingum í Reykjavík í eitt ár en síðan með Einherja á Vopnafirði frá […]
ÍBV og Íslandsbanki endurnýja

Í dag var endurnýjaður styrktarsamningur milli ÍBV og Íslandsbanka. Á myndinni eru; frá ÍBV Magnús Sigurðsson, Davíð Þór Óskarsson og Sæunn Magnúsdóttir, formaður félagsins og Þórdís Úlfarsdóttir og Sigurður Friðriksson frá Íslandsbanka. (meira…)
Landsbankinn og GRV saman um gangbrautavörslu

Nemendur í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautavörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. Þetta er frábært verkefni sem eflir samfélagsvitund og samkennd og gefur nemendum tækifæri að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt. Þetta […]
Guðlaugur Þór fundar í Ásgarði

Í dag, fimmtudag, 3. nóvember, ætlar Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins að sækja Eyjamenn heim en hann stendur fyrir opnum súpufundi í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Allir eru hjartanlega velkomnir til þess að ræða mikilvæg málefni er varða stöðu flokksins, framboðið og síðast en ekki síst málefni Eyjamanna og kjördæmisins. […]