„Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum hélt upp á 85 ára afmæli sitt í Höllinni í Eyjum í gærkvöldi. Það var flott veisla, frábær matur hjá Einsa kalda, eins og skemmtiatriðin og veislustjórn Gísla Einarssonar,“ segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður á Fésbókarsíðu sinni í dag.
„Ég man vel þegar pabbi, Friðrik Ásmundsson var formaður þessa félags og síðar átti hann eftir að hafa mikil áhrif á menntun skipstjórnarmanna í Vestmannaeyjum. Hann var skólastjóri Stýrimannaskólans í 27 ár og líklega höfðu nær allir skipstjórar og stýrimenn í salnum notið handleiðslu hans sem frábærs kennara.
Með hæfni þessarra manna, reynslu og menntun hafa Vestmannaeyjar verið í forystu og leitt mörg mikilvæg skref í þróun útgerðar og fiskveiða frá því að vélbátaöldin hófst.
Ég óska félaginu og skipstjórnarmönnum í Eyjum til hamingju á þessum tímamótum. Þakka boðið og fyrir að fá að segja nokkurð orð og sögur,“ segir Ási og fylgja nokkrar myndir sem hann tók.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst