Það er siður margra að vitja látinna ættingja á jólum í kirkjugörðum landsins. Ekki síst á aðfangadegi jóla og í góðu veðri eins og í gær er fjölmenni. Já, veðrið í Eyjum í gær var einstaklega gott, bjart, hægur vindur, nokkuð kalt en auð jörð.
Prestar Landakirkju hafa í mörg ár verið með helgistund í kirkjugarðinum þar sem fólk kemur saman. Í ár var séra Viðar með hugvekju að viðstöddu fjölmenni. Að henni lokinni hélt fólk með logandi kerti að leiðum aðstandenda og vina. Hátíðleg stund og viðeigandi í upphafi jólahátíðar.
Mynd: Addi í London.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst