Góðri og gjöfulli makrílvertíð að ljúka

„Vertíðin er á lokaskeiðinu. Við erum að vinna afla úr Gullbergi og Sighvatur Bjarnason var að koma með 400 tonn. Við klárum vinnsluna aðfaranótt eða fyrri hluta föstudags og þar með lýkur góðri makrílvertíð í ár,“ segir Benóný Þórisson, framleiðslustjóri í uppsjávarvinnslu VSV. Samanlagður makrílkvóti Vinnslustöðvarinnar og Hugins er 19.000 tonn og við blasir nú […]

Georg Eiður – Fiskveiðiáramót 2023

Það kom ekkert sérstaklega á óvart að hæstvirtur matvælaráðherra skyldi ákveða að fara aðgjörlega að ráðgjóf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár, en svolítið sérstakt að lesa röksemdir hæstvirts ráðherra fyrir því. En þar kemur m.a. annars fram, að mati ráðherra, að það sé ekkert óeðlilegt þó að skekkja sé í útreikningum Hafró, en það sé betra, […]

Foreldramorgnar hefjast að nýju á fimmtudagsmorgun

Nú er vetrarstarf Landakirkju að hefjast. Einn vísirinn er að foreldramorgnar Landakirkju hefjast aftur á fimmtudaginn kemur kl. 10:00 og fara þeir fram vikulega í vetur líkt og undanfarin ár. Gengið er inn Skólavegsmegin í Safnaðarheimilið. Gott aðgengi er fyrir vagna. Fréttatilkynning. (meira…)

Laufey opnar fyrir jól

DCIM100MEDIADJI_0071.JPG

Laufey Welcome Center, ný þjónustumiðstöð við Landeyjarhafnarafleggjarann er komin vel á veg og reiknar Eyjamaðurinn Sveinn Waage markaðs- og rekstrarstjóri Svarsins ehf, sem byggir Laufey að stöðin verði klár að taka á móti gestum fyrir jól í það minnsta. „Já, það er ofsalega ánægjulegt að sjá Laufey rísa eftir áralangan undirbúning þar sem gengið hefur […]

Jafnteflið gegn HK kveikir vonir

Her­mann Hreiðars­son, þjálf­ari ÍBV og liðið allt hafði ástæðu til að fagna eftir 2:2 jafn­tefli við HK í Kópavogi í Bestu deild karla í gærkvöldi. Eyjamenn lentu 2:0 undir en gáfust ekki upp og náðu að jafna undir lok uppbótartíma.  Gott innlegg í baráttuna framundan en á brekkan er brött. Eyjamenn í fallsæti með 18 […]

Eyjamaðurinn í opnum faðmi Surtseyjar

Ágúst Halldórsson er Eyjamaðurinn í síðasta blaði Eyjafrétta. Vann sér það til frægðar að enda í Surtsey eftir að hafa lent í sjávarháska á kajak. Umhverfisstofnun umhverfðist og kærði og á Ágúst nú yfir sér allt að tveggja ára fangelsi. Hér er hann í einlægu spjalli: Fullt nafn: Ágúst Halldórsson Fjölskylda: Sonur Guðbjargar í bankanum og Dóra […]

Á brattann að sækja hjá Eyjakonum

Eftir 0:2 tap ÍBV í síðasta leik Bestu deildar kvenna gegn FH á Hásteinsvelli í gær verða Eyjakonur í neðri hluta úrslitakeppninnar sem nú er framundan. Niðurstaðan er 18 stig eftir 18 umferðir og er ÍBV í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Selfoss er á botninum með 11 stig, Keflavík er þar fyrir ofan með 17 […]

Hjörtur Elíasson minning

Í dag fylgdi ég æskuvini og jafnaldra mínum Hirti Ella áleiðist í hans síðustu ferð en hann var jarðsettur frá Selfosskirkju, hafði Hjörtur lengi glímt við erfið veikindi. Margt hefur breyst síðan við strákarnir ólumst upp í Eyjum og þá ekki bara landslag og umhverfi eftir gosið 1973 heldur líka félagslegt umhverfi og afþreying sem var […]

Nýtt skip Ísfélags sjósett

„Nýr ís­fisk­tog­ari Ísfé­lags­ins hf. var sjó­sett­ur hjá skipa­smíðastöðinni Celiktrans í Tyrklandi í dag og ber skipið nafnið Sig­ur­björg ÁR. Áætlað er að Sig­ur­björg komi til lands­ins um ára­mót­in og er smíðaverð um þrír millj­arðar króna,“ segir á 200 mílum mbl.is í dag.  Segir að skipið sé hannað af Nautic ehf. fyr­ir út­gerðarfé­lagið Ramma á Sigluf­irði, […]

Sannkölluð Eyjastemning í Ráðhúsinu

Fjöldi fólks var samakominn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur eftir hádegið þar sem dagskrá er í tilefni þess að Vestmannaeyjabær er heiðursgestur á Menningarnótt í Reykjavíkur. Tilefnið er 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengsl milli bæjarfélaganna. Þar töluðu Íris bæjarstjóri Vestmanneyja og Dagur borgarstjóri Reykjavíkur.  ÁtVR sá um að skapa hina einu sönnu Eyjastemningu með söng […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.