Góður sigur á Norðankonum

Eyjakonur eru aftur á sigurbraut eftir dapurt gengi í síðustu leikjum. Sigruðu KA/Þór 25:16 á heimavelli í dag. Sunna Jónsdóttir fór fyrir sínum konum og skoraði  átta mörk. Marta stóð fyrir sínu í markinu og varði 14 skot, þar af tvö vítaskot. Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla en þrátt […]

Safnahelgin nálgast – fjögurra daga veisla í boði

Dagana 2.-5. nóvember næstkomandi verður blásið til hinnar árlegu Safnahelgi í söfnum Vestmannaeyja. Meðal viðburða má nefna að á fimmtudeginum er ætlunin að  fremja einstakan listagjörning þar sem Ingvar Björn og félagar baða Heimaklett í óvæntu og nýju ljósi. Á föstudeginum verður tónlistardagskrá í Eldheimum í fyrsta lagi til minningar um Stellu Hauks sem hefði orðið […]

Strákarnir áfram í Evrópubikarnum

Seinni leik ÍBV og Dif­fer­d­ange í Lúx­em­borg í þriðju um­ferð Evr­ópu­bik­ars karla í hand­bolta var að ljúka rétt í þessu. Lauk honum með 35:34 sigri Eyjamanna. Í fyrri leiknum hafði ÍBV betur, 34:30 og er liðið þar með komið í fjórðu umferð keppninnar. Þessar bráðskemmtilegu myndir tók Egill Egilsson,: ÍBV að fagna sigri.. Egill mætti […]

Með fjögurra marka forskot í seinni leikinn

ÍBV vann fjög­urra marka sig­ur, 34:30 á Dif­fer­d­ange í Lúx­em­borg í fyrri leiknum í þriðju um­ferð Evr­ópu­bik­ars karla í hand­bolta í gær.  ÍBV var 15:12 yfir í hálfleik og hélt þeirri for­ystu út síðari hálfleik­inn og vann að fjög­urra marka sig­ur.  Seinni leikurinn er í dag á sama stað og eru Eyjamenn í vænlegri stöðu […]

Ný gerð af sorporkustöðvum lausnin?

Það var með ólíkindum þegar Umhverfisstofnun með fulltingi þáverandi umhverfisráðherra beitti öllum tiltækum ráðum til að loka sorporkustöð Vestmannaeyja árið 2011. Með tilheyrandi auknum kostnaði og umhverfissóðaskap hefur brennanlegt sorp í Vestmannaeyjum verið flutt um langan veg þar sem það er urðað með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Nú gæti lausn verið í sjónmáli. Á fundi sem Ásmundur […]

Arðsöm fyrirtæki eru forsenda sjálfbærni samfélaga

Mynd: Starfsmenn Sawakami eignastýringasjóðsins: Frá hægri: Hiroaki Maeno, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, Mitsuaki Kuroshima, umhverfisverkfræðingur og yfirmaður greiningardeildar Sawakami sjóðsins og Jun Suzuki, byggingaverkfræðingur.Mynd / Aðsend  Sigurgeir B. Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni bregður sér stundum í hlutverk blaðamanns Bændablaðsins. Hér er viðtal sem hann tók við gesti frá Japan og birtist í blaðinu:   ,,Maðurinn […]

Hjalti og Vera Björk á flótta frá Ísrael

„Við komum hingað á miðvikudaginn síðasta og erum búin að vera hér í fimm daga. Höfum verið á slóðum Jesús Krists en verðum að sleppa helmingi ferðarinnar vegna stríðsins sem hófst á laugardaginn,“ sagði Hjalti Kristjánsson, læknir í Vestmannaeyjum þegar rætt var við hann upp úr tíu í morgun. Hann var þá á leið í […]

Grænar Vestmannaeyjar og orkuöryggi verði tryggt

Vestmannaeyjabær stefnir á full orkuskipti í Vestmanneyjum og forsenda þess er að Landsnet ákveði að leggja tvo nýja raforkustrengi til Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins og stuðlað geta að því að efla samfélagið […]

Kórarnir með sameiginlega tónleika í Safnaðarheimilinu

Nú stendur yfir innanbæjarkóramót í Vestmannaeyjum. Það eru Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja sem að mótinu koma. Æfingar hafa staðið yfir bæði sameiginlegar og hver kór fyrir sig. Lokaviðburður mótsins er í kvöld mánudag. Þá koma kórarnir saman og flytja þau verk sem æfð hafa verið. Tilgangur mótsins er að kórafólk í Eyjum […]

Verðlaunakokkar vitja uppruna besta saltfisksins

Þrír verðlaunahafar í matreiðslukeppnum kokkaskóla í Suður-Evrópu heimsóttu Vinnslustöðina á dögunum til að kynna sér vinnslu saltfisks, vöru sem þeir þekkja af góðu einu og eru hrifnir af að fást við í eldhúsum. Gestirnir voru Diego Antonio Chavero Rosa frá Spáni, Gonçalo Pereira Gaspar frá frá Portúgal og Francisco Orsi frá Ítalíu og komu hingað til lands ásamt kennurum sínum. Íslandsferðina […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.