Forvinnu hönnunar á nýbyggingu Hamarsskóla er lokið og hönnun verið boðin út. Niðurstaða útboðs er að Efla mun sinna verkhönnun á viðbyggingu.
Þetta kemur fram í þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar, fyrir árin 2025, 2026 og 2027 sem var samþykkt eftir seinni umræðu í bæjarstjórn á fimmtudaginn.
Vonir standa til að hægt verði að byrja á framvæmdum á næsta ári. Þegar byggt hefur verið við Hamarsskóla verða 5 ára deildin, 1.-4. bekkur GRV, Frístundaverið og Tónlistarskólinn undir sama þaki. Að auki verður bylting í aðstöðu fyrir alla starfsemi skólans, m.a. með tilkomu samkomu- og matsalar. „Aðstæður í samfélaginu hafa tafið framkvæmda- og undirbúningsferli en vonandi horfir það til betri vegar,“ segir í fundargerð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst