Þrefaldur skellur er niðurstaðan

Eyjamenn urðu að bíta í það súra epli að falla úr Bestu deildinni eftir 1:1 jafntefi á Hásteinsvelli í dag gegn Keflavík sem þegar var fallið. Eyjamenn þurftu sigur og hagstæð úrslit í öðrum leikjum neðri hluta deildarinnar. Það gekk ekki eftir og því fór sem fór. Súrt í broti fyrir leikmenn, þjálfara, ÍBV, stuðningsmenn […]

Allt undir og frítt á völlinn

Fótbolti.net fer yfir stöðuna þegar lokaumferð Bestu deildar karla fer fram í dag, laugardag. ÍBV mætir Keflavík kl. 14.00 og fara allir leikirnir í neðri hlutanum fram á sama tíma. Eitt lið er fallið; Keflavík féll fyrir tveimur umferðum síðan. Fjögur lið geta fylgt Keflvíkingum niður í Lengjudeildina, ÍBV, Fylkir, HK og Fram. Eina liðið […]

Allt undir á Hásteinsvelli á morgun

ÍBV verður á morgun í harðri baráttu við Fram, HK og Fylki um að halda sæti sínu í Bestu deild karla. Sigur á HK á útivelli um síðustu helgi, 0:1 gaf Eyjamönnum líflínu. Keflavík, sem mætir á Hásteinsvöll á morgun er fallið  en er sýnd veiði en ekki gefin. Sigur á laugardaginn er skilyrði ætli […]

Þingmennirnir sem ekki mættu

„Dræm þátttaka þingmanna á fund með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum endurspeglar áhugaleysi að mati stjórnarmanns í fjórðungssambandi Vestfirðinga. Aðeins tveir þingmenn kjördæmisins boðuðu komu sína á fund með sveitarstjórum landshlutans,“ segir á ruv.is um heimsókn þingmanna til Vestfjarða í gær. Aðeins tveir af átta boðuðu komu sína sem Vestfirðingum fannst klént og afboðuðu fundinn. Ekki voru […]

Opinn laugardagsfundur í Ásgarði

Á morgun, laugardaginn 7. október kl. 11.00 verður Ásmundur Friðriksson frummælandi á laugardagsfundi í Ásgarði. Þar verður aðal málefni fundarins nýjar lausnir í sorpeyðingarmálum. Á fundinn koma Stefán Guðsteinsson og Júlíus Sólnes til að kynna nýja gerð af umhverfisvænum sorpbrennslustöðvum fyrir meðalstór sveitarfélög eins og Vestmannaeyjar. Efnið er afar áhugavert og eru allir velkomnir til […]

Fráleitt að orkusparandi framkvæmdir skili sér ekki

HS Veitur tilkynntu um mánaðamótin hækkun á gjaldskrá hitaveitu í Vestmannaeyjum um 7.39 prósent. Einnig var boðuð lækkun á hitastigi á vatni frá kyndistöð niður í allt að  4°C frá því sem nú er eftir árstímum. Bæjarráð hefur lýst yfir óánægju sinni með hækkunina en rök Veitna eru áskoranir í rekstri hitaveitu í Vestmannaeyjum vegna […]

Dulin hækkun í kaldara vatni

Formaður bæjarráðs, Njáll Ragnarsson fulltrúi Eyjalistans í bæjarstjórn í bæjarstjórn er heldur óhress með stöðuna eftir hækkun á raforku og lægri hita á hitaveituvatninu . „Bæjarráð lýsti óánægju sinni við forstjóra HS Veitna þegar þetta kom upp, bæði það að félagið ákveður að hækka gjaldskrána og ekki síður því heita vatnið sé kælt á sama tíma. […]

Baráttan heldur áfram

„Þetta kemur mér í rauninni ekki á óvart miðað við allt sem á undan er gengið. Þegar hver dómsmálaráðherrann á fætur öðrum hefur haft það á stefnuskránni að fækka þessum embættum þá er alltaf spurningin hvenær það raungerist, hvað sem hver tautar og raular. Bæjarstjórn hefur háð mikla baráttu í gegnum tíðina gegn þessu en […]

Hefði kosið að sýslumannsembættið yrði auglýst

„Svarið við þessari spurningu er, að dómsmálaráðherra er ekki að leggja niður sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum. Eins og kynnt var í síðustu viku sagði núverandi sýslumaður upp störfum og óskaði eftir því að fá lausn strax. Það er unnið að breytingum í málefnum sýslumanna á landinu öllu og þess vegna er sýslumaðurinn á Suðurlandi sett yfir […]

Sparnaður upp á 2,5 milljarða hvarf á leið til Eyja

Sjóvarmadælan02

„Fram til ársins 2010 var reksturinn í jafnvægi en frá sama ári hefur raforkukostnaðurinn til fjarvarmaveitunnar í Eyjum hækkað um 250%. Á sama tíma hefur gjaldskrá hitaveitunnar hækkað um 80% en milli 80% og 90% af útgjöldum fjarvarmaveitunnar eru orkukaupin,“ segir Ívar Atlason, Svæðisstjóri vatnssviðs Vestmannaeyjum þegar hann var spurður um 7,9% hækkun á heita […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.