Vestmannaeyingar áberandi á Menningarnótt

Vestmannaeyjabær var valinn af borgarráði Reykjavíkur sem heiðursgestur að þessu sinni í tilefni af 50 ára goslokaafmæli á árinu 2023 og langvarandi vinatengslum milli bæjarfélaganna. Það er mikill heiður og sönn ánægja fyrir Vestmannaeyjabæ að vera heiðursgestur hátíðarinnar. Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi […]

Sigurgeir – Við gosið á Menningarnótt

Sýningin Við gosið verður opnuð á föstudag kl. 16.00 á Hafnartorgi Gallery, í rými sem er næst Hótel Edition við höfnina. Sýningin verður opin frá klukkan 12.00 til 17.00 á laugardag og 12.00 til 15.00 á sunnudag. Ljósmyndasýningin Við gosið í Hafnartorgi Gallery sýnir valdar myndir Sigurgeirs af gosinu, þ.á.m. eina af frægustu myndum Sigurgeirs, […]

Menningarnótt – Tvær sýningar í Hafnartorgi Gallery

Á morgun, föstudaginn 18. ágúst kl. 16.00 verða opnaðar tvær glæsilegar ljósmyndasýningar, Til hafnar og Við gosið, í Hafnartorgi Gallery, við Reykjavíkurhöfn en báðar eru þær  tileinkaðar Heimaeyjargosinu. Báðar á  vegum Vestmannaeyjarbæjar á Menningarnótt. Sýningin Til hafnar dregur upp sjóndeildarhringinn sem við þekkjum svo vel með ljósmyndum af bátunum sem sigldu til Þorlákshafnar nóttina örlagaríku. Hvorki fyrr né síðar […]

Makrílveiðar á lokasprettinum

„Makrílveiðarnar hafa gengið misjafnlega eftir dögum. Veiðisvæðið stórt og nú er flotinn komin norður undir lögsögu Svalbarða þar sem ágætis veiði hefur verið um sl. helgi. Það þýða rúmar 600 sjómílur til Þórshafnar og 850 sjómílur til Eyja,“ sagði Eyþór Harðarsson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. „Ísfélagið hefur tekið á móti um 9000 tonnum af makríl og þar […]

ÁtVR – Söngur og gleði í þjóðhátíðartjaldinu

,,Það verður Þjóðhátíðarstemming á Menningarnótt í Ráðhúsinu í Reykjavík á laugardaginn. Þá ætla félagsmenn ÁtVR , Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu að bresta í söng í þjóðhátíðartjaldinu sem Vestmannaeyjabær setur upp í ráðhúsinu,, segir Guðrún Erlingsdóttir, formaður ÁtVR. Hún segir ÁtVR vera í hlutverki gestgjafa í tjaldinu og það sé góð stemming fyrir deginum. ,,Við munum […]

Þjóðhátíðarstemmning í Ráðhúsinu

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík í tilefni af 50 ára goslokaafmælis og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Að sögn Eyjamannsins Þorsteins Gunnarsson borgarritara er þetta í annað sinn í sögu Menningarnætur í Reykjavík sem Eyjamönnum hlotnast þessi heiður en það gerðist síðast 2004. Hefð er fyrir því að vera með heiðursgesti á Menningarnótt, í fyrra var […]

Þrjú dýrmæt stig hjá Eyjakonum

Eyjakonur höfðu betur í mikilvægum leik gegn Keflavík í Bestu deildinni á Hásteinsvelli í kvöld, 1:0. Sannkallaður fallslagur þar sem Keflavíkurkonur eru eftir leikinn í næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig en ÍBV í þriðja neðsta sæti með 17 stig. Neðst er Selfoss með 11 stig. Mark ÍBV skoraði Þóra Björg Stef­áns­dótt­ir á 62. Mínútu […]

Umgengni á tjaldsvæði – Aðstæður og umfang komu á óvart

„Við vorum með sama viðbúnað fyrir þjóðhátíðina í ár og á síðasta ári. Bjuggum að því að meðal starfsmanna var fólk sem var með okkur í fyrra,“ sagði Sreten Ævar rekstrarstjóri Landamerkis sem hefur umsjón með  tjaldsvæðinu við Þórsheimilið sem er þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið. Tilefnið er óánægja gesta með umgengni á tjaldsvæði og óþrifnað í […]

Vegleg dagskrá Eyjafólks á Menningarnótt Reykjavíkur

12 rammar

Vestmannaeyjar eru sérstakir gestir á Menningarnótt Reykjavíkur sem er laugardaginn 19. ágúst. Verður dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 13.00 til 17.00. Fyrir liggja drög að dagskránni en hún er ekki fullmótuð. Sett verður upp þjóðhátíðartjald þar sem Áttahagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁTVR) ætlar að standa vaktina og spjalla við gesti, bjóða uppá bakkelsi og fleira […]

Grímur kokkur og fleira gott fólk á Fiskidegi

Grímur Gíslason, Grímur kokkur í Vestmannaeyjum á sér fastan sess á Fiskideginum mikla á Dalvík sem nú stendur sem hæst. Búist er við allt að 40 þúsund gestum sem er ansi stór biti fyrir bæjarfélag sem telur um 2000 íbúa. „Þetta gengur allt mjög vel og fínasta veður,“ segir Atli Rúnar Halldórsson, Svarfdælingur, Dalvíkingur, Eyjamaður […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.