Upphafs minnst á morgun – Fólk hvatt til að fjölmenna

Vestmannaeyingar minnast þess á morgun, 23. janúar þegar fimmtíu ár verða frá því gos hófst á Heimaey. Gosið hófst rétt fyrir klukkan tvö um nóttina og um morguninn höfðu bátar og aðkomubátar sem voru í höfn í Eyjum flutt hátt í 5000 íbúa af um 5300 til lands. Mesta björgun Íslandssögunnar. Áður en gosi lauk […]

Fótbolti – Breki áfram hjá ÍBV

Knattspyrnumaðurinn og Eyjamaðurinn Breki Ómarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en Breki er 24 ára sóknarmaður sem hefur leikið með ÍBV upp alla flokkana en einnig spilað átta leiki og skorað sex mörk með KFS. Hjá ÍBV á Breki að baki 55 leiki þar sem hann hefur skorað sex mörk, Breki […]

Eyjanótt – Streymi opið í 48 tíma

Eyjanótt, stórtónleikar í Hörpu  á laugardagskvöldið verða í beinu streymi hjá Sjónvarpi Símans og Vodafone. „Ekki er víst að allir geti horft á streymið á laugardagskvöldið enda margt í boði. Þeir sem kaupa sér aðgang fyrir tónleikana hafa aðgang að þeim í 48 klukkutíma. Það er því hægt að njóta þeirra á sunnudaginn eða seinna […]

Málþing í Sagnheimum um heilsutengdan lífsstíl

Laugardaginn 28. janúar er þér boðið til málþings sem haldið verður í Sagnheimum. Boðið verður upp á 4 stutta fyrirlestra um mikilvægi þess að hlúa að eigin heilsu auk þess sem fyrirtæki, áhugahópar og aðrir munu kynna nokkur af þeim fjölbreyttu tækifærum sem eru í boði til heilsueflingar í Vestmannaeyjum. Þá mun yngstu þátttakendunum verða boðið […]

Eldheimar – Tónleikar hefjast eftir handboltann

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að byrja tónleikana á föstudagskvöldið, Við sem eftir erum – Sögur og söngvar í ELDHEIMUM  uppúr kl 21:00 í stað 20:30 eins og upphaflega var auglýst. Húsið verður opnað kl 20:30   Einnig er hægt er að nálgast miða alla daga frá kl. 13:30 til 16:30. Allar frekari upplýsingar í 4882700. […]

Fótbolti – Guy Smit í markið hjá ÍBV

Markvörðurinn Guy Smit hefur verið lánaður til ÍBV frá Val út keppnistímabilið 2023. Guy er 26 ára gamall Hollendingur sem lék með Val á síðustu leiktíð en Leikni Reykjavík tímabilin tvö þar áður. Hann hefur þó leikheimild með ÍBV í leikjum gegn Val, þrátt fyrir að vera á láni þaðan. Hann hefur vakið mikla athygli […]

Eyjakonur áfram í toppbaráttunni

Á meðan Valskonur gerðu jafntefli á móti Stjörnunni í Olísdeildinni sigraði ÍBV Hauka á heimavelli, 30:28 og eru Eyjakonur einu stigi á eftir Val sem eru á toppnum með 19 stig eftir ellefu leiki. Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir  skoraði 10 mörk í liði ÍBV. Birna Berg  skoraði 7, Elísa Elías­dótt­ir 5, Sunna 5, Sara Dröfn 2 […]

Eyjasveitin Hrossasauðir með nýja plötu

„Við stofnuðum hljómsveitina árið 2021 þegar ég og trommarinn,  Jón Grétar Jónasson tókum okkur til og stofnuðum hljómsveit,“ segir Kári Steinn Helgason, Skánki um hljómsveitina Hrossasauðir sem gaf út plötu í dag. „Nafnið er tengt áhugamáli okkar, íslensku sauðfé og íslenskum hrossum og því að ég var viss um að enginn notaði þetta nafn á […]

Olísdeild kvenna – Áttundi sigur ÍBV í röð

„ÍBV komst upp í annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með fjögurra marka sigri á Stjörnunni, 22:18, í TM-höllinni í Garðabæ í miklum sveifluleik. ÍBV hefur þar með 18 stig eftir 11 leiki og er stigi á eftir Val. Stjarnan er með 16 stig í þriðja sæti. ÍBV hefur nú unnið átta leiki […]

Nökkvi Már áfram hjá ÍBV

Eyjamaðurinn Nökkvi Már Nökkvason hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en Nökkvi sem er 22 ára varnarmaður hefur verið á mála hjá ÍBV síðan 2017. Nökkvi á 26 leiki fyrir ÍBV í deild og bikar en hann spilaði 11 leiki í Lengjudeildinni er liðið fór upp 2021. Samhliða því að hafa spilað […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.