Það var góður dagur í gær hjá Bikarmeisturum ÍBV kvenna og Íslandsmeisturum karla ÍBV sem unnu leiki sína með níu marka mun hvort lið í fyrstu umferð Olísdeildarinnar þetta tímabilið.
Konurnar unnu 20:29 útisigur á KA/Þór og var Birna Berg markahæst Eyjakvenna með átta mörk, Sunna 5, Elísa 4, Karolina 3, Margrét Björg, Sara Dröfn og Ásdís 2 og Amelía Dagbjört Ýr og Britney Cots 1. Marta varði 11 og Réka Bognár 2.
Það blés ekki byrlega fyrir karlaliði ÍBV í upphafi leiks gegn Stjörnunni sem komst mest 12:6 yfir í fyrri hálfleik. Okkar menn bitu í skjaldarrendur og var staðan 14:13 í hálfleik. Seinni hálfleik áttu Eyjamenn skuldlausan þar sem Elmar fór fyrir sínum mönnum og skoraði 10 mörk. Stjarnan sá aldrei til sólar og varð að sætta sig við 24:33 marka tap á heimavelli.
Mörk ÍBV: Elmar 10, Daniel Esteves 5, Gauti 5, Sveinn Jose 3, Arnór 3, Sigtryggur Daði 2, Dagur 2, Hinrik Hugi 1, Breki Þór 1 og Nökkvi Snær 1. Petar varði 6 og Pavel 2.
Samtals vann ÍBV leikina tvo með samtals 18 mörkum sem hlýtur að teljast gott í upphafi leiktíðar.
Mynd Sigfús Gunnar.
Karlarnir stóðu uppi sem meistarar meistaranna þetta árið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst