Upplýsingaskilti við Stórhöfða afhjúpað

Marinó Sigursteinsson, betur þekktur sem Mari pípari, er skiltakarl Vestmannaeyja eins og Kári Bjarnason orðaði það í aðfaraorðum sínum. Tilefnið var afhjúpun skiltis, á þriðjudeginum 4. júlí, um fuglamerkingar Óskar Sigurðssonar í Höfðanum þar sem áhugasamir geta lesið um hið einstæða afrek Óskars og hvaða aukna þekkingu það hefur fært okkur um þá fugla sem […]

Eyjapistlarnir ógleymanlegu og Eyjalögin

Í kvöld kl. 20:00 verður dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og  Eyjapistlarnir ógleymanlegu. Þar ætlar Gísli segja frá Eyjapistlunum og spila brot úr þeim auk þess að koma fram með föruneyti valinna tónlistarmanna og flytja lögin sín og annara ástsælla Eyjamanna. Með honum í liði eru Unnur og Simmi, Hafsteinn Guðfinnsson, Þórarinn Ólason, Herdís Hallvarðsdóttir […]

Eyjafréttir í dag – Kvíðinn var oft nánast áþreifanlegur

Vígsla

Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin […]

Skráning  í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð

Skráning í árlega söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin og fer fram á netinu nú eins og fyrr. Foreldrar skrá börnin sín í gegnum Google forms og þurfa því að hafa google reikning til að framkvæma skráningu. Óskað er eftir nöfnum keppenda og kennitölum þeirra sem og nafni og símanúmeri forráðamanns. Til að skráning teljist […]

Þyngra en tárum tekur

„Það eru mér gríðarleg vonbrigði og þyngra en tárum taki að geta með engu móti verið á mínum æskuslóðum í dag, til að minnast 50 ára goslokum í Heimaey. Fyrir nokkrum dögum fór ég í einfalda aðgerð á Landspítalanum. Af óviðráðanlegum orsökum þarf að endurtaka aðgerðina og verð ég því fjarri góðu gamni,“ segir Ásmundur […]

Eliza Reid, forsetafrú – Kæru Eyjamenn!

Við minnumst þess núna að hálf öld er liðin frá goslokum. Það voru svo sannarlega gleðitíðindi þegar því mátti slá föstu að hinum hrikalegu eldsumbrotum væri lokið. Þessa sögu þekkið þið Eyjamenn auðvitað miklu betur en ég, ekki síst þau sem hér bjuggu þegar hamfarirnar hófust. Þá var ég reyndar ekki fædd. Auk þess verð […]

Happ að fá allan þennan vikur

„Ef við byrjum á hreinsuninni þá var strax byrjað að hreinsa til að komast um bæinn. Milli 60 og 70 prósent af öskunni, vikrinum féll fyrstu dagana frá 25. til 29. janúar og síðustu hrinurnar komu um miðjan febrúar og venjulegir bílar komust ekkert áfram. Því varð að hreinsa aðalgöturnar og við vissum líka strax […]

Henry P. Lading enn og aftur

„Þegar ég kom úr tuðruferð í gærkvöldi var þessi prammi/skip kominn að bryggju,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar á FB-síðu sinn fyrir skömmu. „Mér fannst ég eitthvað kannast við þetta – og enn frekar þegar ég sá nafnið – Henry P. Lading. Þetta skip sá ég síðast einmitt í júlí 1968. Þá var ég 14 […]

Mikilvægur leikur hjá KFS í dag

KFS, sem leikur í þriðju deild karla mætir ÍH á Týsvelli klukkan 14.00 í dag. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið.  KFS er í níunda sæti með 10 stig eftir níu umferðir. ÍH er með 8 stig eftir jafnmarga leiki en þetta er síðasti leikur deildarinnar í 10.  umferð. Biður KFS um góðan stuðning. (meira…)

Eyjakonur tóku Fram í kennslustund

ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að vinna stórsigur á Fram, 30:25, í 14. umferð deildarinnar í Vestmannaeyjum. ÍBV fór a.m.k. tímabundið upp fyrir Val sem er þessa stundina að leik við KA/Þór á Akureyri,“ segir á handbolti.is, Yfirburður ÍBV voru miklir í leiknum því á löngum […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.