Jón Inga skrifar undir tveggja ára samning

Eyjamaðurinn Jón Ingason hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV en hann þarf varla að kynna fyrir Eyjamönnum sem hafa fylgst með boltanum síðustu 10 ár. Jón er á sínu 28. aldursári og lék sem miðvörður og vinstri bakvörður í sumar. Jón er frábær leikmaður og liðsmaður sem kom vel inn í lið ÍBV á liðnu ári eftir […]

Eyjakonur fyrstar til að leggja Val

„Valur og ÍBV mættust í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í dag í upphafsleik 11. umferðar. Fyrir leikinn var Valur í efsta sæti með 19 stig eftir 10 leiki en ÍBV í þriðja sæti með fjórtán stig eftir 9 leiki,“ segir á handbolti.is um frábæra byrjun ÍBV í Olísdeildinni á nýju ári sem var […]

Þrettándagleðin í myndum

  Mikil þátttaka var í þrettándagleðinni í gærkvöldi og þokkalegasta veður og færð. Addi í London var á ferðinni með myndavélina og eins og svo oft segja myndir meira en mörg orð. Myndir Addi í London. (meira…)

Nýárspistill Binna – Besta rekstrarár í sögu Vinnslustöðvarinnar

Farsæl starfsemi Vinnslustöðvarinnar á liðnu ári – væntanleg kaup fyrirtækisins á Ós og Leo Seafood á nýju ári – hræringar í sjávarútvegi með sameiningu fyrirtækja – lýst eftir framtíðarsýn fyrir hönd sjávarútvegsins. Þetta og fleira í nýárspistli framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á fyrsta degi ársins 2023. Við áramótin lítum við um öxl og getum afar vel við […]

Gleðilegt nýtt ár

Eyjafréttir óska lesendum sínum og öllum gleðilegs nýs árs 2023. Gott ár að flestu leyti að baki og vonandi enn betra ár framundan. Hefjum nýtt ár með mynd sem Addi Í London tók í gær þegar áramótabrennan við Hástein logaði sem skærast og flugeldar lýstu loftið. Ekki vantaði flugeldafjörið í gærkvöldi og logaði himininn þegar […]

Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi stefna að sameiningu

Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna. Sameinað félag mun heita Ísfélagið hf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félögin sendu frá sér í kvöld. Forsvarsmenn félaganna tveggja eru sammála um að mörg tækifæri séu í fólgin í sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf., m.a. […]

Krossgátan – Vísbendingar sem vantaði

Nokkrar vísbendingar vantaði inn í jólakrossgátuna. Þær eru þessar: lárétt:     Þennan stól eignaðist ég einhvern veginn þar sem ég ólst upp (4) lárétt:     Þekkt íþróttafélag í Reykjavík (2) lóðrétt:  Hvað ég naut þess á einhvern hátt að fara til útlanda (4) lóðrétt:  Við fórum um blauta og sundurlausa akra (4) lóðrétt:  Ensk tjara eða dönsk […]

Jólaball Landakirkju á morgun, fimmtudag

Landakirkja býður bæjarbúum á árlegt jólaball sitt fimmtudaginn 29. desember nk. kl. 16:00. Tríó Þóris Ólafssonar ásamt gestum leikur létt jólalög á meðan dansað er í kringum tréð í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Landakirkju hellir upp á og býður ungum sem öldum upp á létt góðgæti. (meira…)

Íslenskar getraunir – KFS Íslandsmeistari 2022

Nú liggur vel á okkur: Hópleikur 5, lokastaðan eftir 10 vikur af 10(8 bestu), 551 hópur: 1. deild: HHH í 1. sæti með 92 rétta, vinnur 70 þús. Gunners í 2. sæti með 91 réttan, vinnur 60 þús. Charlotta í 5. sæti með 89 rétta. Tryggvi í 6.-11. sæti með 88 rétta. 2. deild: HHH […]

Færð á vegum til trafala

„Í ljósi þess að Landeyjahafnarvegurinn er með öllu ófært falla niður ferðir kl. 09:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 10:45 frá Landeyjahöfn,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi. „Snjómokstursbíll er væntanlegur. Þeir farþegar sem áttu bókað í þessar ferðir koma til með að fá símtal frá skrifstofu okkar til þess að færa bókun sína. Biðjum við farþega […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.