Fótbolti – Sigurður Arnar framlengir

Varnarmaðurinn knái Sigurður Arnar Magnússon hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um eitt ár og kemur því til með að leika með liðinu í Bestu deildinni 2023. Sigurður, sem er 23 ára, lék vel í sumar með ÍBV en hann spilaði 26 af 27 leikjum liðsins í deild og úrslitakeppni. Hann skoraði fjögur mörk […]

Bækur og kaffi í Eyjum – Eymundsson

Eymundsson Verslunin Eymundsson er búin að vera í Vestmannaeyjum í 15 ár og hefur mikið gerst á þeim árum. Í dag er kaffihús, bóksala, ritföng og leikföng aðalvaran. Eymundsson er með allar nýjustu bækurnar allt árið til sölu, ásamt sígildum bókum. Mikið úrval er af leikföngum. Playmobil og Baby born ber þar hæst og svo […]

Toppþjónusta í Eyjum – Snyrtistofa Ágústu

Snyrtistofa Ágústu Snyrtistofu Ágústu er alhliða snyrtistofa sem býður viðskiptavinum upp á mikið úrval af líkams- og andlitsmeðferðum.  Nanna Sigurjónsdóttir sér um varanlega förðun og tattoo og hún gerir líka göt í eyru. Emilié er naglasérfræðingurinn hjá snyrtistofunni. Kristín Ingólfsdóttir og Ágústa Guðnadóttir eru snyrtifræðimeistarar en Kristín er sérfræðingur í brazilísku vaxi. Ágústa er eigandi og […]

Naumt tap í bikarnum

Bikarmeistarar Vals urðu áttunda og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í næstu umferð bikarkeppni HSÍ í karlaflokki í dag þegar þeir unnið ÍBV, 31:30, í hörkuleik í Vestmannaeyjum. ÍBV átti síðustu sókn leiksins en tókst ekki að færa sér hana í nyt og knýja út framlengingu. Valur var þremur mörkum yfir í […]

Fallegar vörur í Eyjum – Heimadecor

Heimadecor Verslunin Heimadecor er staðsett í hjarta bæjarins. Boðið er upp á fjölbreytt vöruúrval frá House Doctor – Nicholas Vahé og Meraki . Hjá Heimadecor finnur þú allt í jólapakkann fyrir öll kyn og allan aldur. Svo má ekki gleyma skrautinu og öllu fyrir góða veislu. (meira…)

Föt og snyrting í Eyjum – Litla Skvísubúðin og Snyrtihorn Mæju

Litla Skvísubúðin og Snyrtihorn Mæju Litla Skvísubúðin og Snyrtihorn Maju eru staðsett á Skólavegi 6. Skvísubúðin er með mikið af fallegum fatnaði á konur og börn. Vinsælustu merkin eru Kaffe, Culture og Freequent. Zhenzi er líka vinælt merki sem kemur í betri stærðum. Barnafatnaðurinn er ekki af verri endanum en þar má finna merki eins […]

Jólahúsið – Hús Lindar og Jóns Örvars varð fyrir valinu

Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við  HS veitur hefur valið jólahús Vestmannaeyja árið 2022. Þetta er tuttugasta og þriðja árið sem jólahúsið er valið.  Í ár voru 22 húseignir tilnefndar og fyrir valinu varð hús Lindar Hrafnsdóttur og Jóns Örvars van der Linden  við Vesturveg 11 b. Gunnar Andersen formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja afhenti hjónunum veglega  jólaskreytingu frá […]

Miðbæjarboginn prýðir miðbæinn

Í gær var Miðbæjarboginn vígður af stjórn Miðbæjarfélagsins og styrktar,- og sjálfboðaliðum sem komu að gerð bogans. Kveikt var á ljósum í bogunum en boginn er nú kominn í jólabúning. Hann er við enda Bárustígs við Strandveg og setur skemmtilegan svip á miðbæinn. Hugmyndin kemur frá stjórn Miðbæjarfélagsins þegar félagið fékk styrk hjá Vestmannaeyjabæ úr […]

Snjór og von á meiri snjó

Í fyrrakvöld byrjaði að snjóa all hressilega í Vestmannaeyjum og er nú talsverður snjór í Eyjum. Hafa ruðningstæki og menn haft  í nógu að snúast. Snjór er ekki óalgengur í Eyjum á þessum tíma en frost hefur verið óvenjumikið, níu stig á bílamæli í morgun. Í nótt og fram eftir morgni spáir suðaustan 14 metrum […]

Ernir byrjaði áætlunarflug í dag

Fyrsta áætlunarflug til Vestmannaeyja í nokkra mánuði var þegar vél Flugfélagsins Ernis lenti  hér í hádeginu. Í tilkynningu frá félaginu segir að flogið hafi verið kl. 12:00 frá Reykjavík og 12:45 frá Vestmannaeyjum. Vakin er athygli á aukaferð til og frá Eyjum á sunnudaginn 18. desember. Flogið er tvisvar í viku, tvær ferðir á þriðjudögum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.