Víkingferðir verða með keyrsluna í Dalinn þetta árið. Leiðirnar sem eru í boði eru með svipuðu sniði og í fyrra en takið eftir að leið 1 sem er á daginn og í gegnum bæinn er frá kl. 12:00 til kl. 18:00. Leið 2 og 3 er í gegnum íbúðahverfin frá kl. 20:00 til 6:00, reynt verður eftir fremsta megni að hafa strætó á 10 mínútna fresti.
Stærsta breytingin er sú að nú er komið miðasöluhús inni í Dal sem styttir þann tíma sem tekur að komast inn í bílana. Eins er staðsetningarbúnaður í öllum bílum þannig að starfsmaður getur alltaf sagt til um hve langt er í næsta bíl.
Verðskráin breytist í ár en verð fyrir börn (6-13 ára) og eldri borgara er 500 kr og fyrir aðra er verðið 1.000 kr ferðin. Hægt verður að kaupa miða í söluskúrnum í Dalnum en þá er verðið 5000 kr fyrir 6 ferðir (verðið er þá 833 kr ferðin).
Kv. Auður og Gunnar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst