Desembertónleikar ÍBV – Jólahjól Stuðlabandsins mætir

Christmas snowflakes on a red background .Texture or background

Desembertónleikar ÍBV mæta aftur til leiks í ár og verður sannkölluð veisla þann 22. desember. Jólahjól Stuðlabandsins mætir í Höllina með alvöru stemningu fyrir jólin. Jólapeysur, jólalukkuhjól, skemmtilegar sögur og auðvitað bestu jólalögin. Það fara sögur af því að 22. des sé mesti stuðdagur ársins! Miðaverð er 4900 kr í forsölu á Tix.is og 5.900 […]

Viltu hafa áhrif 2023 – Átján fengu styrk

Í dag fengu 18 verkefni styrk í tengslum við Viltu hafa áhrif. Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs afhenti styrkina og skrifað var undir samstarfssamning um hvert verkefni. Meðfylgjandi er list með þeim verkefnum er hlutu styrk.   Leturstofan – 400.000 kr. Fá listamann til að mála listaverk á vegg Leturstofunnar að Vestmannabraut sem lýsir sögu hússins. […]

Ráðning hafnarstjóra: Formgallinn stendur einn eftir

Eftir að dómur er fallinn varðandi ráðningu í starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum stendur ekkert eftir af málinu annað en formgallar í málsmeðferð Framkvæmda- og hafnarráðs og að athafnir ráðsins hafi ekki verið rétt færðar til bókar í fundargerð. Af því er rétt og skylt að læra og verður gert. Vestmannaeyjabær var sýknaður að fullu í […]

Líknarkaffið – Kræsingar sendar á vinnustaði

„Þetta er í þriðja skiptið sem við höfum þennan háttinn á, erum ekki með okkar vinsæla Líknarkaffi og basar í Höllinni heldur sendum veitingar á vinnustaði. Fyrst var það kófið með sínum samkomutakmörkunum sem stoppaði sjálft Líknarkaffið en nú er eins og við séum ekki alveg komnar í gang eftir þau ósköp,“ segir Júlía Elsa […]

ASÍ – Breytingar á leikskóla- gjöldum – Vm í lægri kantinum

Vestmannaeyjabær kemur vel út í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Hún sýnir að leikskólagjöld, 8 tíma vistun með fæði, hækkuðu hjá 17 sveitarfélögum af 20. Fjórtán sveitarfélög hækkuðu gjöld á bilinu 3 -5,7%, þar af hækkuðu gjöld umfram 4% hjá átta sveitarfélögum. Hækkunin var 2.5% hjá Vestmannaeyjabæ. Tímagjald […]

Veiðum lokið á heimasíldinni – 13.000 tonn til Eyja

„Við kláruðum heimasíldina um miðjan þennan mánuð. Hún veiddist vestur af Reykjanesi á sömu slóðum og undanfarin ár. Heimaey VE og Sigurður VE sáu um veiðarnar þetta haustið,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. Heimaey var með 3400 tonn og Sigurður 3500 tonn í heildina. „Þetta blandaðist að hluta við norsk-íslensku síldina í september sem veiddist […]

Olísdeild karla – Lýsi og tros skiptu sköpum

Eftir slakt gengi í síðustu leikjum vann ÍBV mikilvægan útisigur, 29:30 á Fram í Olís-deild karla í kvöld. Jafnt var framan af leik og var staðan 14:12 í hálfleik. Í seinni hálfleik komst Fram fjórum mörkum yfir en þá sýndu Eyjamenn að lýsi og tros er það sem gildir þegar á reynir.  Síðustu mínúturnar voru […]

Nýr sjóðari og forsjóðari tryggja og auka afköst

„Við erum að taka inn nýjan sjóðara, 160 m2 sem kemur frá Norska fyrirtækinu Fjell. Hér er fyrst og fremst verið að horfa í rekstaröryggi, að geta haldið uppi afköstum og vonumst einnig eftir auknum afköstum. Er stærð sjóðara í verksmiðjunni þá orðin umtalsverð og með frekari fjárfestinu eiga þeir að ráða við aukna afkastagetu,“ […]

Sóknarfæri í nýsköpun / kynningarfundur á netinu

Sóknarfæri í nýsköpun, kynningarfundur verður á netinu 30. nóvember kl.13:00-14:00. Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Hraðlinum verður stýrt af Svövu Björk Ólafsdóttur stofnanda RATA sem jafnframt leiðir kynningarfundinn. Hraðallinn er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum […]

Lionsklúbburinn – Ókeypis blóðsykursmæling 

Sykursýki –    Baráttumál Lionshreyfingarinnar í áratugi! Lionsklúbbur Vestmannaeyja í  samstarfi við hjúkrunarfræðinga  á HSU í Vestmannaeyjum  og  Apótekarann við Vesturveg. Bjóða bæjarbúum upp á ókeypis blóðsykursmælingu í Apótekaranum fimmtudaginn 24. nóvember milli kl. 13,00 og 16.00.  Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö.   Aukin þyngd […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.