Eyjakonur sýndu klærnar svo um munaði þegar þær mættu Selfosskonum í Olísdeildinni í gær. Leikið var í Sethöllinni á Selfossi og lauk leiknum með 21:40 sigri ÍBV sem komst í 3:20 í leiknum.
Að lokinni þrettándu umferð er Valur í efsta sæti með 22 stig, jafnmörg og ÍBV sem er með lakara markahlutfall.
Næsti leikur ÍBV er gegn KA/þór heima laugardaginn fjórða febrúar.
Mynd Sigfús Gunnar:
Sigurður Bragason, þjálfari hvetur sínar konur til dáða í leik gegn Val í haust.
Staðan:
L | Mörk | Stig | |
Valur | 13 | 387:308 | 22 |
ÍBV | 13 | 373:318 | 22 |
Stjarnan | 13 | 363:302 | 19 |
Fram | 13 | 357:292 | 17 |
KA/Þór | 13 | 319:344 | 10 |
Haukar | 13 | 353:380 | 8 |
Selfoss | 13 | 339:413 | 4 |
HK | 13 | 284:418 | 2 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst