Ofsaveður hamlar siglingu Herjólfs

„Vegna ofsaveðurs hefur verið ákveðið að fella niður siglingar fyrri hluta dagsins. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi.Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá á veðrið að lægja þegar líða tekur á daginn. Við gefum út tilkynningu […]
Krakkar í GRV gróðursettu 450 plöntur

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk nú í haust 450 plöntur frá Yrkju sem er Sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Plöntunar voru gróðursettar af krökkunum í fyrsta, öðrum, þriðja, fjórða og fimmta bekk á miðvikudaginn. Yrkja er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Stjórnendur GRV sóttu til sjóðsins og fengu gefins plöntur. Ákveðið var að framkvæma gróðursetninguna í […]
Herjólfur – Breytingar vegna skítaveðurs

„Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur á morgun laugardag að spáð er hækkandi ölduhæð þegar líða tekur á kvöldið, en um kl. 21:00 annað kvöld er gert ráð fyrir 3 metra ölduhæð við Landeyjahöfn,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi. Ástæðan er skítaveður um helgina, fyrsta alvöru haustlægðin sem […]
Burstuðu ÍR-inga í gærkvöldi

Það var mikið stuð á Eyjamönnum í Olísdeild karla þegar þeir tóku á móti ÍR-ingum í öðrum leik tímabilsins í gærkvöldi. ÍBV var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu og lauk leiknum með 15 marka mun, 43:28. Í fyrsta leik gerði ÍBV jafntefli á mói KA fyrir norðan og er í fimmta sæti með þrjú stig. […]
Georg Eiður – Lundasumarið 2022

Sá engan lunda í dag og pysjunum farið að fækka og styttist óðum í Lundaballið og því rétt að gera sumarið upp. Ég fór inn í þetta sumar með miklar væntingar um að hin góða nýliðun í lundastofninum héldi áfram, en svo varð ekki, því miður, en hafa verður þó í huga að komnar eru […]
Sjávarútvegur 2022 hefst í Höllinni á morgun

Sjávarútvegssýningin SJÁVARÚTVEGUR 2022/ ICELAND FISHING EXPO 2022 verður haldin 21. – 23. september í LAUGARDALSHÖLL. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar er sýningin uppseld. „Sýningin er einstaklega fjölbreytt og margar nýjungar. Það eru allar tegundir af fyrirtækjum er þjóna íslenskum sjávarútvegi að með bása. Bæði stærstu fyrirtæki á þessu sviði og svo minni fyrirtæki. […]
Portúgalskt sólskin virkjað til saltfiskþurrkunar í Grupeixe

Verð á raforku og gasi í Evrópuríkjum hækkar næstum því daglega og er að jafnaði orðið meira en þrefalt á við það sem gerðist áður en styrjöld braust út í Úkraínu. Staða og viðbrögð í Grupeixe, saltfiskframleiðslufyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal, segir sína sögu. Þar hafa rekstrarútgjöld aukist gríðarlega, segir Nuno Araujo framkvæmdastjóri: „Við bregðumst meðal […]
Tuttugu og fjögurra tíma púl fyrir Pietasamtökin

Í æfingasalnum er hann leiðtogi þegar hann stýrir æfingum, en ekki síður þegar hann stýrir sínum eigin æfingum og áskorunum. Gísli Hjartarson tók á sig mikla líkamlega áskorun um síðustu helgi þar sem hann stundaði æfingar í 24 klukkustundir samfleytt og án hvíldar. Hann skiptist á að æfa á þremur tækjum; vindhjóli, róðravél og skíðavél. […]
Bæjarstjórn einhuga – Vonbrigði í vatnsleiðslumáli

Bæjarstjórn lýsti á fundi sínum á fimmtudaginn yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu ráðherra og ráðuneytisins varðandi ósk Vestmannaeyjabæjar um þátttöku í lagningu nýrrar vatnsleiðslu neðansjávar. „Ný vatnsleiðsla til Eyja er öryggismál og nauðsynlegt að hún verið lögð sem fyrst. Því er borið við í svari ráðuneytisins að ekki megi skapa fordæmi í þessum efnum. Það […]
Góðir gestir frá Eysturkommuna í Færeyjum

Í síðustu viku fékk Vestmannaeyjabær góða gesti frá Eysturkommuna. Í hópnum voru bæjarstjórn, bæjarstjóri og starfsfólk Eysturkommuna. Gestirnir fengu góða kynningu á starfsemi Vestmannaeyjabæjar. Eins fengu gestirnir kynningu á starfsemi nokkurra fyrirtækjum hér í Eyjum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði svo með hópnum og var meðal annars kynnti Per Martin bæjarstjóri þau fjölmörgu jarðgöng sem Færeyingar hafa […]