Svekkjandi tap gegn FH

ÍBV mátti sætta sig við eins marks tap, 28:29 gegn FH í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í gær. ÍBV  var 16:12 yfir í hálfleik en það dugði ekki til. ÍBV er í sjötta sæti með átta stig eftir sjö umferðir en með sigri í gær hefðu Eyjamenn hoppað upp í annað sætið. Rúnar Kárason skoraði […]

Á leið til Þorlákshafnar – Óvissa með seinni ferð

Ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar og er Herjólfur á leið til Þorlákshafnar núna fyrri hluta dags og fer frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 07:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 09:00 frá Landeyjahöfn hafa verið færðir sjálfkrafa milli hafna. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á […]

Foreign Monkeys afkastamiklir – Breiðskífa væntanleg

Árið 2022 hefur verið nokkuð viðburðaríkt hjá eyjasveitinni Foreign Monkeys. Sveitin sem samanstendur af þeim Gísla Stefánssyni, Boga Ágústi Rúnarssyni og Víði Heiðdal Nenonen hefur sent frá sér þrjár smáskífur sem af er ári og sú fjórða „HIGH“ er á leiðinni 21. október nk. Enn sem komið er hafa smáskífurnar aðeins komið út stafrænt á […]

Bras og vesen að veikjast úti á landi

Sjúkrasögur úr Vestmannaeyjum: Þessari grein er ekki ætlað að kasta rýrð á fólkið í heilbrigðiskerfinu, þvert á móti því söguhetjur okkar bera því vel söguna en það er ekkert grín að vera úti á landi þegar eitthvað ber út af. Söguhetjurnar er kjarnafólk, fætt 1974 og kallar ekki allt ömmu sína þegar á móti blæs. […]

ÍBV lauk tímabilinu með reisn

ÍBV endaði tímabilið með sigri, 1:0 á Leikni á Hásteinsvelli og er í öðru sæti neðri hluta Bestu deildarinnar með 32 stig. Öll síðasta umferðin fór fram í dag og hófust leikirnir klukkan 13.00. Breiðablik eru Íslandsmeistarar og Keflvíkingar á toppi neðri hlutans með 37 stig. Fram er í þriðja sæti með 31 stig. FH […]

Líkamsrækt á frábærum stað og einstakt útsýni

Metabolic Reykjavík opnaði með pompi og prakt þann 7. janúar 2019 í húsnæði við Stórhöfða 17 í Reykjavík. Það er ekki endilega í frásögur færandi, nema fyrir það að í brúnni stendur Eyjakonan Eygló Egils. Hún og vinkona hennar, Rúna Björg höfðu þann draum að opna stöð sem þessa í Reykjavík og létu verða af […]

Eyjamaðurinn – Þökkum öllum sem hafa lagt okkur lið

Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur á tímamótum nú þegar nýr  og öflugari björgunarbátur er kominn í heimahöfn. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélgs Vestmannaeyja er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Fullt nafn: Arnór Arnórsson Fjölskylda: Giftur Hildi Björk og eigum saman tvo drengi Bjarka Pál og Arnór Pál. Hefur þú alltaf búið í Eyjum: Nei ég bjó í […]

Lokaumferðin – ÍBV – Leiknir á Hásteinsvelli

Allir leikir í síðustu umferð úrlitakeppni Bestu deilarinnar í knattspyrnu verða á morgun, laugardag kl. 13.00, bæði í neðri og efri hluta. ÍBV mætir Leiknismönnum á Hásteinsvelli sem þegar eru fallnir. Skagamenn eiga enn fræðilegan möguleika á að halda sæti sínu í Bestu deild en til þess þurfa þeir að vinna FH, sem þeir mæta […]

Kristján elti betri helminginn

Kristján Þór Jónsson er arftaki Ingibergs Einarssonar á flugvellinum. „Verð kallaður Kiddibergur hér eftir,“ sagði Kristján og sló á létta strengi. „Ég hef ekki áður unnið hjá Isavia en komið að rekstri fyrirtækja og hef víðtæka reynslu. Svo flutti betri helmingurinn, Eyja Bryngeirsdóttir hingað. Hún er Eyjakona og var ráðin leikskólastjóri á Kirkjugerði og ég […]

Flóttamenn til Eyja án samráðs við bæinn

„Ein­hliða ákvörðun rík­is­ins um að leigja hús­næði fyr­ir flótta­fólk í Vest­manna­eyj­um ger­ir sveit­ar­fé­lag­inu mun erfiðara fyr­ir að sinna nauðsyn­legri þjón­ustu. Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja, seg­ir gagn­rýnina fyrst og fremst snúa að sam­starfs­leysi rík­is­ins við Vest­manna­eyj­ar­bæ,“ segir á mbl.is. „Það sem við erum að gagn­rýna er að þetta sam­starf og sam­tal á sér ekki stað áður en […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.