Dagdvölin fékk góða gjöf

Nokkrar góðar Oddfellow konur komu þær færandi hendi og gáfu dagdvöl Vestmannaeyja peningagjöf að verðmæti 100.000kr. Sú gjöf mun koma til með að nýtast dagdvölinni vel og þau afskaplega þakklát fyrir örlætið. (meira…)
Eyjamenn komnir í aðra umferð Evrópubikarsins

ÍBV er komið í aðra umferð umferð Evrópubikars karla í handbolta eftir eins marks sigur á Holon frá Ísrael á heimavelli í dag, 33:32. Fyrri leiknum lauk með 41:35 sigri ÍBV. . Mynd Sigfús Gunnar. (meira…)
Náðu í stig sem skiptir máli

ÍBV og Fram skildu jöfn, 2:2, í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Hásteinsvelli í dag. Þegar ein umferð er eftir í deildinni er ÍBV í níunda sæti með 20 stig. Guðmundur Magnússon skoraði mörk Framara en Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira skoruðu fyrir ÍBV. Leikurinn var fjörugur og átti ÍBV möguleika […]
Mikilvægir leikir hjá körlunum í handbolta og fótbolta

Það er barist á tvennum vígstöðum hjá ÍBV-íþróttafélagi í dag í leikjum sem skipta miklu máli. Á Hásteinsvelli klukkan 14.00 mætir ÍBV Fram í Bestu deild karla í fótbolta og er hann Eyjamönnum mjög mikilvægur. Sigur í leiknum fer langleiðina með að tryggja ÍBV þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni nú þegar einungis tvær umferðir eru eftir […]
Öruggur sigur á Holon frá Ísrael

ÍBV er skrefi nær því að tryggja sér sæti í annarri umferð Evrópubikars karla í handbolta eftir öruggan sigur á Holon frá Ísrael á heimavelli í dag, 41:35. Seinni leikurinn er á morgun í Íþróttamiðstöðinni og hefst klukkan 16.00. Kári Kristján skorar eitt af mörkum sínum í leiknum. Mynd Sigfús Gunnar. (meira…)
Mikilvægur leikur hjá körlunum -Hittingur fyrir leik

ÍBV verður með stuðningsmannahitting á sunnudag í Týsheimilinu fyrir leik liðsins í Bestu Deild karla gegn Frömurum. Hittingurinn verður klukkan 13:00 í Týsheimilinu þar sem Hermann Hreiðarsson mun heilsa upp á mannskapinn og boðið verður upp á gulrótaköku frá Frikka í Eyjabakarí. Með kökunni verður gott að drekka í boði. Leikurinn, sem hefst klukkan 14:00, er […]
Jafntefli á forarblautum Hásteinsvelli

Leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu deildinni á Hásteinsvelli í gær lauk með jafntefli 0:0. Aðstæður voru hræðilegar, völlurinn forarblautur og austan strekkingur en samt barátta í báðum liðum. ÍBV klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik sem mátti kenna aðstæðum um. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig og næsti leikur er gegn Þór/KA […]
Tveir Evrópuleikir hjá handboltanum um helgina

ÍBV getur um helgina tryggt sér sæti í 2. umferð Evrópubikars karla í handbolta en Eyjamenn leika við Holon frá Ísrael á heimavelli á morgun og sunnudag, klukkan 16 báða dagana. Frá þessu er sagt á mbl.is og að sigurliðið í þessari viðureign mætir Donbas frá Úkraínu í 2. umferð keppninnar sem er leikin frá […]
Kap heim af síldarmiðum með hálfþrítugan skipstjóra í brúnni

Halldór Friðrik Alfreðsson fór í fyrsta sinn á sjó með föður sínu átta ára gamall og og var mikið að snöfla með honum niðri í bát sem smápjakkur. Pabbinn var yfirvélstjóri á Gullbergi VE frá 1997 til 2007. Ellefu ára var Halldór Friðrik í veiðiferð með afa sínum og alnafna, þá starfsmanni Hvals hf. Þeir […]
Brynjar Ólafsson nýr framkvæmdastjóri

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum stöðu framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs lausa til umsóknar. Alls bárust sex umsóknir um starfið. Við mat á umsóknum var stuðst við verklagsreglur um ráðningar starfsfólks hjá Vestmannaeyjabæ og m.a. leitað ráðgjafar frá Hagvangi. Við mat á umsóknum er aðallega horft til menntunar- og hæfniskrafna sem fram komu í auglýsingunni, starfsviðtöl við […]